A.J. Cook

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
A.J. Cook
A.J. Cook
A.J. Cook
Upplýsingar
FæddAndrea Joy Cook
22. júlí 1978 (1978-07-22) (45 ára)
Ár virk1997 -
Helstu hlutverk
Shelby Merrick í Higher Ground
Lindsay Walker í Tru Calling
Jennifer 'JJ' Jareau í Criminal Minds

A.J. Cook (fædd Andrea Joy Cook, 22. júlí 1978) er kanadísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Criminal Minds, Higher Ground og Tru Calling.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Cook er fædd og uppalin í Oshawa í Ontario í Kanada. Cook byrjaði dansnám fjögra ára gömul þar sem hún læði jazz-,stepp-og ballettdans. Þegar Cook var sextán ára þá ákvað hún að prufa leiklistina í staðinn fyrir dansinn. Cook er meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu sem er stærsta mormónakirkja Bandaríkjanna.[1] Cook giftist Nathan Andersen árið 2001 og saman eiga þau einn son.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Cooks var í auglýsingu árið 1997 fyrir McDonald's. Kom hún síðan fram í þáttum á borð við Goosebumps og PSI Factor: Chronicles of the Paranormal. Árið 2000 var Cook boðið hlutverk í nýjum unglingaþætti sem kallaðist Higher Ground þar sem hún lék á móti Hayden Christensen. Síðan var henni boðið hlutverk í Tru Calling sem Lindsay Walker sem hún lék frá 2003-2004. Cook hefur síðan 2005 leikið eitt af aðahlutverkunum í Criminal Minds sem Jennifer JJ Jareau. Þann 14. júní, 2010, var tilkynnt að Cook myndi ekki koma fram í seríu 6 af Criminal Minds,[2] en hún myndi koma fram í tveim þættum sem myndu útskýra brotthvarf hennar.[3] Kom hún síðan fram í seinasta þætti Paget Brewster í seríu 6.[4] Tilkynnt var þann 16. apríl 2011 að Cook hafi skrifað undir tveggja ára samning við þáttinn.[5]

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Cooks var í Laserhawk árið 1997. Árið 1999 þá var Cook boðið eitt af aðalhlutverkunum í The Virgin Suicides þar sem hún lék á móti James Woods, Kathleen Turner og Kirsten Dunst. Lék Cook, Mary Lisbon eina af systrunum í myndinni. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Out Cold, Final Destination 2 og Mother's Day.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1997 Laserhawk Sæt stelpa nr. 1
1999 The Virgin Suicides Mary Lisbon
2001 Ripper Molly Keller
2001 Out Cold Jenny sem A.J. Cook
2002 The House Next Door Lori Peterson AJ Cook
2003 Final Destination 2 Kimberly Corman
2006 I´m Reed Fish Theresa
2007 Night Skies Lilly
2008 Misconceptions Miranda Bliss
2010 Mother´s Day Vince Rice
2012 Least Among Saints Cheryl Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1997 In His Father´s Shoes Lisa Sjónvarpsmynd
1997 Goosebumps Kim Carter Þáttur: Don´t Wake Mummy
1997 Elvis Meets Nixon Hippa stelpa
1997-1998 PSI Factor: Chronicles of the Paranormal Jill Starling / Lee Mason
1999 Blue Moon Alison
2000 The Spiral Staircase Hverfisstúlka Sjónvarpsmynd
2000 Higher Ground Shelby Merrick 22 þættir
2000 First Wave Lindsay Tilden Þáttur: The Flight of Francis Jeffries
2003 Dead Like Me Charlotte Þáttur: Sunday Mornings
2003-2004 Tru Calling Lindsay Walker 21 þættir
2005 Bloodsuckers Fiona Sjónvarpsmynd
2006 Vanished Hope Sjónvarpsmynd
2011 Law & Order: Special Victims Unit Debbie Shields Þáttur: Mask
sem AJ Cook
2011 Bringing Ashley Home Libba Sjónvarpsmynd
sem A.J. Cook
2005-til dags Criminal Minds Jennifer JJ Jareau 122 þættir

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Dargis, Manohla. „A.J. Cook“. Movie2.nytimes.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. febrúar 2012. Sótt 23. apríl 2010.
  2. Ausiello, Michael (14. júní 2010). 'Criminal Minds' drops A.J. Cook“. Entertainment Weekly. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2010. Sótt 7. nóvember 2011.
  3. 'Criminal Minds' update: Cook and Brewster returning — but for how long?“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. nóvember 2010. Sótt 7. nóvember 2011.
  4. A.J. Cook Returns to ‘Criminal Minds’ for Paget Brewster’s Final Episode
  5. Ng, Philiana (16. apríl 2011). „A.J. Cook Returning to CBS' 'Criminal Minds'. hollywoodreporter.com. Sótt 16. apríl 2011.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]