Drög að sjálfsmorði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Drög að sjálfsmorði er tónleikaplata sem Megas gaf út árið 1979. Þegar hann ákvað að taka upp Drög að sjálfsmorði, sem átti að fylgja „konseptalbúmaelítunni“ á þeim tíma var ekki til nægt fjármagn til að taka hana upp í stúdíói og þess vegna var hún hljóðrituð á tvennum tónleikum, sem haldnir voru í MH 5.nóv 1978 við góðar undirtektir.

Hljóðfæraleikarar á plötunni fyrir utan Megas eru Björgvin Gíslason, Guðmundur Ingólfsson, Lárus Grímsson, Pálmi Gunnarsson og Sigurður Karlsson. Hljóðblöndun í sal annaðist Magnús Kjartansson.

Eftir DAS hvarf Megas í nokkurn tíma og uppi voru sögusagnir um að hann hefði stytt sér aldur.[heimild vantar]

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.