Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu
Íþróttasamband | PZPN | ||
---|---|---|---|
Álfusamband | UEFA | ||
Þjálfari | Fernando Santos | ||
Fyrirliði | Robert Lewandowski | ||
FIFA hæst: 5 (ágúst 2017) FIFA lægst 78 (nóvember 2013) | |||
| |||
Fyrsti landsleikur | |||
0–1 gegn Ungverjalandi í Búdapest, Ungverjalandi 18. desember 1921 | |||
Stærsti sigur | |||
10–0 gegn San Marino Kielce Póllandi 26. júní 1948 | |||
Mesta tap | |||
0-8 á móti Dönum Kaupmannahöfn Danmörku 26. júní 1948 | |||
Keppnir | (fyrst árið 1938) | ||
Besti árangur | 3. sæti HM 1974 , HM 1982 |
Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar fyrir hönd Póllands á alþjóðlegum vettvangi og lýtur stjórn Pólska knattspyrnusambandsins. Liðið vann Ólympíu-gull á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972. á EM 2016 tókst því að komast í 8 liða úrslit, sem er það lengsta sem það hefur komist í mótinu. Þar datt það út gegn Portúgölum í vítaspyrnukeppni.
Leikmannahópur (HM 2022)[breyta | breyta frumkóða]
Markverðir[breyta | breyta frumkóða]
- Kamil Grabara (F.C. Köbenhavn)
- Wojciech Szczęsny (Juventus FC)
- Łukasz Skorupski (Bologna)
Varnarmenn[breyta | breyta frumkóða]
- Kamil Glik (Benevento)
- Artur Jędrzejczyk (Legia Warszawa)
- Jan Bednarek (Aston Villa)
- Matty Cash (Aston Villa)
- Mateusz Wieteska (Clermont)
- Jakub Kiwior (Spezia)
- Bartosz Bereszyński (Sampdoria)
- Nicola Zalewski (Roma)
- Robert Gumny (Augsburg)
Miðjumenn[breyta | breyta frumkóða]
- Kamil Grosicki (Pogon Szczecin)
- Damian Szymański (AEK Aþena)
- Grzegorz Krychowiak (Al-Shabab)
- Piotr Zieliński (SSC Napoli)
- Przemysław Frankowski (Lens)
- Sebastian Szymański (Feyenoord)
- Damian Kądzior (Dinamo Zagreb)
- Krystian Bielik (Birmingham City)
- Dominik Furman (Wisła Płock)
- Michał Skóraś (Lech Poznań)
Sóknarmenn[breyta | breyta frumkóða]
- Robert Lewandowski (FC Barcelona)
- Krzysztof Piątek (Salernitana)
- Arkadiusz Milik (Juventus)
- Karol Świderski (Charlotte FC)
EM í knattspyrnu[breyta | breyta frumkóða]
Ár | Gestgjafar | Árangur |
---|---|---|
EM 1960 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
EM 1964 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
EM 1968 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
EM 1972 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
EM 1976 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
EM 1980 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
EM 1984 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
EM1988 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
EM 1992 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
EM1996 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
EM 2000 | ![]() ![]() |
Tóku ekki þátt |
EM 2004 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
EM 2008 | ![]() ![]() |
Riðlakeppni |
EM 2012 | ![]() ![]() |
Riðlakeppni |
EM 2016 | ![]() |
8 liða úrslit |
EM 2021 | ![]() |
Riðlakeppni |
HM í knattspyrnu[breyta | breyta frumkóða]
Ár | Gestgjafar | Árangur |
---|---|---|
HM 1930 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
HM 1934 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
HM 1938 | ![]() |
Riðlakeppni |
HM 1950 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
HM 1954 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
HM 1958 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
HM 1962 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
HM 1966 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
HM 1970 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
HM 1974 | ![]() |
Brons |
HM 1978 | ![]() |
Riðlakeppni |
HM 1982 | ![]() |
Brons |
HM 1986 | ![]() |
16. liða úrslit |
HM 1990 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
HM 1994 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
HM 1998 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
HM 2002 | ![]() ![]() |
Riðlakeppni |
HM 2006 | ![]() |
Riðlakeppni |
HM 2010 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
HM 2014 | ![]() |
Tóku ekki þátt |
HM 2018 | ![]() |
Riðlakeppni |
HM 2022 | ![]() |
16.liða úrslit |
Flestir leikir[breyta | breyta frumkóða]
- Robert Lewandowski : 136
- Jakub Błaszczykowski: 108
- Michał Żewłakow: 102
- Kamil Glik: 101
- Grzegorz Lato: 100
- Kazimierz Deyna: 97
Flest mörk[breyta | breyta frumkóða]
- Robert Lewandowski: 77
- Włodzimierz Lubański: 48
- Grzegorz Lato: 45
- Kazimierz Deyna: 41
- Ernest Pol: 39
Saga[breyta | breyta frumkóða]
Pólska Knattspyrnusambandið ""Polski Związek Piłki Nożnej"" (PZPN) var stofnað 20 december árið 1919 og það varð meðlimur í FIFA árið 1923. Fyrsti landsleikurinn sem það spilaði var 18. desember árið 1921, 0-1 tapleikur á móti Ungverjalandi í Búdapest. Pólverjar spiluðu sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti á HM 1938 í Frakklandi þeir náðu í fjórðungs úrslit enn duttu úr leik, eftir tap á móti Brasilíu í leik sem lauk 5–6 þar sem aðalmarkaskorari Pólverja í leiknum Ernst Willimowski skoraði fjögur mörk.
HM brons[breyta | breyta frumkóða]
Pólverjum tóks í fyrsta sinn að koma sér á kortið sem knattspyrnuþjóð upp úr 1970. Þeir tóku þátt á Ólympíuleikunum árið 1972 tóku þeir gull og Kazimierz Deyna var markahæsti leikmaður mótsins. Það eru einu gullverðlaun þeirra hingað til á stórmóti.
Pólverjum tókst síðan að ná í bronsverðlaun á HM 1974. Þar tókst þeim þvert á flestar spár að slá út Englendinga. Í milliriðli tókst Pólverjum síðan að sigra Júgóslavíu og Svíþjóð. Pólverjar léku síðan í undanúrslitum við nágranna sína í Vestur-Þýskalandi, Leik sem Þjóðverjar unnu 1–0. í leiknum um 3. sæti tókst Pólverjum síðan að sigra Brasilíumenn sem þá voru ríkjandi heimsmeistarar 1-0. Markakóngur mótsins Grzegorz Lato tryggði Pólverjum sigur í þessum leik.
1976 tóku Pólverjar silfur á Ólympíuleikunum eftir tap gegn Austur-Þýskalandi í úrslitaleik. 1978 tóku þeir aftur þátt á Heimsmeistaramótinu og komust upp úr riðlinum, og 1982 tókst þeim að ná aftur í Brons með því að sigra Frakka í bronsleiknum, eftir að hafa m.a slegið út sterkt lið Sovétríkjana[1]
EM 2008[breyta | breyta frumkóða]
Árið 2008 tókstPpólverjum í fyrsta sinn að tryggja sig á evrópumót en duttu fljótlega úr leik. Markahæsti leikmaður Pólverja á mótinu var Euzebiusz Smolarek.
2010-2020[breyta | breyta frumkóða]
Í undankeppni HM 2010 gekk Pólverjum illa og lentu í 5. sæti í riðlinum með bara San Marínó fyrir neðan sig. Pólverjar voru gestgjafar á EM 2012 ásamt Úkraínu og voru byggðir nýir myndalegir leikvangar fyrir það mót. Pólverjar gerðu þar jafntefli við Rússa, enn töpuðu í spennandi leik á móti Tékkum. Þeir duttu út og voru neðstir í sínum riðli. Pólverjum tókst að koma sér á EM 2016 þar sem þeir náðu sínum besta árangri hingað til. Þar náðu þeir alla leið í 8. liða úrslit enn duttu úr leik eftir tap gegn sterku liði Portúgal í vítaspyrnukeppni. Þeim tókst einnig að tryggja sig á HM 2018 það var fyrsta heimsmeistarakeppni þeirra í 12 ár. En mótið varð fremur mislukkað fyrir þá og þeir töpuðu bæði á móti Senegal og Kólumbíu. Gegn Japönum tókst þeim aftur á móti að næla sér í sigur í lokin sem hafði þó litla þýðingu, vegna þess að þeir voru þegar dottnir úr leik.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Jesper Högström (12 July 2016). „Historisk guide till fotbolls-VM“ (svenska). Populär historia. Sótt 29 April 2016.
Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]
- Ekstraklasa eða pólska úrvalsdeildin er efsta deild pólskar knattspyrnu.