Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu
Íþróttasamband | Scottish Football Association (Skoska Knattspyrnusambandið) | ||
---|---|---|---|
Álfusamband | UEFA | ||
Þjálfari | Steve Clarke | ||
Fyrirliði | Andrew Robertson | ||
FIFA sæti Hæst Lægst | 30 (20. júlí 2023) 13 ((Október 2007)) 88 ((Mars 2005)) | ||
| |||
Fyrsti landsleikur | |||
0–0 gegn Englandi, 30. nóvember 1872 | |||
Stærsti sigur | |||
11–0 gegn Írlandi, 23. febrúar 1901 | |||
Mesta tap | |||
0-7 á móti Úrúgvæ, 19. júní 1954 | |||
Keppnir | (fyrst árið 1954) | ||
Besti árangur | 16 liða úrslit (1974) |
Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu, keppir fyrir hönd Skotlands á alþjóðlegum vettvangi. Það spilaði fyrsta knattspyrnuleik sinn, í óformlegum leik gegn Englandi árið 1870 sem endaði með 1-1 jafntefli. Skotar hafa verið þekktir fyrir seinheppni í stórmótum, hafa marg oft komist í lokakeppnina, enn átt síðan átt erfitt með að komast upp úr riðlinum þegar út í sjálft mótið er komið.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Skotar eiga sér langa knattspyrnuhefð, enn hefur í gegnum tíðina reynst erfitt að komast upp úr riðilinum á heimsmeistaramótinu, þó svo þeir hafi ansi oft verið nálægt því að komast lengra í keppninni.
1950-1970: Upphafsárin
[breyta | breyta frumkóða]1950 tókst Skotum að komast á lokakeppni HM enn drógu sig úr keppni, á grundvelli þess að þeir náðu ekki að sigra riðilinn sinn þar sem tvö efstu sætin komust áfram. Í riðlinum voru öll lönd Stóra-Bretlands með England í efsta sæti, og svo Wales og Norður Írland í neðstu sætunum. Árið 1954 tókst þeim að tryggja sig aftur á lokakeppni HM, og ákváðu að draga sig ekki aftur úr keppni, í fyrsta leik töpuðu þeir fyrir Austurríki, í næsta leik voru þeir burstaðir af Úrúgvæ 7-0 og voru þar með fallnir úr keppni í samræmi við reglur mótsins.
Árið 1958 var lokakeppnin haldin í Svíþjóð og aftur tóku Skotar þátt. Í fyrsta leiknum gerðu þeir 1-1 jafntefli á móti Júgóslavíu. En töpuðu síðan gegn Paragúvæ 2-3 og gegn sterku liði Frakka 1-2 og höfnuðu í neðsta sæti riðilsins. Þann 15. apríl árið 1967 spiluðu þeir frægan leik á móti Englendingum á Wembley. England hafði ekki tapað leik síðan þeir urðu heimsmeistarar árið 1966. Skotar unnu leikinn 3-2 með mörkum Denis law, Bobby Lennox, og Jim McCalli. Stuðingsmenn Skotlands þustu þá inná völlinn og kölluðu sig óformlega heimsmeistara, meira í gríni enn alvöru þó.
1974-1996 Fastagestir á HM og fræknir sigrar
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1974 Tóku Skotar aftur þátt á Heimsmeistaramótinu, eftir að hafa mistekist þrisvar í röð að komast í lokakeppnina. Þar náðu þeir sínum besta árangri hingað til. Í fyrsta leiknum unnu þeir Zaire 2-0. Í næsta leik vrou andstæðingarnir sjálfir heimsmeistarnir frá Brasilíu. Þeim leik lauk með markalausu jafntefli og áttu Skotar því möguleika á að komast áfram í keppninni. Þeir gerðu svo jafntefli við Júgóslavíu í lokaleiknum, en duttu úr keppni á markhlutfalli.
Árið 1978 komust þeir aftur á heimsmeistaramótið. Í fyrsta leiknum töpuðu þeir gegn Perú 1-3, svo gerðu þeir 1-1 jafntefli á móti Íran , þeim tókst hinsvegar að sigra sterkt lið Hollendinga í lokaleiknum 3-2. Kenny Dalglish skoraði mark Skota. Þeim tókst einnig að tryggja sig í lokakeppnina árið 1982, enn duttu úr leik á lélegri markatölu enn Sovétríkin. Árið 1986 tókst þeim enn eitt skiptið að tryggja sig á stórmót og lentu í erfiðum riðli í þetta sinn með Vestur-Þýskalandi, Danmörku og Úrúgvæ. Það reyndist of erfitt og enn eitt skiptið þurftu þeir að sætta sig við að falla úr leik. Á EM 1996 Mættu Skotar Hollandi og Englandi og Sviss í riðlakeppninni, og það reyndist þeim of erfitt og þeir féllu þeir strax úr keppni.
2000- Ný öld, tíðindalítið
[breyta | breyta frumkóða]Öldin var framan af tíðindalítil fyrir skoska knattspyrnu. Liðinu tókst að tryggja sér sæti á EM 2021 með því að vinna Ísrael og Serbíu í umspili um laust sæti.
EM í knattspyrnu
[breyta | breyta frumkóða]ÁR | Gestgjafar | Árangur |
---|---|---|
EM 1960 | Frakkland | Tóku ekki þátt |
EM 1964 | Spánn | Tóku ekki þátt |
EM 1968 | Ítalía | Tóku ekki þátt |
EM 1972 | Belgía | Tóku ekki þátt |
EM 1976 | Júgóslavía | Tóku ekki þátt |
EM 1980 | Ítalía | Tóku ekki þátt |
EM 1984 | Frakkland | Tóku ekki þátt |
EM1988 | Þýskaland | Tóku ekki þátt |
EM 1992 | Svíþjóð | Riðlakeppni |
EM1996 | England | Riðlakeppni |
EM 2000 | Belgía & Holland | Tóku ekki þátt |
EM 2004 | Portúgal | Tóku ekki þátt |
EM 2008 | Austurríki & Sviss | Tóku ekki þátt |
EM 2012 | Pólland & Úkraína | Tóku ekki þátt |
EM 2016 | Frakkland | Tóku ekki þátt |
EM 2021 | Evrópa | Riðlakeppni |
Ár | Gestgjafar | Árangur |
---|---|---|
HM 1930 | Úrúgvæ | Tóku ekki þátt |
HM 1934 | Ítalía | Tóku ekki þátt |
HM 1938 | Frakkland | Tóku ekki þátt |
HM 1950 | Brasilía | Tóku ekki þátt |
HM 1954 | Sviss | Riðlakeppni |
HM 1958 | Svíþjóð | Riðlakeppni |
HM 1962 | Síle | Tóku ekki þátt |
HM 1966 | England | Tóku ekki þátt |
HM 1970 | Mexíkó | Tóku ekki þátt |
HM 1974 | Þýskaland | Riðlakeppni |
HM 1978 | Argentína | Riðlakeppni |
HM 1982 | Spánn | Riðlakeppni |
HM 1986 | Mexíkó | Riðlakeppni |
HM 1990 | Ítalía | 'Riðlakeppni |
HM 1994 | Bandaríkin | Tóku ekki þátt |
HM 1998 | Frakkland | Riðlakeppni |
HM 2002 | & Japan | Tóku ekki þátt |
HM 2006 | Þýskaland | Tóku ekki þátt |
HM 2010 | Suður Afríka | Tóku ekki þátt |
HM 2014 | Brasilía | Tóku ekki þátt |
HM 2018 | Rússland | Tóku ekki þátt |
HM 2022 | Katar | Tóku ekki þátt |