Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2014

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2014 var haldið í Brasilíu dagana 12. júní til 13. júlí 2014. Heimsmeistaramótið var það 20. í röðinni en það eru haldin á fjögurra ára fresti. Þetta var í annað skiptið sem keppnin var haldin í Brasilíu en heimsmeistaramótið fór einnig fram þar í landi árið 1950. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var nálægt því að komast á mótið en tapaði í umspili fyrir Króatíu með 1 marks mun.

Val á gestgjöfum[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2003 tilkynnti FIFA að keppnin 2014 skyldi fara fram í Suður-Ameríku, það yrði jafnframt í fyrsta sinn í sögunni sem mótið yrði haldið utan Evrópu tvö skipti í röð. Aðildarlönd suður-ameríska knattspyrnusambandsins, CONMEBOL, ákváðu á fundi sínum árið 2004 að lýsa stuðningi við framboð Brasilíu sem var formlega skilað inn á árinu 2006. Þrátt fyrir samþykktina íhuguðu knattspyrnuyfirvöld í Argentínu að bjóða í keppnina og Kólumbíumenn gengu skrefi lengra og skiluðu inn umsókn. Vorið 2007 hættu Kólumbíumenn við og varð Brasilía því sjálfkjörin í hlutverk gestgjafa.

Þátttökulið[breyta | breyta frumkóða]

32 þjóðir mættu til leiks frá sex heimsálfum.

Knattspyrnuvellir[breyta | breyta frumkóða]

Rio de Janeiro, RJ
Estádio do Maracanã
Sætafjöldi: 76.935[1]
Maracana internal view april 2013.jpg
Belo Horizonte, MG
Estádio Mineirão
Sætafjöldi: 62.547
Salvador, BA
Arena Fonte Nova
Sætafjöldi: 56.000[2]
Itaipava Arena - March 2013.jpg
Cuiabá, MT
Arena Pantanal
Sætafjöldi: 42.968
(endurbyggður)
Cuiaba Arena.jpg
Fortaleza, CE
Estádio Castelão
Sætafjöldi: 64.846[3]
Fortaleza Arena.jpg
Porto Alegre, RS
Estádio Beira-Rio
Sætafjöldi: 51.300[4]
(endurbyggður)
Estádio Beira-Rio (2014) - 2.jpg
Recife, PE
Arena Pernambuco
Sætafjöldi: 46.154
Itaipava Arena Pernambuco 2013.jpg
Curitiba, PR
Arena da Baixada
Sætafjöldi: 43.900
(uppfærður)
Arenadabaixada2.jpg
Brasilía, DF São Paulo, SP
Estádio Nacional Mané Garrincha[5] Arena de São Paulo
Sætafjöldi: 70.042[6] Sætafjöldi: 68.000
(nýr leikvangur)
Estádio Nacional de Brasília.JPG Arena de Itaquera (2014) - 2.jpg
Manaus, AM Natal, RN
Arena Amazônia Arena das Dunas
Sætafjöldi: 42.374
(endurbyggður)
Sætafjöldi: 42.086
(endurbyggður)
Arena Amazônia (2014) - 2.jpg

Keppnin[breyta | breyta frumkóða]

Riðlakeppnin[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit.

A riðill[breyta | breyta frumkóða]

Króatar komust yfir í opnunarleiknum gegn heimamönnum en brasilíska liðinu tókst að snúa leiknum sér í vil með 3:1 sigri. Í næstu umferð tók við tilþrifalítið markalaust jafntefli gegn Mexíkó sem náði öðru sætinu á eftir Brasilíu. Kamerún lauk keppni án stiga.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Brazil.svg Brasilía 3 2 1 0 7 2 +5 7
2 Flag of Mexico.svg Mexíkó 3 2 1 0 4 1 +3 7
3 Flag of Croatia.svg Króatía 3 1 0 2 6 6 0 3
4 Flag of Cameroon.svg Kamerún 3 0 0 3 1 9 -8 0

12. júní - Arena de São Paulo, São Paulo

  • Flag of Brazil.svg Brasilía 3 : 1 Flag of Croatia.svg Króatía

13. júní - Arena das Dunas, Natal

  • Flag of Mexico.svg Mexíkó 1 : 0 Flag of Cameroon.svg Kamerún

17. júní - Estádio Castelão, Fortaleza

  • Flag of Brazil.svg Brasilía 0 : 0 Flag of Mexico.svg Mexíkó

18. júní - Arena da Amazônia, Manaus

  • Flag of Cameroon.svg Kamerún 0 : 4 Flag of Croatia.svg Króatía

23. júní - Estádio Nacional Mané Garrincha, Brasília

  • Flag of Cameroon.svg Kamerún 1 : 4 Flag of Brazil.svg Brasilía

23. júní - Itaipava Arena Pernambuco, Recife

  • Flag of Croatia.svg Króatía 1 : 3 Flag of Mexico.svg Mexíkó

B riðill[breyta | breyta frumkóða]

Enn eitt heimsmeistaramótið í röð mistókst meisturunum frá fyrri keppni að komast upp úr riðlakeppninni þegar Spánverjar sátu eftir með þrjú stig, fyrir sigur á Áströlum sem töpuðu öllum sínum leikjum. Hollendingar voru funheitir og luku keppni með fullt hús stiga og Síle náði öðru sæti eftir 2:0 sigur á heimsmeisturunum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of the Netherlands.svg Holland 3 3 0 0 10 3 +7 9
2 Flag of Chile.svg Síle 3 2 0 1 5 3 +2 6
3 Flag of Spain.svg Spánn 3 1 0 2 4 7 -3 3
4 Flag of Australia.svg Ástralía 3 0 0 3 3 9 -6 0

13. júní - Itaipava Arena Fonte Nova, Salvador

  • Flag of Spain.svg Spánn 1 : 5 Flag of the Netherlands.svg Holland

13. júní - Arena Pantanal, Cuiabá

  • Flag of Chile.svg Síle 3 : 1 Flag of Australia.svg Ástralía

18. júní - Estádio Beira-Rio, Porto Alegre

  • Flag of Australia.svg Ástralía 2 : 3 Flag of the Netherlands.svg Holland

18. júní - Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro

  • Flag of Spain.svg Spánn 0 : 2 Flag of Chile.svg Síle

23. júní - Arena da Baixada, Curitiba

  • Flag of Australia.svg Ástralía 0 : 3 Flag of Spain.svg Spánn

23. júní - Arena de São Paulo, São Paulo

  • Flag of the Netherlands.svg Holland 2 : 0 Flag of Chile.svg Síle

C riðill[breyta | breyta frumkóða]

Það blés ekki byrlega fyrir Grikkjum sem töpuðu 3:0 fyrir Kólumbíu í fyrsta leik. Kólumbíska liðið endaði hins vegar á að vinna alla leiki sína. Japan sat rækilega á botninum með aðeins eitt stig eftir jafntefli við Grikki. Fílabeinsströndinni dugði því jafntefli í lokaleiknum gegn gríska liðinu og sú virtist ætla að verða raunin allt fram í þriðju múnútu uppbótartíma þegar Samaras skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu og Afríkumennirnir sátu eftir með sárt ennið.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Colombia.svg Kólumbía 3 3 0 0 9 2 +7 9
2 Flag of Chile.svg Síle 3 1 1 1 2 4 -2 4
3 Flag of Côte d'Ivoire.svg Fílabeinsströndin 3 1 0 2 4 5 -q 3
4 Flag of Japan.svg Japan 3 0 1 2 2 6 -4 1

14. júní - Estádio Mineirão, Belo Horizonte

  • Flag of Colombia.svg Kólumbía 3 : 0 Flag of Greece.svg Grikkland

14. júní - Arena da Amazônia, Manaus

  • Flag of Côte d'Ivoire.svg Fílabeinsströndin 2 : 1 Flag of Japan.svg Japan

19. júní - Arena de São Paulo, São Paulo

  • Flag of Colombia.svg Kólumbía 2 : 1 Flag of Côte d'Ivoire.svg Fílabeinsströndin

19. júní - Itaipava Arena Pernambuco, Recife

  • Flag of Japan.svg Japan 0 : 0 Flag of Greece.svg Grikkland

24. júní - Arena das Dunas, Natal

  • Flag of Japan.svg Japan 1 : 4 Flag of Colombia.svg Kólumbía

24. júní - Estádio Mineirão, Belo Horizonte

  • Flag of Greece.svg Grikkland 2 : 1 Flag of Côte d'Ivoire.svg Fílabeinsströndin

D riðill[breyta | breyta frumkóða]

Úrslitin í D-riðli komu flestum á óvart. Kosta Ríka sem talið var lakasta liðið nældi sér í toppsætið með því að skella Úrúgvæ og Ítölum. Í lokaleiknum gerði liðið jafntefli við England og reyndist það eina stig Englendinga í keppninni. Úrúgvæ og Ítalía mættust í hreinum úrslitaleik um annað sætið þar sem Suður-Ameríkumennirnir urðu að sækja sigur. Það tókst en úrslitin reyndust dýrkeypt því þeirra helsti leikmaður, Luis Suárez, varð uppvís að því að bíta mótherja í leiknum og hlaut langt keppnisbann.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Costa Rica.svg Kosta Ríka 3 2 1 0 4 1 +3 7
2 Flag of Uruguay.svg Úrúgvæ 3 2 0 1 4 4 0 6
3 Flag of Italy.svg Ítalía 3 1 0 2 2 3 -1 3
4 Flag of England.svg England 3 0 1 2 2 4 -2 1

14. júní - Estádio Castelão, Fortaleza

  • Flag of Uruguay.svg Úrúgvæ 1 : 3 Flag of Costa Rica.svg Kosta Ríka

14. júní - Arena da Amazônia, Manaus

  • Flag of England.svg England 1 : 2 Flag of Italy.svg Ítalía

19. júní - Arena de São Paulo, São Paulo

  • Flag of Uruguay.svg Úrúgvæ 2 : 1 Flag of England.svg England

20. júní - Itaipava Arena Pernambuco, Recife

  • Flag of Italy.svg Ítalía 0 : 1 Flag of Costa Rica.svg Kosta Ríka

24. júní - Arena das Dunas, Natal

  • Flag of Italy.svg Ítalía 0 : 1 Flag of Uruguay.svg Úrúgvæ

24. júní - Estádio Mineirão, Belo Horizonte

  • Flag of Costa Rica.svg Kosta Ríka 0 : 0 Flag of England.svg England

E riðill[breyta | breyta frumkóða]

Hondúras tapaði öllum þremur leikjum sínum í E-riðli á meðan Frakkar unnu tvo fyrstu leikina og dugði því markalaust jafntefli í lokaleiknum gegn Ekvador til að gulltryggja toppsætið. Ekvador hefði hins vegar þurft á sigri að halda og Svisslendingar tóku seinna sætið í 16-liða úrslitunum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of France.svg Frakkland 3 2 1 0 8 2 +6 7
2 Flag of Switzerland.svg Sviss 3 2 0 1 7 6 +1 6
3 Flag of Ecuador.svg Ekvador 3 1 1 1 3 3 0 4
4 Flag of Honduras.svg Hondúras 3 0 0 3 1 8 -7 0

15. júní - Estádio Nacional Mané Garrincha, Brasília

  • Flag of Switzerland.svg Sviss 2 : 1 Flag of Ecuador.svg Ekvador

15. júní - Estádio Beira-Rio, Porto Alegre

  • Flag of France.svg Frakkland 3 : 0 Flag of Honduras.svg Hondúras

20. júní - Itaipava Arena Fonte Nova, Salvador

  • Flag of Switzerland.svg Sviss 2 : 5 Flag of France.svg Frakkland

20. júní - Arena da Baixada, Curitiba

  • Flag of Honduras.svg Hondúras 1 : 2 Flag of Ecuador.svg Ekvador

25. júní - Arena da Amazônia, Manaus

  • Flag of Honduras.svg Hondúras 0 : 3 Flag of Switzerland.svg Sviss

25. júní - Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro

  • Flag of Ecuador.svg Ekvador 0 : 0 Flag of France.svg Frakkland

F riðill[breyta | breyta frumkóða]

Bosníumenn skoruðu fljótasta sjálfsmark í sögu HM, eftir tvær mínútur og níu sekúndur í tapleik gegn Argentínu. Argentínska liðið vann alla sína leiki en sigurmarkið gegn Írönum kom þó ekki fyrr en í uppbótartíma. Hinn eiginlegi úrslitaleikur um annað sætið var á milli Nígeríu og Bosníu í annarri umferðinni þar sem Afríkumennirnir unnu góðan sigur.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Argentina.svg Argentína 3 3 0 0 6 3 +3 9
2 Flag of Nigeria.svg Nígería 3 1 1 1 3 3 0 4
3 Flag of Bosnia and Herzegovina.svg Bosnía 3 1 0 2 4 4 0 3
4 Flag of Iran.svg Íran 3 0 1 2 1 4 -3 1

15. júní - Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro

  • Flag of Argentina.svg Argentína 2 : 1 Flag of Bosnia and Herzegovina.svg Bosnía

16. júní - Arena da Baixada, Curitiba

  • Flag of Iran.svg Íran 0 : 0 Flag of Nigeria.svg Nígería

21. júní - Estádio Mineirão, Belo Horizonte

  • Flag of Argentina.svg Argentína 1 : 0 Flag of Iran.svg Íran

21. júní - Arena Pantanal, Cuiabá

  • Flag of Nigeria.svg Nígería 1 : 0 Flag of Bosnia and Herzegovina.svg Bosnía

25. júní - Estádio Beira-Rio, Porto Alegre

  • Flag of Nigeria.svg Nígería 2 : 3 Flag of Argentina.svg Argentína

25. júní - Itaipava Arena Fonte Nova, Salvador

  • Flag of Bosnia and Herzegovina.svg Bosnía 3 : 1 Flag of Iran.svg Íran

G riðill[breyta | breyta frumkóða]

Búist var við hörkuviðureign milli Þýskalands og Portúgal í fyrsta leik en annað kom á daginn. Þjóðverjar unnu auðveldlega 4:0 þar sem Thomas Müller skoraði þrennu. Þessi skellur gerði það að verkum að jafntefli við Bandaríkin í næstu umferð setti Portúgali nær örugglega úr leik. Aron Jóhannsson kom inná fyrir bandaríska liðið í sigurleik á móti Gana í fyrstu umferð. Bandaríkjamenn fylgdu Þjóðverjum áfram en frammistaða Gana og Portúgal olli miklum vonbrigðum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Germany.svg Þýskaland 3 2 1 0 7 2 +5 7
2 Flag of the United States.svg Bandaríkin 3 1 1 1 4 4 0 4
3 Flag of Portugal.svg Portúgal 3 1 1 1 4 7 -3 4
4 Flag of Ghana.svg Gana 3 0 1 2 4 6 -2 1

16. júní - Itaipava Arena Fonte Nova, Salvador

  • Flag of Germany.svg Þýskaland 4 : 0 Flag of Portugal.svg Portúgal

16. júní - Arena das Dunas, Natal

  • Flag of Ghana.svg Gana 1 : 2 Flag of the United States.svg Bandaríkin

21. júní - Estádio Castelão, Fortaleza

  • Flag of Germany.svg Þýskaland 2 : 2 Flag of Ghana.svg Gana

22. júní - Arena da Amazônia, Manaus

  • Flag of the United States.svg Bandaríkin 2 : 2 Flag of Portugal.svg Portúgal

26. júní - Itaipava Arena Pernambuco, Recife

  • Flag of the United States.svg Bandaríkin 0 : 1 Flag of Germany.svg Þýskaland

26. júní - Estádio Nacional Mané Garrincha, Brasília

  • Flag of Portugal.svg Portúgal 2 : 1 Flag of Ghana.svg Gana

H riðill[breyta | breyta frumkóða]

Belgar þurftu ekki nema fjögur mörk til að landa þremur sigrum og fullu húsi stiga í H-riðlinum. Suður-Kórea náði aðeins einu stigi, í jafntefli á móti Rússum. Það reyndist þeim síðarnefndu dýrkeypti og Alsír hirti seinna sætið í útsláttarkeppninni.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Flag of Belgium.svg Belgía 3 3 0 0 4 1 +3 9
2 Flag of Algeria.svg Alsír 3 1 1 1 6 5 +1 4
3 Flag of Russia.svg Rússland 3 0 2 1 2 3 -1 2
4 Flag of South Korea.svg Suður-Kórea 3 0 1 2 3 6 -3 1

17. júní - Estádio Mineirão, Belo Horizonte

  • Flag of Belgium.svg Belgía 2 : 1 Flag of Algeria.svg Alsír

17. júní - Arena Pantanal, Cuiabá

  • Flag of Russia.svg Rússland 1 : 1 Flag of South Korea.svg Suður-Kórea

22. júní - Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro

  • Flag of Belgium.svg Belgía 1 : 0 Flag of Russia.svg Rússland

22. júní - Estádio Beira-Rio, Porto Alegre

  • Flag of South Korea.svg Suður-Kórea 2 : 4 Flag of Algeria.svg Alsír

26. júní - Arena de São Paulo, São Paulo

  • Flag of South Korea.svg Suður-Kórea 0 : 1 Flag of Belgium.svg Belgía

26. júní - Arena da Baixada, Curitiba

  • Flag of Algeria.svg Alsír 1 : 1 Flag of Russia.svg Rússland

Útsláttarkeppni[breyta | breyta frumkóða]

16. liða úrslit[breyta | breyta frumkóða]

Brasilía þurfti vítakeppni til að komast í fjórðungsúrslitin eftir leik við Síle sem var í járnum allan tímann. Lið Úrúgvæ var slegið út af laginu eftir langt keppnisbann Luis Suárez eftir lokaleik riðlakeppninnar. Kólumbíska liðið var mun sterkara í leik liðanna og James Rodríguez skoraði glæsimark sem valið var mark mótsins. Mexíkó virtist loksins ætla að komast í fjórðungsúrslit þar sem liðið leiddi gegn Hollendingum þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en tvö hollensk mörk í lokin sneru dæminu við. Grikkir náðu að jafna í uppbótartíma gegn spútnikliði Kosta Ríka en máttu sætta sig við tap í vítaspyrnukeppni. Frakkar brutu ísinn gegn Nígeríu eftir slæm mistök markvarðar andstæðinganna og gulltryggðu sigur sinn í blálokin. Þjóðverjar og Alsíringar höfðu mæst í minnisstæðri viðureign á HM 1982, þá vann Alsír en Þjóðverjar komu fram hefndum eftir framlengingu að þessu sinni. Argentína mátti hafa mikið fyrir því að leggja Svisslendinga að velli. Þeir síðarnefndu vörðust stíft og voru nærri búnir að knýja fram vítaspyrnukeppni í blálokin en skot þeirra small í stönginni. Tim Howard, markvörður Bandaríkjanna, setti nýtt met í sögu úrslitakeppni HM þegar hann varð fimmtán skot gegn Belgum, en það dugði liði hans þó ekki til að komast áfram.

28. júní - Estádio Mineirão, Belo Horizonte, áh. 57.714

28. júní - Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro, áh. 72.804

29. júní - Estádio Castelão, Fortaleza, áh. 58.817

29. júní - Itaipava Arena Pernambuco, Recife, áh. 41.242

30. júní - Estádio Nacional Mané Garrincha, Brasília, áh. 67.882

30. júní - Estádio Beira-Rio, Porto Alegre, áh. 43.063

1. júlí - Arena Corinthians, São Paulo, áh. 63.255

1. júlí - Itaipava Arena Fonte Nova, Salvador, áh. 51.227

Fjórðungsúrslit[breyta | breyta frumkóða]

Argentínumenn, Brasilíumenn og Þjóðverjar unnu sínar viðureignir í fjórðungsúrslitum, í öllum tilvikum eftir að hafa komist yfir snemma leiks. Það varpaði þó skugga á sigur heimamanna að Neymar meiddist illa og gat ekki keppt meira á mótinu. Hollendingar þurftu vítaspyrnukeppni til að vinna sigur á spútnikliði Kosta Ríka.

4. júlí - Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro, áh. 74.240

4. júlí - Estádio Castelão, Fortaleza, áh. 60.342

5. júlí - Estádio Nacional Mané Garrincha, Brasília, áh. 68.551

5. júlí - Itaipava Arena Fonte Nova, Salvador, áh. 51.179

Undanúrslit[breyta | breyta frumkóða]

Fjarvera Neymars vegna meiðsla sló brasilíska landsliðið gjörsamlega út af laginu og hrunið varð algjört á móti sterku þýsku liði. Lokastaðan, 1:7, reyndist stærsta tap Brasilíu frá árinu 1920. Í hinum undanúrslitaleiknum unnu Argentínumenn sigur á Hollendingum í vítaspyrnukeppni.

8. júlí - Estádio Mineirão, Belo Horizonte, áh. 56.141

9. júlí - Arena Corinthians, São Paulo, áh. 63.267

Bronsleikur[breyta | breyta frumkóða]

Hrakfarir Brasilíumanna eftir undanúrslitin héldu áfram í leiknum um þriðja sætið. Vængbrotið lið heimamanna tapaði 3:0 og fékk því í allt fjórtán mörk á sig í keppninni, meira en nokkurt annað gestalið í sögunni. Vítaspyrnumark Robin van Persie á upphafsmínútunum kom honum í fjögur mörk.

12. júlí - Estádio Nacional Mané Garrincha, Brasília, áh. 68.034

Úrslitaleikur[breyta | breyta frumkóða]

Þýskaland og Argentína mættust í þriðja sinn í úrslitum, sem var met. Áður höfðu þjóðirnar mæst á HM 1986 og HM 1990. Eftir markalaust jafntefli í venjulegum leiktíma þurfti að grípa til framlengingar þar sem Mario Götze skoraði eina markið e. 113 mínútur. Þjóðverjar urðu þar með fyrsta Evrópuþjóðin til að verða heimsmeistari í keppni sem fram fór á vesturhveli.

13. júlí - Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro, áh. 74.738

Markahæstu leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

James Rodríguez hreppti gullskó FIFA, fyrstur Kólumbíumanna, með sex mörk skoruð. Alls voru 171 mark skorað af 121 leikmanni, þar af voru fimm sjálfsmörk.

6 mörk
5 mörk
4 mörk

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Heimsmeistarmót landsliða í knattspyrnu karla 2018

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Estadio do Maracana - Rio De Janeiro“. fifa.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 21 október 2013. Sótt 2 June 2013.
  2. „Arena Fonte Nova - Salvador Stadium“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. október 2013. Sótt 19. júní 2013.
  3. „Estadio Castelao - Fortaleza“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. október 2013. Sótt 19. júní 2013.
  4. „Site oficial do Sport Club Internacional - Projeto Gigante Para Sempre“. Internacional.com.br. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 apríl 2014. Sótt 25 May 2013.
  5. „Estádio Nacional Mané Garrincha“. FIFA.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. október 2013. Sótt 14 de junho de 2013.
  6. Fifa admite adotar nome Mané Garrincha em estádio de Brasília na Copa