Fara í innihald

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1970

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1970 eða HM 1970 var haldið í Mexíkó dagana 31. maí til 21. júní. Þetta var níunda heimsmeistarakeppnin og sú fyrsta sem haldin var utan Evrópu eða Suður-Ameríku. Brasilíumenn urðu meistarar í þriðja sinn og tryggðu sér því Jules Rimet-styttuna til eignar. Liðið er oft talið besta sigurlið HM-sögunnar. Mótherjar Brasilíu í úrslitum voru Ítalir. Mun meira var um beinar sjónvarpssendingar frá keppninni en verið hafði í fyrri mótum og fylgdist heimsbyggðin því óvenju vel með því sem fram fór.

Upplýsingar um mótið
Merki Heimsmeistaramótsins 1970
Gestgjafar Mexico
Dagsetning 31 Mai - 21 Júní 1970 (22 dagar)
Fjöldi liða 16 (frá 5 heimsálfum)
Úrslit
Siguverarar Brasilía (Þriðji titill)
Annað-sæti Ítalía
Þriðja-sæti Vestur-Þýskaland
Fjórða-sæti Úrúgvæ
Tölfræði
Spilaðir leikir 32
Mörk skoruð 95 (2.97 hver leikur)
Áhorfendafjöldi 1.604.065 (50.127 hver leikur)
Markahæsti leikmaðurinn Gerd Müller 10 mörk (Þýskaland)
Besti ungi leikmaðurinn Teófilo Cubillas (Perú)
Háttvísi verðlaun Perú

Argentina, Ástralía, Kólumbia, Japan, Mexíkó og Perú voru öll í baráttu um að halda heimsmeistaramótið árið 1970. Mexíkó var valið til að halda mótið 8 Október 1964 í Tókíó. Þetta mót varð fyrsta heimsmeistaramótið sem var ekki haldið í Suður-ameríku eða Evrópu. Seinna meir varð Mexíkó fyrsta landið til að halda heimsmeistaramótið tvisvar sinnum þegar þeir héldu það í annað sinn árið 1986. Þá átti Kólumbía að halda mótið en gátu það síðan ekki útaf fjárhagslegum vandræðum.

Hitinn í Mexíkó var mikið áhuggjuefni fyrir mótið. Það var þó óþarfi því það var spilaður mikill sóknarfótbolti á mótinu og það var sett met í meðaltali á mörkum í leik á þessu móti sem stendur enn, 2.97 mörk í hverjum leik. Það var einnig sett met í sjónvarpsáhorfi og þetta var í fyrsta sinn sem mótið var sýnt í lit um allan heiminn.


Undankeppnin

[breyta | breyta frumkóða]

75 lið tóku þátt í undankeppninni fyrir HM 1970. 14 lið komust áfram á mótið. Mexíkó og England komust beint á mótið útaf Mexíkó var gestgjafi og England núverandi meistarar.

Átta lið komu frá Evrópu, þrjú frá Suður-Ameríku, eitt frá Afríku, 1 frá Asíu og Eyjálfu og eitt frá Norður og mið ameríku. Þetta var í fyrsta sinn sem lið frá Afríku keppti um sæti á heimsmeistaramótinu    

16 lið frá 5 heimsálfum tóku þátt. Þetta var í fyrsta sinn sem mótið var haldið fyrir utan Evrópu og Suður Ameríku. Undankeppnin fyrir mótið hófst í Mai 1968. El Salvador, Israel og Morokkó voru eitt af 16 liðunum sem tryggðu sig á mótið og þetta var þeirra fyrsta þátttaka á mótinu.

Mexíkó City León Toluca
Estadio Azteca Estadio Nou Camp Estadio Luis Dosal
Fjöldi sæta: 110.000 Fjöldi Sæta: 23.609 Fjöldi Sæta: 26.900
Guadalajara Puebla
Estadio Jalisco Estadio Cuauhtémoc
Fjöldi Sæta: 71.000 Fjöldi Sæta: 35.563

Fimm vellir í fimm borgum voru valdir til að halda leiki heimsmeistarakeppninnar. Þeir voru allir byggðir í kringum 1960 útaf Mexíkó var að undirbúa sig fyrir að halda bæði Sumarólympíuleikana 1968 og heimsmeistaramótið 1970. Estadio Azteca var langstærsti mest notaðasti völlurinn á keppninni. Hann er ennþá í dag einn stærsti völlur í heimi. 10 leikir af 32 voru spilaðir þar. Allir leikirnir í riðli 1, leikurinn um 3 sætið og úrslitaleikurinn. Á Jalisco Stadium voru 8 leikir spilaðir, allir leikirnir í riðli 3 og einn undanúrslitaleikur. Á nou camp stadium voru 7 leikir spilaðir, allir leikirnir í riðli 4 og einn leikur í 8 liða úrslitum. Á Luis Dosal stadium voru 4 leikir spilaðir og á Cuauhtémoc stadium voru 3 leikir spilaðir og það var eini völlurinn þar sem enginn leikur í útsláttarkeppninni fór fram.

Drátturinn

[breyta | breyta frumkóða]

Liðunum 16 var raðað niður í 4 potta. Í potti 1 voru 4 af 8 liðunum frá evrópu og líklega 4 sterkustu, í potti 2 voru öll lið frá Ameríku, í potti 3 voru hin 4 liðin frá evrópu og síðan í potti 4 voru öll veikustu liðin sem komust á heimsmeistaramótið. Þetta var gert til að öll sterkustu liðin gætu ekki lent saman í riðli.

Pottur 1: Evrópa I Pottur 2: Ameríka Pottur 3: Evrópa II Pottur 4: Restin af heiminum

Það var dregið í riðla 10 Janúar 1970 í Maria Isabel hótelinu í mexíkó. Það voru höfuðstöðvar fifa á meðan mótinu stóð. Liðin voru dregin saman í fjóra riðla. Riðill 1 fór fram í Mexíkó borg, riðill 2 í Puebla og Toluco, riðill 3 í Guadalajara og riðill 4 í León. Það var fyrirfram ákveðið að gestgjafarnir Mexíkó mundi vera í riðli 1 og spila þá í höfuðborginni og á stærsta vellinum Estadio Azteca, og að Englendingar (heimsmeistarar) myndu vera í riðli 3 og spila þá í Guadalajara á Estadio Jalisco næst stærsta vellinum.

AFC (Asíska Knattspurnusambandið)

 • Abraham Klein (Israel)

CAF (Afríska Knattspyrnusambandið)

 • Seyoum Tarekegn (Eþíópa)
 • Ali Kandil (Egyptaland)

CONCACAF (Norður, Mið og Karabíska Knattspyrnusambandið)

 • Abel Aguilar Elizalde (Mexíkó)
 • Diego De Leo (Mexíkó)
 • Henry Landauer (Bandaríkin)

CONMEBOL (Suður Ameríska Knattspyrnusambandið)

 • Ángel Norberto Coerezza (Argentina)
 • Antônio de Moraês (Brasilía)
 • Rafael Hormázabal (Síle)
 • Arturo Yamasaki (Perú)
 • Ramón Barreto (Úrúgvæ)

UEFA (Evrópska Knattspyrnusambandið)

 • Ferdinand Marschall (Austurríki)
 • Vital Loraux (Belgía)
 • Rudi Glöckner (Austur Þýskaland)
 • Jack Taylor (England)
 • Roger Machin (Frakkland)
 • Antonio Sbardella (Ítalía)
 • Laurens van Ravens (Holland)
 • Antonio Ribeiro Saldanha (Portúgal)
 • Andrei Râdulescu (Rúmenía)
 • Bob Davidson (Skotland)
 • Orítz de Mendibil (Spánn)
 • Tofik Bakhramov (Sovétríkin)
 • Rudolf Scheurer (Sviss)
 • Kurt Tschenscher (Þýskaland)
Juanito var lukkudýr

mótsins

Útsláttarkeppninn

[breyta | breyta frumkóða]
Blár=Sigurverari (Brasilía)

Blágrænn=2.sætið (Ítalía)

Grænn=3.Sæti (Þýskaland)

Ljósgrænn=4.Sætið (Úrúgvæ)

Gulur=8-liða úrslit

Rauður=Riðlakeppni

Riðlakeppnin

[breyta | breyta frumkóða]

Leikið var í fjórum fjögurra liða riðla. Tvö stig voru gefin fyrir sigur en eitt fyrir jafntefli. Tvö efstu lið hvers riðils fóru áfram í fjórðungsúrslit.

Gestgjafarnir tóku á móti Sovétmönnum í opnunarleiknum og var það í síðasta sinn þar til á HM 2006 að heimamenn spiluðu fyrsta leikinn. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli í steikjandi hita, en fjölmargir leikir mótsins fóru fram um hádegisbil til að þóknast evrópskum sjónvarpsáhorfendum. Leikurinn braut blað í HM-sögunni þar sem varamanni var skipt inná í fyrsta sinn. Sovétmenn og Mexíkó áttu ekki í vandræðum með Belga og El Salvadorbúa í seinni leikjum sínum og luku keppni með jafnmörg stig.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Sovétríkin 3 2 1 0 6 1 +5 5
2 Mexíkó 3 2 1 0 5 5 +5 5
3 Belgía 3 1 0 2 4 5 -1 2
4 El Salvador 3 0 0 3 0 9 -9 0
 • Sovétríkin og Mexíkó enduð jöfn að stigum og með markamun markamun svo varpað var hlutkesti um fyrsta sætið.
31. maí 1970
Mexíkó 0-0 Sovétríkin Azteca leikvangurinn, Mexíkóborg
Áhorfendur: 107.160
Dómari: Kurt Tschenscher, Vestur-Þýskalandi
3. júní 1970
Belgía 3-0 El Salvador Azteca leikvangurinn, Mexíkóborg
Áhorfendur: 92.205
Dómari: Andrei Rădulescu, Rúmeníu
Van Moer 12, 54, Lambert 79
6. júní 1970
Sovétríkin 4-1 Belgía Azteca leikvangurinn, Mexíkóborg
Áhorfendur: 95.261
Dómari: Rudolf Scheurer, Sviss
Byshovets 14, 63, Asatiani 57, Khmelnytskyi 76 Lambert 86
7. júní 1970
Mexíkó 4-0 El Salvador Azteca leikvangurinn, Mexíkóborg
Áhorfendur: 103.058
Dómari: Ali Kandil, Sameinaða Arabalýðveldinu
Valdivia 45, 46, Fragoso 58, Basaguren 83
10. júní 1970
Sovétríkin 2-0 El Salvador Azteca leikvangurinn, Mexíkóborg
Áhorfendur: 89.979
Dómari: Rafael Hormazábal Díaz, Síle
Byshovets 51, 74
11. júní 1970
Mexíkó 1-0 Belgía Azteca leikvangurinn, Mexíkóborg
Áhorfendur: 108.192
Dómari: Ángel Norberto Coerezza, Argentínu
Peña 14

Einungis sex mörk voru skoruðu í leikjunum sex. Ítalir og Suður-Ameríkumeistarar Úrúgvæ höfnuðu í tveimur efstu sætunum þrátt fyrir töp í lokaleikjum sínum gegn Svíum og Ísrael sem tók þátt í sinni fyrstu og einu úrslitakeppni HM.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Ítalía 3 1 2 0 1 0 +1 4
2 Úrúgvæ 3 1 1 1 2 1 +1 3
3 Svíþjóð 3 1 1 1 2 2 0 3
4 Ísrael 3 0 2 1 1 3 -2 2
2. júní 1970
Úrúgvæ 2-0 Ísrael Estadio Cuauhtémoc, Puebla
Áhorfendur: 20.654
Dómari: Bobby Davidson
Maneiro 23, Mujica 50
3. júní 1970
Ítalía 1-0 Svíþjóð Estadio Luis Dosal, Toluca
Áhorfendur: 13.433
Dómari: Jack Taylor
Domenghini 10
6. júní 1970
Ítalía 0-0 Úrúgvæ Estadio Cuauhtémoc, Puebla
Áhorfendur: 29.968
Dómari: Rudi Glöckner
7. júní 1970
Ísrael 1-1 Svíþjóð Estadio Luis Dosal, Toluca
Áhorfendur: 9.624
Dómari: Seyoum Tarekegn
Spiegler 56 Turesson 52
10. júní 1970
Svíþjóð 1-0 Úrúgvæ Estadio Cuauhtémoc, Puebla
Áhorfendur: 18.163
Dómari: Henry Landauer
Grahn 90
11. júní 1970
Ísrael 0-0 Ítalía Estadio Luis Dosal, Toluca
Áhorfendur: 9.890
Dómari: Ayrton Vieira de Moraes

Heimsmeistarar Englendinga mættu mjög varnarsinnaðir til leiks og skoruðu aðeins tvö mörk í leikjum sínum, sem dugði þeim þó í annað sæti riðilsins. Litið var á kappleik Brasilíu og Englands sem hreinan úrslitaleik þar sem fyrrnefnda liðið sigraði 1:0. Leiksins var þó helst minnst fyrir glæsimarkvörslu Gordon Banks frá Pelé.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Brasilía 3 3 0 0 8 3 +5 6
2 England 3 2 0 1 2 1 +1 4
3 Rúmenía 3 1 0 2 4 5 -1 2
4 Tékkóslóvakía 3 0 0 3 2 7 -5 0
2. júní 1970
England 1-0 Rúmenía Estadio Jalisco, Guadalajara
Áhorfendur: 50.560
Dómari: Vital Loraux, Belgíu
Hurst 65
3. júní 1970
Brasilía 4-1 Tékkóslóvakía Estadio Jalisco, Guadalajara
Áhorfendur: 52.897
Dómari: Ramón Barreto, Úrúgvæ
Rivellino 24, Pelé 59, Jairzinho 61, 83 Petráš 11
6. júní 1970
Rúmenía 2-1 Tékkóslóvakía Estadio Jalisco, Guadalajara
Áhorfendur: 56.818
Dómari: Diego De Leo, Mexíkó
Neagu 52, Dumitrache 75 (vítasp.) Petráš 5
7. júní 1970
Brasilía 1-0 England Estadio Jalisco, Guadalajara
Áhorfendur: 66.843
Dómari: Abraham Klein, Ísrael
Jairzinho 59
10. júní 1970
Brasilía 3-2 Rúmenía Estadio Jalisco, Guadalajara
Áhorfendur: 50.804
Dómari: Ferdinand Marschall, Austurríki
Pelé 19, 67, Jairzinho 22 Dumitrache 34, Dembrovschi 84
11. júní 1970
England 1-0 Tékkóslóvakía Estadio Jalisco, Guadalajara
Áhorfendur: 49.292
Dómari: Roger Machin, Frakklandi
Clarke 50 (vítasp.)

Vestur-Þjóðverjar luku keppni með fullt hús stiga þar sem Gerd Müller skoraði þrennu á móti Perú sem fylgdi þýska liðinu upp úr riðlinum. Búlgarir komust í 2:0 í opnunarleik sínum gegn Perú en töpuðu að lokum 2:3, sem reyndist þeim dýrkeypt. Marokkó þótti standa sig bærilega í sinni fyrstu úrslitakeppni, stóðu lengi í Vestur-Þjóðverjum og gerðu jafntefli við Búlgari í lokaleiknum. Þátttaka Perú á mótinu var í uppnámi þar sem gríðarlega harður jarðskjálfti reið yfir landið tveimur dögum fyrir opnunarleikinn og kostaði um 70 þúsund mannslíf og milljón manns misstu heimiili sitt. Að lokum tóku leikmenn Perú þó þá ákvörðun að mæta til leiks.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Vestur-Þýskland 3 3 0 0 10 4 +6 6
2 Perú 3 2 0 1 7 5 +2 4
3 Búlgaría 3 0 1 2 5 9 -4 1
4 Marokkó 3 0 1 2 2 7 -5 1
2. júní 1970
Perú 3-2 Búlgaría Estadio Nou Camp, León
Áhorfendur: 13.537
Dómari: Tofiq Bahramov, Sovétríkjunum
Gallardo 50, Chumpitaz 55, Cubillas 73 Dermendzhiev 13, Bonev 49
3. júní 1970
Vestur-Þýskaland 2-1 Marokkó Estadio Nou Camp, León
Áhorfendur: 12.942
Dómari: Laurens van Ravens, Hollandi
Seeler 56, Müller 80 Jarir 21
6. júní 1970
Perú 3-0 Marokkó Estadio Nou Camp, León
Áhorfendur: 13.537
Dómari: Tofiq Bahramov, Sovétríkjunum
Cubillas 65, 75, Challe 67
7. júní 1970
Vestur-Þýskaland 5-2 Búlgaría Estadio Nou Camp, León
Áhorfendur: 12.710
Dómari: José María Ortiz de Mendíbil, Spáni
Libuda 20, Müller 27, 52 (vítasp.), 88, Seeler 67 Nikodimov 12, Kolev 89
10. júní 1970
Vestur-Þýskaland 3-1 Perú Estadio Nou Camp, León
Áhorfendur: 17.875
Dómari: Abel Aguilar Elizalde, Mexíkó
Müller 19, 26, 39 Cubillas 44
11. júní 1970
Búlgaría 1-1 Marokkó Estadio Nou Camp, León
Áhorfendur: 12.299
Dómari: Antonio Ribeiro Saldanha, Portúgal
Zhechev 48 Ghazouani 61

Útsláttarkeppnin

[breyta | breyta frumkóða]

Englendingar og Vestur-Þjóðverjar mættust á nýjan leik í 8-liða úrslitum. Englendingar unnu Vestur-Þjóðverja 4-2 í framlengdum leik í úrslitaleiknum á HM 1966. Á 49 mínútu var staðan orðinn 2-0 fyrir Englendingum en Franz Beckenbauer naði að minnka munin með láu skoti sem varamarkmaður Englendinga Peter Bonetti réði ekki við. Gordon Banks gat ekki spilað þennan leik vegna þess að hann fékk matareitrun deginum áður. Uwe Seeler jafnaði leikinn þegar 8 mínútur voru til leiksloka. Leikurinn fór í framlengingu og þar höfðu Vestur-Þjóðverjar betur. Leiknum lauk með 3-2 sigri eftir að Gerd Müller skoraði mark Vestur-Þjóðverja. Þessi sigur var sá fyrsti í sögunni á Englendingum í keppnisleik.

Fjórðungsúrslit

[breyta | breyta frumkóða]

Þar sem Sovétmenn höfðu náð toppsætinu í riðli 1 á hlutkesti gerði leikadagskráin ráð fyrir að þeir lékju í Mexíkóborg á meðan heimamenn áttu leik í Toluca. Tilraunir gestgjafanna til að fá leikstöðunum víxlað á síðustu stundu báru ekki árangur. Það var því ansi tómlegt á viðureign Sovétmanna og Úrúgvæ í fjórðungsúrslitunum. Viðureignin var ofbeldisfull og einkenndist af umdeildum ákvörðunum dómarans. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma. Mark var dæmt af Sovétmönnum vegna umdeildrar rangstöðu í fyrri hálfleik framlengingarinnar og þegar þrjár mínútur voru til leiksloka skoraði Úrúgvæ sigurmark sem sovéska liðið taldi ólöglegt. Hefði framlengingunni lokið með jafntefli hefði þurft að varpa hlutkesti til að finna sigurvegara.

Á sama tíma á troðfullum leikvangnum í Toluca náðu heimamenn Mexíkóa forystunni gegn Ítölum eftir tólf mínútna leik. Vonir þeirra um óvæntan sigur dofnuðu um miðjan hálfleikinn þegar sjálfsmark breytti stöðunni í 1:1 og tvö mörk frá Riva og eitt frá Rivera í seinni hálfleik tryggðu Evrópumönnunum öruggan sigur og sæti í undanúrslitunum.

Viðureign Perú og Brasilíu varð fjörug og með nóg af mörkum. Brasilíumennirnir komust í 2:0 eftir stundarfjórðungsleik og þótt Perú tækist í tvígang að minnka muninn í eitt mark var sigur þeirra gulklæddu aldrei sérstaklega í hættu.

Heimsmeistarar Englendinga virtust ætla að sigla þægilega í undanúrslitin þegar þeir náðu tveggja marka forystu gegn Vestur-Þjóðverjum í upphafi seinni hálfleiks. Þýska liðið náði að hefna fyrir ófarirnar fjórum árum fyrr með því að jafna metin og herja loks út sigurmark í framlengingu.

14. júní 1970
Sovétríkin 0:1 (e.framl.) Úrúgvæ Estadio Azteca, Mexíkóborg
Áhorfendur: 26.085
Dómari: Laurens van Ravens, Hollandi
Espárrago 117
14. júní 1970
Ítalía 4:1 Mexíkó Estadio Luis Dosal, Toluca
Áhorfendur: 26.851
Dómari: Rudolf Scheurer, Sviss
Guzmán 25 (sjálfsm.), Riva 63, 76, Rivera 70 González 13
14. júní 1970
Brasilía 4:2 Perú Estadio Jalisco, Guadalajara
Áhorfendur: 54.233
Dómari: Vital Loraux, Belgíu
Rivellino 11, Tostão 15, 52, Jairzinho 75 Gallardo 28, Cubillas 70
14. júní 1970
Vestur-Þýskaland 3:2 (e.framl.) England Estadio Nou Camp, León
Áhorfendur: 23.357
Dómari: Ángel Norberto Coerezza, Argentínu
Beckenbauer 68, Seeler 82, Müller 108 Mullery 31, Peters 49

Undanúrslit

[breyta | breyta frumkóða]

Báðir undanúrslitaleikirnir fóru fram á sama tíma. Í Guadalajara var Suður-Ameríkuslagur þar sem Úrúgvæ náði forystunni snemma leiks. Brasiía jafnaði undir lok fyrri hálfleiks og bætti því næst tveimur mörkum við undir lok þess síðari. Brasilíska liðið var því komið í sinn þriðja úrslitaleik í fjórum keppnum. Hin viðureignin rataði í sögubækurnar. Roberto Boninsegna náði forustunni fyrir Ítali á áttundu mínútu og staðan var 1-0 þar til í uppótartíma þegar Karl-Heinz Schnellinger jafnaði fyrir Vestur-Þjóðverja. Í framlengingunni voru 5 mörk skoruð. Liðin skiptust á að hafa forustu en á endanum skoraði Gianni Riveira markið sem réði úrslitum í leiknum. Leikurinn endað 4-3 fyrir Ítölum. Leikurinn hefur stundum verið kallaður „leikur aldarinnar“ og í dag er minnismerki um hann fyrir utan Azteca-völlinn.

17. júní 1970
Úrúgvæ 1-3 Brasilía Estadio Jalisco, Guadalajara
Áhorfendur: 51.261
Dómari: José María Ortiz de Mendibil
Cubilla 19 Clodoaldo 44, Jairzinho 76, Rivellino 89
17. júní 1970
Ítalía 4-3 (e.framl.) Vestur-Þýskaland Azteca leikvangurinn, Mexíkóborg
Áhorfendur: 102.444
Dómari: Arturo Yamasaki
Boninsegna 8, Burgnich 98, Riva 104, Rivera 111 Schnellinger 90, Müller 94, 110

Bronsleikur

[breyta | breyta frumkóða]

Mikill fjöldi fólks fylgdist með bronsleik Vestur-Þjóðverja og Úrúgvæ. Wolfgang Overath skoraði eina mark leiksins eftir tæplega hálftíma leik. Stíf sókn úrúgvæska liðsins í seinni hálfleik skilaði ekki árangri og fjörugum leik lauk 1:0.

20. júní 1970
Úrúgvæ 0-1 Vestur-Þýskaland Azteca leikvangurinn, Mexíkóborg
Áhorfendur: 104.403
Dómari: Antonio Sbardella
Overath 37

Úrslitaleikur

[breyta | breyta frumkóða]

Brasilía náði forystunni með marki Pelé og þótt Ítalir næðu að jafna voru yfirburðir brasilíska liðsins talsverðir og lauk leiknum með 4:1 sigri þeirra. Sigurmark Carlos Alberto undir lokin þótti sérlega glæsilegt og er oft rifjað upp sem eitt af eftirminnilegri augnablikum íþróttasögunnar. Þetta var í fyrsta sinn sem tvö fyrrum heimsmeistaralið mættust í úrslitaleik og með sigrinum varð Brasilía fyrsta þjóðin til að vinna í þrígang og hreppti Jules Rimet-styttuna til eignar.

21. júní 1970
Brasilía 4-1 Ítalía Azteca leikvangurinn, Mexíkóborg
Áhorfendur: 107.412
Dómari: Rudi Glöckner
Pelé 18, Gérson 65, Jairzinho 71, Carlos Alberto 78 Boninsegna 37

Markahæstu leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]

95 mörk voru skoruð af 55 leikmönnum. Gerd Müller var markahæsti leikmaður mótsins með 10 mörk. Aðeins eitt sjálfsmark var skorað á mótinu.

10 mörk

7 mörk

5 mörk

4 mörk

 • Gullskórinn: Gerd Müller (Vestur-Þýskaland)
 • Besti ungi leikmaðurinn: Teófilo Cubillas (Perú)
 • FIFA Háttvísi verðlaun: Perú