Búlgarska karlalandsliðið í knattspyrnu
Gælunafn | Лъвовете / Lavovete (Ljónin) | ||
---|---|---|---|
Íþróttasamband | (Búlgarska: Български футболен съюз) Knattspyrnusamband Búlgaríu | ||
Álfusamband | UEFA | ||
Þjálfari | Mladen Krstajić | ||
Fyrirliði | Kiril Despodov | ||
Leikvangur | Vasil Levski þjóðarleikvangurinn | ||
FIFA sæti Hæst Lægst | 77 (20. júlí 2023) 8 (júní 1995) 96 (maí 2012) | ||
| |||
Fyrsti landsleikur | |||
0-6 gegn Austurríki, 21. maí, 1924) | |||
Stærsti sigur | |||
10-0 gegn Gana, 2. október 1968) | |||
Mesta tap | |||
0-13 gegn Spáni, 21. maí 1933) |
Búlgarska karlalandsliðið í knattspyrnu er fulltrúi Búlgaríu í knattspyrnu og er stjórnað af knattspyrnusambandi landsins. Kunnasti leikmaður í sögu liðsins er Hristo Stoichkov, sem leiddi Búlgari í fjórða sætið á HM 1994.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Talið er að hópur Svissneskra íþróttakennara hafa kynnt Búlgari fyrir knattspyrnuíþróttinni veturinn 1893-94. Íþróttin náði fljótlega góðri fótfestu og árið 190 var fyrsta knattspyrnufélagið, Futbol Klub, stofnað í Sófiu og á næstu árum bættust fleiri félög í hópinn. Knattspyrnusamband var stofnað árið 1923 og fyrsti landsleikurinn fór fram árið eftir, sem lyktaði með 6:0 ósigri gegn Austurríkismönnum. Síðar sama ár kepptu Búlgarir í knattspyrnukeppnu Ólympíuleikanna í París en töpuðu fyrsta leik gegn Írum.
Parísarleikarnir voru síðasta stórmót Búlgara til ársins 1952 þegar liðið keppti á leikunum í Helsinki. Eins og önnur kommúnistaríki Austur-Evrópu lögðu Búlgarir mikla áherslu á Ólympíukeppnina. Bestu leikmönnum voru fengin málamyndastörf á vegum ríkisins og þeir gátu því talist áhugamenn á meðan þjóðir Vestur-Evrópu sendu raunveruleg áhugamannalið til keppni. Búlgaría fékk bronsverðlaunin í Melbourne 1956 og silfrið í Mexíkó 1968.
Sigraþurrð
[breyta | breyta frumkóða]Búlgarir komust í fyrsta sinn í úrslitakeppni HM í Síle 1962 og endurtók leikinn á næstu þremur mótum. Frammistaðan olli þó vonbrigðum í hvert einasta skipti þar sem liðið lauk alltaf keppni í forriðlunum án þess að vinna leik. Mestar vonir voru bundnar við liðið í Mexíkó 1970 þar sem Búlgarir náðu m.a. 2:0 forystu gegn Perú, en misstu niður í 2:3 tap.
Á HM 1986 var Búlgaría í fimmta sinn meðal þátttökuliða og mistókst enn og aftur að vinna leik, en náðu þó jafntefli gegn ríkjandi heimsmeisturum Ítala. Enginn sigur í fimmtán viðureignum var vandræðalegt met sem enn hefur ekki verið slegið.
Undanúrslit í Bandaríkjunum
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1994 stigu Búlgarir aftur á stóra sviðið á HM í Bandaríkjunum. Fram var komin öflug kynslóð leikmanna með Hristo Stoichkov úr Barcelona fremstan í flokki. Riðillinn í undankeppninni var ekki árennilegur með m.a. Svíum, Austurríkismönnum og Frökkum innanborðs. Flestum að óvörum tókst Búlgörum að skella Frökkum í París og næla sér í annað sætið í riðlinum á kostnað gestgjafanna.
Úrslitakeppnin hófst ekki vel þar sem búlgarska liðið steinlá fyrir Nígeríu í fyrsta leik, 3:0. Því næst tók við 4:0 sigur á Grikkjum. Þriðji leikurinn var á móti Argentínumönnum sem voru vængbrotnir eftir að Diego Maradona féll á lyfjaprófi. Búlgarir unnu 2:0 sigur og voru komnir í útsláttarkeppnina.
Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni í leiknum gegn Mexíkó í 16-liða úrslitunum. Mexíkóar misnotuðu þrjár fyrstu spyrnur sínar og Búlgarir voru komnir í fjórðungsúrslit. Þar voru mótherjarnir Þjóðverjar sem taldir voru eiga greiða leið í næstu umferð. Lothar Matthäus kom heimsmeisturnum yfir en tvö búlgörsk mörk á síðasta stundarfjórðungnum skópu einhver óvæntustu úrslitin á mótinu.
Eftir sigurinn á þýska liðinu virtust Búlgarir mettir. Liðið tapaið 2:1 fyrir Ítölum í undanúrslitum og steinlá svo 4:0 fyrir Svíum í bronsleiknum. Stoichkov varð annar tveggja markahæstu manna keppninnar og var valinn í úrvalslið hennar.
Stór spor að fylla
[breyta | breyta frumkóða]Á árinu 1995 komst Búlgaría alla leið í áttunda sæti heimslista FIFA sem enn í dag er hæsta staða þeirra á listanum. Búlgarir komust í fyrsta sinn í úrslitakeppni Evrópumótsins í Englandi 1996. Liðið gerði jafntefli við Spánverja og sigraði Rúmena í tveimur fyrstu leikjunum en tapaði síðan fyrir Frökkum og komst ekki áfram á lakari markatölu.
Búlgarir voru aftur meðal keppenda í Frakklandi á HM 1998. Markalaust jafntefli gegn Paragvæ í fyrsta leik reyndist eina stig liðsins í keppninni sem tapaði fyrir Nígeríu og fékk ljótan skell gegn Spánverjum í lokaleik. Stoichkov lék sinn síðasta leik með búlgarska landsliðinu árið eftir og með því má segja að sól þess hafi hnigið til viðar. Búlgarir hafa ekki komist í úrslitakeppni stórmóts upp frá þessu og hefur liðið jafnt og þétt sigið niður heimslistann upp frá því.