Jógvan Hansen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jógvan Hansen (borið fram Jegvan Hansen) (fæddur 28. desember 1978 í Klakksvík) er færeyskur söngvari.

Jógvan sigraði íslensku X-Factor söngvakeppnina árið 2007. Úrslitaþáttur X- Factor var sýndur í beinni útsendingu frá Smáralind bæði á Íslandi, á Stöð 2, og í Færeyjum. Aðeins Íslendingar gátu tekið þátt í símakosningu þáttarins. Jógvan sigraði með yfir 70% atkvæða en hann keppti á móti HARA systrunum, Rakel og Hildi Magnúsardætrum. Bæði Jógvan og HARA sungu þrjú lög hvor.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.