Drög að sjálfsmorði
Útlit
Drög að sjálfsmorði er tónleikaplata sem Megas gaf út árið 1979. Þegar hann ákvað að taka upp Drög að sjálfsmorði, sem átti að fylgja „konseptalbúmaelítunni“ á þeim tíma var ekki til nægt fjármagn til að taka hana upp í stúdíói og þess vegna var hún hljóðrituð á tvennum tónleikum, sem haldnir voru í MH 5.nóv 1978 við góðar undirtektir.
Hljóðfæraleikarar á plötunni fyrir utan Megas eru Björgvin Gíslason, Guðmundur Ingólfsson, Lárus Grímsson, Pálmi Gunnarsson og Sigurður Karlsson. Hljóðblöndun í sal annaðist Magnús Kjartansson.
Eftir DAS hvarf Megas í nokkurn tíma og uppi voru sögusagnir um að hann hefði stytt sér aldur.[heimild vantar]