Fara í innihald

Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu
Merki landsliðsins
GælunafnTricolorii "Hinir Þrílituðu"
ÍþróttasambandFederația Română de Fotbal "Knattspyrnusamband Rúmeníu"
ÁlfusambandUEFA
ÞjálfariEdward Iordănescu
FyrirliðiVlad Chiricheș
LeikvangurArena Națională
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
48 (20. júlí 2023)
3 (1997)
57 (2011)
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur

Júgóslavía 1-2 Rúmenía Fáni Rúmeníu
(Belgrade (Fyrrum Júgóslavíu); 8. Júní, 1922)
Stærsti sigur
Fáni Rúmeníu Rúmenía 9-0 Finnland Fáni Finnlands
(Búkarest, Rúmeníu; 14. Október, 1973)
Mesta tap
Fáni Ungverjalands Ungverjaland 9-0 Rúmenía Fáni Rúmeníu
(Búdapest, Ungverjaland; 6. Júní, 1948)
Heimsmeistaramót
Keppnir7 (fyrst árið [[1930 Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla|]])
Besti árangurFjórðungs úrlsit HM 1994
Vefsíðahttps://www.frf.ro/

Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur í gegnum árin haft mikilli velgengni að fagna bæði á HM sem og EM. Gullaldar ár Rúmena voru frá 1990-1998, enn á þeim árum tókst þeim að komast á hvert stórmótið á fætur öðru, enda voru þeir með frábært og vel mannað lið á þeim árum, helsta stjarna þeirra á þeim árum var Gheorghe Hagi .

Rúmenar hafa mikla og sterka knattspyrnu hefð og hafa í gegnum árin alið af sér marga fræga leikmenn enda voru þeir gríðalega sterkir á árunum 1990-1998.

Rúmenía á EM

[breyta | breyta frumkóða]

Rúmenar náðu sínum fyrsta góða árangri á EM þegar þeim tókst að komast í 8 liða úrslit á EM 1972. Rúmenar duttu þá úr leik gegn Ungverjum . Næsta evrópumót Rúmena var EM í Frakklandi EM 1984 þá voru kynslóðaskipti og gullaldar liðið var að stíga sín fyrstu skref, og það lið eftir að vera eitt þekktaasta lið rúmena til þessa, í því liði voru meðal annara hin þá efnilegi Gheorghe Hagi. Þeir lentu í erfiðum riðli með Vestur-Þjóðverjum, Portúgal og Spáni. Rúmenar voru neðstir í riðlinum og næst neðstir í mótinu. Þetta var lélegasti árangur Rúmena á EM. Árið 2000 tókst þeim að komast upp úr riðlinum. Á því móti áttu þeir mjög eftirminnilegan leik á móti Englendingum. Leikurinn var sá síðasti í riðlinum og skar úr um hvort liðið færi áfram. Rúmenarnir spiluðu gilmrandi bolta með Gheorghe Hagi fremstan í flokki og unnu 3-2. Í 8 liða úrslitum töpuðu þeir þó gegn gríðarlega sterku liði Ítala .

Rúmenar á HM

[breyta | breyta frumkóða]

Rúmenar tilheyra hópi þeirra þjóða sem tók þátt á fyrsta HM í knattspyrnu. Rúmenía er eitt af fjórum löndum evrópu sem tóku þá áhættu að ferðast til Suður-Ameríku til að taka þátt í fyrsta Heimsmeistaramóti landsliða í knattspyrnu karla 1930. Rúmenar unnu sinn fyrsta leik á móti Perú 3-1. Rúmenum tókst þó ekki að komast lengra á þessu á móti, þar sem þeir töpuðu gegn verðandi heimsmeisturunum og heimastrákunum í Úrúgvæ. 1990 voru Rúmenar aftur mættir á HM með gullkynslóðina. Þar tókst þeim að koma sér uppúr riðlinum. Gheorghe Hagi var þá að vaxa úr grasi og smám saman að verða af stórstjörnu enda var hann stundum kallaður "Maradona Karpatafjalla". Rúmenar unnu gegn sterku liði Sovétmanna í opnunarleiknum og komust uppúr riðlinum enn töpuðu svo óvænt í 8 liða úrslitum gegn Írlandi HM 1994 vann Rúmenía gegn Kólumbíu og Bandaríkjunum í riðilinum og komust áfram þrátt fyrir tap á móti Sviss. Rúmenum tókst í næstuumferð að slá út Argentínu 3–2. Ilie Dumitrescu og Gheorghe Hagi voru markaskorar í þeim leik. í áttaliða úrslitum töpuðu þeir frekar óvænt á móti Svíþjóð.Á HM 1998 tókst þeim að komast uppúr riðlinum eftir sigur á móti Englandi(2-1) og Kólumbíu(1-0). Enn í næstu umferð töpuðu þeir gegn sterku liði Króata.

Leikmannahópur

[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi leikmenn voru útvaldir til að spila gegn Íslandi 8.október 2020, Noregi og Austurríki 11.október og 14.október 2020
Tölfræði uppfærð , 4. okt 2020.

Markmenn Fæðingardagur (Aldur) Leikjafjöldi Mörk Lið
Ciprian Tătărușanu 28. apríl 1986 (33 ára) 69 0 A.C. Milan
Costel Pantilimon 19. júní 1987 (31 ára) 27 0 Nottingham Forest
David Lazar 18. febrúar 1995 (24 ára) 2 0 Astra Giurgiu
Varnarmenn Fæðingardagur (Aldur) Leikjafjöldi Mörk Lið
Dragoș Grigore 8. febrúar 1986 (33 ára) 38 1 PFC Ludogorets Razgrad
Alin Toșca 10. apríl 1984 (35 ára) 38 1 Gaziantep
Romario Benzar 11. nóvember 1984 (34 ára) 90 1 FCSB
Nicușor Bancu 19. júní 1984 (35 ára) 12 3 U Craiova
Mihai Bălașa 13. október 1997 (22 ára) 6 0 U Craiova
Sergiu Hanca 18. seotember 1992 (27 ára) 7 0 Cracovia
Mário Camora 25. Apríl 1996 (23 ára) 3 0 CFR Cluj
Andrei Burcă 18. Maí 1989 30 ára) 1 0 CFR Cluj
Miðjumenn Fæðingardagur (Aldur) Leikjafjöldi Mörk Lið
Nicolae Stanciu 5. júlí 1993 (26 ára) 73 21 Al Ahli
Ciprian Deac 16. febrúar 1986 (31 ára) 18 3 CFR Cluj
Răzvan Marin 23. Maí 1996 (23 ára) 14 1 Standard Liége
Ianis Hagi 22. október 1998 (21 árs) 11 0 Glasgow Rangers
Alexandru Mitriță 2. Ágúst 1995 (25 ára) 11 2 New York City FC
Alexandru Crețu 24. Apríl 19992(28 ára) 3 0 NK Maribor
Alexandru Cicâldău 15. Maí 1997 (22 ára) 3 0 CS Universitatea Craiova
Răzvan Marin 23. Maí 1996 (24 ára) 21 0 Cagliari
Sóknarmenn Fæðingardagur (Aldur) Leikjafjöldi Mörk Lið
Claudiu Keșerü 12. febrúar 1986 (33 ára) 37 13 PFC Ludogorets Razgrad
George Pușcaș 8. Apríl 1996 (24 ára) 16 7 Reading
Denis Alibec 5. Janúar 1991 (29 ára) 22 3 Kayserispor
Gabriel Iancu 15. Apríl 1994 (26 ára) 1 0 Viitorul Constanța

þekktir leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]