Spilavíti

Spilavíti er bygging eða stofnun þar sem stundað er fjárhættuspil. Spilavíti eru oftast í nágrenni hótela, veitingastaða, verslunarmiðstaða, skemmtiferðaskipa og annarra staða þar sem ferðamenn leita eftir afþreyingu. Það er umdeilt hvort þær tekjur sem spilavíti skapa vegi á móti félagslegum og efnahagslegum áhrifum þeirra.
Staðan á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Spilavíti hafa verið bönnuð á Íslandi í rúm 100 ár, eða síðan 1926 þegar fyrst voru sett lög um happdrætti og hlutaveltur. Þrátt fyrir þetta bann veðja Íslendingar mikið í erlendum netspilum og spilavítum. Árið 2023 vörðu Íslendingar næstmestum fjármunum í veðmál af öllum Evrópuríkjum, á eftir Írum. Hver Íslendingur eyðir að meðaltali 80 þúsund krónum á ári í veðmál[1].
Veðmálamarkaðurinn á Íslandi hefur fimmfaldast að stærð á síðustu 20 árum. Árið 2003 fóru 91% veðmála fram hjá innlendum rekstraraðilum, en síðan þá hefur hlutdeild erlendra aðila fimmfaldast. Þessi þróun endurspeglar breyttar neysluvenjur Íslendinga, sem sækja í auknum mæli í þjónustu erlendra netspilasíða, bæði fyrir íþróttaveðmál og spilavítisleiki.[2]
Lagt hefur verið til að leyfa spilavíti á Íslandi. Nokkrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp þar að lútandi. [3]
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]Umfjöllun RÚV í þættinum Kveikur 20. mars 2018
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Spilavíti á Netinu 2025 - Bestu Netspilavítin fyrir Íslenska Spilara“. Spilavíti.is. Sótt 15 janúar 2025.
- ↑ „Veðjað á rangan hest: Umgjörð veðmálastarfsemi á Íslandi“. Viðskiptaráð Íslands. Sótt 15 janúar 2025.
- ↑ Frumvarp um spilahallirAlþingi.is, skoðað 10. apríl 2019.