Cesáreo Onzari
Cesáreo Onzari | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Cesáreo Juan Onzari | |
Fæðingardagur | 11. febrúar 1903 | |
Fæðingarstaður | Buenos Aires, Argentína | |
Dánardagur | 7. janúar 1964 (60 ára) | |
Dánarstaður | Buenos Aires, Argentína | |
Leikstaða | Kantmaður | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1921-33 | Huracán | 212 (67) |
Landsliðsferill | ||
1922-1924 | Argentína | 15 (5) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Cesáreo Onzari (f. febrúar 1903 – d. janúar 1964) var argentínskur knattspyrnumaður. Hann varð Suður-Ameríkumeistari fjórfaldur argentínskur meistari með Huracán og átti stuttan en eftirtektarverðan feril með argentínska landsliðinu.
Ævi og ferill
[breyta | breyta frumkóða]Onzari hóf knattspyrnuferil sinn með liðunum Sportivo Bodeo og Mitre. Árið 1921 var hann fenginn til liðs við Huracán sem var eitt öflugasta lið Argentínu um þær mundir. Hann varð landsmeistari árin 1921, 1922, 1925 og 1928. Árið 1925 kom Onzari óvenju lítið við sögu hjá Huracán þar sem hann fór í langa Evrópuferð með Boca Juniors sem lánsmaður. Hann lagði skóna á hilluna árið 1933, tveimur árum eftir að atvinnumennska var tekin upp í Argentínu.
Á árunum 1922 til 1924 lék Onzari fimmtán landsleiki og skoraði í þeim fimm mörk. Eitt þeirra varð sérstaklega sögulegt því í viðureign Argentínu og Úrúgvæ árið 1924 skoraði hann beint úr hornspyrnu. Um var að ræða mikinn hitaleik. Úrúgvæska liðið var nýsnúið aftur frá Ólympíuleikunum 1924 sem gullverðlaunahafar. FIFA var nýbúið að breyta knattspyrnureglunum á þann hátt að mörk beint úr horni væru lögleg og mun þetta hafa verið fyrsta slíka markið. Argentínumenn kölluðu það ólympískt mark eða Gol Olimpico og hefur það nafn fest við þessa tegund marka.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Cesáreo Onzari“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. desember 2023.