Fara í innihald

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1994

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá HM 1994)
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu 1994
World Cup USA '94
Upplýsingar móts
MótshaldariBandaríkin
Lið24
Leikvangar9 (í 9 borgum)
Sætaröðun
Meistarar Brasilía
Í öðru sæti Ítalía
Í þriðja sæti Svíþjóð
Í fjórða sæti Búlgaría
Tournament statistics
Leikir spilaðir52
Mörk skoruð141 (2,71 á leik)
Áhorfendur3.597.042 (69.174 á leik)

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1994 var í 15. sinn sem heimsmeistaramótið var haldið. Keppnin var haldin í Bandaríkjunum 17. júní til 17. júlí árið 1994.

Val á gestgjöfum

[breyta | breyta frumkóða]

Auk Bandaríkjanna sóttust Brasilía og Marokkó eftir að halda keppnina. Þegar atkvæði voru greidd þann 4. júlí 1988 þurfti einungis eina umferð þar sem Bandaríkin fengu rétt rúmlega helming atkvæða. Á þeim tímapunkti höfðu Bandaríkin ekki komist í úrlsitakeppni HM frá því í Brasilíu 1950, en FIFA batt miklar vonir við að keppnin gæti aukið áhuga á íþróttinni í landinu. Jákvæðar undirtektir Bandaríkjamanna við knattspyrnu á ÓL 1984 höfðu einnig áhrif á ákvörðunina.

Meðal skilyrða Alþjóðaknattspyrnusambandsins fyrir því að mótið færi fram í Bandaríkjunum var að komið yrði á laggirnar atvinnudeildarkeppni. Bandaríska úrvalsdeildin hóf göngu sína árið 1996. Öllum hugmyndum um að gera breytingar á reglunum til að auka áhuga bandarískra áhorfenda, s.s. að stækka mörkin eða taka upp aukaleikhlé var sópað út af borðinu.

Undankeppni

[breyta | breyta frumkóða]

Forkeppnin hófst 21. mars 1992 og lauk þann 17. nóvember 1993. Júgóslavíu var vikið úr keppni vegna borgarastyrjaldar í landinu og Síle var enn í keppnisbanni eftir að hafa reynt að sviðsetja meiðsli markvarðar síns í forkeppni HM fjórum árum fyrr. Ekkert bresku landanna fjögurra komst í úrslitin en landslið Írlands var í fyrsta sinn með í úrslitum. Óvæntast var þó að Frakkar, Evrópumeistarar 1984 og gestgjafar næstu Heimsmeistarakeppni máttu sitja heima á kostnað búlgarska liðsins.

Þátttökulið

[breyta | breyta frumkóða]

24 þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum.

Pasadena, Kalifornía
(Los Angeles)
Stanford, California
(San Francisco)
Pontiac, Michigan
(Detroit)
Stanford Stadium Pontiac Silverdome Giants Stadium
Áhorfendur: 84.147 Áhorfendur: 77.557 Áhorfendur: 76.322
East Rutherford, New Jersey
(New York/New Jersey)
Dallas, Texas Chicago, Illinois
Rose Bowl Cotton Bowl Soldier Field
Áhorfendur: 94.194 Áhorfendur: 64.000 Áhorfendur: 63.160
Orlando, Flórída Foxborough, Massachusetts
(Boston)
Washington, D.C.
Citrus Bowl Foxboro Stadium Robert F. Kennedy Memorial Stadium
Áhorfendur: 62.387 Áhorfendur: 54.456 Áhorfendur: 53.121

Hundurinn Striker var valinn sem lukkudýr keppninnar. Það var hundur með mannlega eiginleika í knattspyrnubúningi í bandarísku fánalitunum. Striker var hannaður af teiknurum Warner Bros.

Riðlakeppnin

[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í sex riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit, auk þeirra fjögurra liða í þriðja sæti sem bestum árangri náðu.

Þrjú lið komust áfram úr A-riðlinum, en ekki þó kólumbíska landsliðið sem talið hafði verið líklegt til stórafreka í keppninni. 2:0 sigur þeirra á Svisslendingum í lokaleiknum dugði ekki til þar sem Rúmenar unu heimamenn á sama tíma og skutust þannig af botninum og upp í efsta sætið. Það varpaði skugga á mótið að Kólumbíumaðurinn Andrés Escobar sem skoraði sjálfsmark í fyrsta leik var myrtur í heimalandi sínu þegar heim var komið.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Rúmenía 3 2 0 1 5 5 0 6
2 Sviss 3 1 1 1 5 4 +1 4
3 Bandaríkin 3 1 1 1 3 3 0 4
4 Kólumbía 3 1 0 2 4 5 -1 3
18. júní 1994
Bandaríkin 1-1 Sviss Pontiac Silverdome, Pontiac
Áhorfendur: 73.425
Dómari: Francisco Oscar Lamolina
Wynalda 44 Bregy 39
18. júní 1994
Kólumbía 1-3 Rúmenía Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 91.856
Dómari: Jamal Al Sharif
Valencia 43 Răducioiu 15, 89, Hagi 34
22. júní 1994
Rúmenía 1-4 Sviss Pontiac Silverdome, Pontiac
Áhorfendur: 61.428
Dómari: Neji Jouini
Hagi 35 Sutter 16, Chapuisat 52, Knup 65, 72
22. júní 1994
Bandaríkin 2-1 Kólumbía Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 93.869
Dómari: Fabio Baldas
Escobar 35 (sjálfsm.), Stewart 52 Valencia 90
26. júní 1994
Sviss 0-2 Kólumbía Stanford Stadium, Stanford
Áhorfendur: 83.401
Dómari: Peter Mikkelsen
Gaviria 44, Lozano 90
26. júní 1994
Bandaríkin 0-1 Rúmenía Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 93.869
Dómari: Mario van der Ende
Petrescu 18

Brasilíumenn fóru vandræðalítið upp úr riðlinum og þurftu einungis jafntefli í lokaleiknum við Svía eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikina. Oleg Salenko kom Rússum yfir í leiknum við Svía en Skandinavarnir svöruðu með þremur mörkum, sem gerði út um vonir Rússa í keppninni. Þeir náðu þó að bjarga andlitinu með 6:1 stórsigri á Kamerún í lokaleiknum þar sem Salenko setti nýtt met á HM með því að skora fimm mörk. Kamerún endaði því á botninum með eitt stig, sem voru sár vonbrigði fyrir spútniklið keppninnar fjórum árum fyrr.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Brasilía 3 2 1 0 6 1 +5 7
2 Svíþjóð 3 1 2 0 6 4 +2 5
3 Rússland 3 1 0 2 7 6 +1 3
4 Kamerún 3 0 1 2 3 11 -8 1
19. júní 1994
Kamerún 2-2 Svíþjóð Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 93.194
Dómari: Alberto Tejada Noriega
Embé 31, Omam-Biyik 47 Ljung 8, Dahlin 75
20. júní 1994
Brasilía 2-0 Rússland Stanford Stadium, Stanford
Áhorfendur: 81.061
Dómari: Lim Kee Chong
Romário 26, Raí 52
24. júní 1994
Brasilía 2-0 Kamerún Stanford Stadium, Stanford
Áhorfendur: 83.401
Dómari: Arturo Brizio Carter
Romário 39, Márcio Santos 66, Bebeto 73
24. júní 1994
Svíþjóð 3-1 Rússland Pontiac Silverdome, Pontiac
Áhorfendur: 71.528
Dómari: Joël Quiniou
Brolin 39, Dahlin 60, 82 Salenko 6
28. júní 1994
Rússland 6-1 Kamerún Stanford Stadium, Stanford
Áhorfendur: 74.914
Dómari: Jamal Al Sharif
Salenko 15, 41, 44, 72, 75 Radchenko 81 Milla 44
28. júní 1994
Brasilía 1-1 Svíþjóð Pontiac Silverdome, Pontiac
Áhorfendur: 77.217
Dómari: Sándor Puhl
Romário 47 K. Andersson 23

Þjóðverjar unnu Bólivíu í opnunarleik keppninnar, 1:0. Sama dag komu Suður-Kóreumenn verulega á óvart með því að ná jafntefli gegn Spánverjum þrátt fyrir að hafa verið 2:0 undir þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Litlu mátti muna að Asíubúarnir endurtækju afrekið í lokaleiknum gegn Þýskalandi, þar sem Þjóðverjar komust í 3:0 en leiknum lauk 3:2 og evrópsku liðin tvö komust áfram í næstu umferð.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Þýskaland 3 2 1 0 5 3 +2 7
2 Spánn 3 1 2 0 6 4 +2 5
3 Suður-Kórea 3 0 2 1 4 5 -1 2
4 Bólivía 3 0 1 2 1 4 -3 1
17. júní 1994
Þýskaland 1-0 Bólivía Soldier Field, Chicago
Áhorfendur: 63.117
Dómari: Arturo Brizio Carter
Klinsmann 61
17. júní 1994
Spánn 2-2 Suður-Kórea Cotton Bowl, Dallas
Áhorfendur: 56.247
Dómari: Peter Mikkelsen
Salinasn 51, Goikoetxea 55 Hong Myung-bo 85, Seo Jung-won 90
21. júní 1994
Þýskaland 1-1 Spánn Soldier Field, Chicago
Áhorfendur: 63.113
Dómari: Filippi Cavani
Klinsmann 48 Goikoetxea 14
23. júní 1994
Suður-Kórea 0-0 Bólivía Foxboro Stadium, Foxborough
Áhorfendur: 54.453
Dómari: Leslie Mottram
27. júní 1994
Bólivía 1-3 Spánn Soldier Field, Chicago
Áhorfendur: 63.089
Dómari: Rodrigo Badilla
Sánchez 67 Guardiola 19, Caminero 66, 70
27. júní 1994
Þýskaland 3-2 Suður-Kórea Cotton Bowl, Dallas
Áhorfendur: 63.998
Dómari: Joël Quiniou
Klinsmann 12, 37, Riedle 20 Hwang Sun-hong 52, Hong Myung-bo 83

Argentínumenn voru af mörgum taldir sigurstranglegasta lið keppninnar og byrjuðu þeir með látum í 4:0 sigri á Grikkjum og því næst 2:1 sigri á Nígeríu, sem vakið hafði athygli fyrir stórsigur sinn á Búlgörum í fyrsta leik. Draumurinn breyttist snögglega í martröð þegar fyrirliðinn Diego Maradona féll á lyfjaprófi. Vængbrotnir Argenínumennirnir töpuðu lokaleiknum gegn Búlgörum og máttu sætta sig við þriðja sætið í riðlinum á jafnmörgum stigum en lakara markahlutfalli og innbyrðisviðureignum en Búlgarir og Nígeríumenn. Öll þrjú liðin komust þó áfram í næstu umferð.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Nígería 3 2 0 1 6 2 +4 6
2 Búlgaría 3 2 0 1 6 3 +3 6
3 Argentína 3 2 0 1 6 3 +3 6
4 Grikkland 3 0 0 3 0 10 -10 0
21. júní 1994
Argentína 4-0 Grikkland Foxboro Stadium, Foxborough
Áhorfendur: 54.456
Dómari: Arturo Angeles
Batistuta 2, 44, 90, Maradona 60
21. júní 1994
Nígería 3-0 Búlgaría Cotton Bowl, Dallas
Áhorfendur: 44.132
Dómari: Rodrigo Badilla
Yekini 21, Amokachi 42, Amunike 55
25. júní 1994
Argentína 2-1 Nígería Foxboro Stadium, Foxborough
Áhorfendur: 54.453
Dómari: Bo Karlsson
Caniggia 21, 28 Siasia 8
26. júní 1994
Búlgaría 4-0 Grikkland Soldier Field, Chicago
Áhorfendur: 63.160
Dómari: Ali Bujsaim
Stoichkov 5, 55, Letchkov 65, Borimirov 90
30. júní 1994
Argentína 0-2 Búlgaría Cotton Bowl, Dallas
Áhorfendur: 63.998
Dómari: Neji Jouini
Stoichkov 61, Sirakov 90+3
30. júní 1994
Grikkland 0-2 Nígería Foxboro Stadium, Foxborough
Áhorfendur: 53.001
Dómari: Leslie Mottram
George 45+2, Amokachi 90+5

Átta mörk voru skoruð í leikjunum sex í E-riðli, sem lauk á þann hátt að öll liðin fjögur luku keppni með jafnmörg stig. Því þurfti að horfa til markatölu og innbyrðisleikja. Mexíkó, sem tapaði fyrir Noregi í fyrsta leik, fékk toppsætið út á flest mörk skoruð. Írar og Ítalir voru með markatöluna 2:2 bæði lið, en írska liðið hlaut annað sætið útaf sigri í innbyrðisleiknum. Þriðja sætið dugði Ítölum til að komast áfram í keppninni. Liðið hafði unnið Norðmenn í annarri umferðinni 1:0 þrátt fyrir að vera manni færri í sjötíu mínútur. Norska landsliðið, sem hafði hæst komist í annað sæti heimslista FIFA nokkrum mánuðum fyrir keppnina sat eftir með sárt ennið á botni riðilsins.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Mexíkó 3 1 1 1 3 3 0 4
2 Írland 3 1 1 1 2 2 0 4
3 Ítalía 3 1 1 1 2 2 0 4
4 Noregur 3 1 1 1 1 1 0 4
18. júní 1994
Ítalía 0-1 Írland Giants Stadium, East Rutherford
Áhorfendur: 75.338
Dómari: Mario van der Ende
Houghton 11
19. júní 1994
Noregur 1-0 Mexíkó RFK Stadium, Washington
Áhorfendur: 52.395
Dómari: Sándor Puhl
Rekdal 84
23. júní 1994
Ítalía 0-1 Noregur Giants Stadium, East Rutherford
Áhorfendur: 74.624
Dómari: Hellmut Krug
D. Baggio 69
19. júní 1994
Mexíkó 2-1 Írland Citrus Bowl, Orlando
Áhorfendur: 60.790
Dómari: Kurt Röthlisberger
García 42, 65 Aldridge 84
28. júní 1994
Mexíkó 1-1 Ítalía RFK Stadium, Washington
Áhorfendur: 52.535
Dómari: Francisco Oscar Lamolina
Massaro 48 Bernal 57
28. júní 1994
Írland 0- Noregur Giants Stadium, East Rutherford
Áhorfendur: 72.404
Dómari: José Torres Cadena

Hollendingar og Belgar voru taldir hafa dottið í lukkupottinn þegar dregið var í riðla, enda Marokkó og Sádi-Arabía ekki talin líkleg til stórræða. Belgar unnu tvo fyrstu leiki sína, gegn Marokkó og grönnum sínum Hollendingum en máttu þó sætta sig við þriðja sætið í riðlinum eftir tap gegn spútnikliði Sáda, sem náðu mjög óvænt öðru sæti. Marokkó hélt heim án stiga.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Holland 3 2 0 1 4 3 +1 6
2 Sádi-Arabía 3 2 0 1 4 3 +1 6
3 Belgía 3 2 0 1 2 1 +1 6
4 Marokkó 3 0 0 3 2 5 -3 0
19. júní 1994
Belgía 1-0 Marokkó Citrus Bowl, Orlando
Áhorfendur: 61.219
Dómari: José Torres Cadena
Degryse 11
20. júní 1994
Holland 2-1 Sádi-Arabía RFK Stadium, Washington
Áhorfendur: 50.535
Dómari: Manuel Díaz Vega
Jonk 50, Taument 86 Anwar 18
25. júní 1994
Sádi-Arabía 2-1 Marokkó Giants Stadium, East Rutherford
Áhorfendur: 76.322
Dómari: Philip Don
Al-Jaber 7, Anwar 45 Chaouch 26
25. júní 1994
Belgía 1-0 Holland Citrus Bowl, Orlando
Áhorfendur: 62.387
Dómari: Renato Marsiglia
Albert 65
29. júní 1994
Belgía 0-1 Sádi-Arabía RFK Stadium, Washington
Áhorfendur: 52.959
Dómari: Hellmut Krug
Al-Owairan 5
29. júní 1994
Marokkó 1-2 Holland Citrus Bowl, Orlando
Áhorfendur: 60.578
Dómari: Alberto Tejada Noriega
Nader 47 Bergkamp 43, Roy 77

Útsláttarkeppnin

[breyta | breyta frumkóða]

Tvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi.

16-liða úrslit

[breyta | breyta frumkóða]

Ítalir komust í hann krappann gegn Nígeríumönnum, jöfnuðu undir lokin og knúðu að lokum fram sigur með vítaspyrnumarki í framlengingu. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni í leik Búlgara og Mexíkó, þar sem norður-ameríska liðið mátti enn og aftur sætta sig við að falla úr leik í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Fjörugasta viðureignin var keppni Rúmena og Argentínu sem lauk með 3:2 sigri fyrrnefnda liðsins eftir harðar sóknarlotur andstæðinganna.

2. júlí 1994
Þýskaland 3-2 Belgía Soldier Field, Chicago
Áhorfendur: 60.246
Dómari: Kurt Röthlisberger, Sviss
Völler 6, 38, Klinsmann 11 Grün 8, Albert 90
2. júlí 1994
Spánn 3-0 Sviss RFK-leikvangurinn, Washington
Áhorfendur: 53.121
Dómari: Mario van der Ende, Hollandi
Hierro 15, Enrique 74, Begiristain 86 (vítasp.)
3. júlí 1994
Sádi Arabía 1-3 Svíþjóð Cotton Bowl, Dallas
Áhorfendur: 60.277
Dómari: Renato Marsiglia, Brasilíu
Al-Ghesheyan 85 Dahlin 6, Andersson 51, 88
3. júlí 1994
Rúmenía 3-2 Argentína Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 90.469
Dómari: Pierluigi Pairetto, Ítalíu
Dumitrescu 11, 18, Hagi 58 Batistuta 16 (vítasp.), Balbo 75
4. júlí 1994
Holland 2-0 Írland Citrus Bowl, Orlando
Áhorfendur: 61.355
Dómari: Peter Mikkelsen, Danmörku
Bergkamp 11, Jonk 41
4. júlí 1994
Brasilía 1-0 Bandaríkin Stanford Stadium, Stanford
Áhorfendur: 84.147
Dómari: Joël Quiniou, Frakklandi
Bebeto 72
5. júlí 1994
Nígería 1-2 (e.framl.) Ítalía Foxboro Stadium, Foxborough
Áhorfendur: 54.367
Dómari: Arturo Brizio Carter, Mexíkó
Amunike 25 R. Baggio 88, 102 (vítasp.)
5. júlí 1994
Mexíkó 1-1 (2-4 e.vítake.) Búlgaría Giants Stadium, East Rutherford
Áhorfendur: 71.030
Dómari: Jamal Al Sharif, Sýrlandi
García Aspe 18 (vítasp.) Stoichkov 6

Fjórðungsúrslit

[breyta | breyta frumkóða]

Ítalir voru fyrstir liða til að tryggja sér sæti í undanúrslitum eftir sigurmark á lokamínútunum gegn Spáni. Hollendingar lentu 0:2 undir gegn Brasilíumönnum, náðu að jafna metin en töpuðu þó að lokum 2:3. Óvæntustu úrslitin litu dagsins ljós þar sem Búlgarir skelltu heimsmeisturum Þjóðverja, 2:1 í æsispennandi leik. Eina viðureignin sem endaði með vítaspyrnukeppni var leikur Rúmena og Svía sem lauk með sigri þeirra síðarnefndu.

9. júlí 1994
Ítalía 2-1 Spánn Foxboro Stadium, Foxborough
Áhorfendur: 53.400
Dómari: Sándor Puhl, Ungverjalandi
D. Baggio 25, R. Baggio 88 Caminero 58
9. júlí 1994
Holland 2-3 Brasilía Cotton Bowl, Dallas
Áhorfendur: 63.500
Dómari: Rodrigo Badilla, Kosta Ríka
Bergkamp 64, Winter 76 Romário 53, Bebeto 63, Branco 81
10. júlí 1994
Búlgaría 2-1 Þýskaland Giants Stadium, East Rutherford
Áhorfendur: 72.000
Dómari: José Torres Cadena, Kólumbíu
Stoichkov 75, Letchkov 78 Matthäus 47 (vítasp.)
10. júlí 1994
Rúmenía 2-2 (6-7 e.vítake.) Svíþjóð Stanford Stadium, Stanford
Áhorfendur: 83.500
Dómari: Philip Don, Englandi
Răducioiu 88, 101 Brolin 78, K. Andersson 115

Undanúrslit

[breyta | breyta frumkóða]

Tvö mörk frá Roberto Baggio um miðjan fyrri hálfleik fóru langleiðina með að tryggja Ítölum sæti í sínum fyrsta úrslitaleik frá 1982. Síðar sama dag komust Brasilíumenn í úrslit í fyrsta sinn frá 1970 eftir sigur á Svíum sem misstu mann af velli eftir um klukkustundar leik.

13. júlí 1994
Búlgaría 1-2 Ítalía Giants leikvangurinn, East Rutherford
Áhorfendur: 74.110
Dómari: Joël Quiniou, Frakklandi
Stoichkov 44 (vítasp.) R. Baggio 21, 29
13. júlí 1994
Svíþjóð 0-1 Brasilia Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 91.856
Dómari: José Torres Cadena, Kólumbíu
Romário 80

Bronsleikur

[breyta | breyta frumkóða]

Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með úrvinda lið Búlgaríu í leiknum um þriðja sætið. Fjórir leikmenn skiptu á milli sínum mörkunum sem öll voru skoruð í fyrri hálfleik.

16. júlí 1994
Svíþjóð 4-0 Búlgaría Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 91.500
Dómari: Ali Bujsaim, Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Brolin 8, Mild 30, Larsson 37, K. Andersson 39

Úrslitaleikur

[breyta | breyta frumkóða]

Í fyrsta og eina sinn í sögunni tókst hvorugu liðinu í úrslitaleik HM að skora í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Roberto Baggio, hetju Ítala á mótinu, brást bogalistinn á ögurstundu. Brasilíska liðið tileinkaði sigurinn landa sínum, ökuþórnum Ayrton Senna sem farist hafði í bílslysi nokkru áður.

17. júlí 1994
Brasilía 0-0 (3-2 e.vítake.) Ítalía Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 94.194
Dómari: Sándor Puhl, Ungverjalandi

Markahæstu leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]

Hristo Stoichkov og Oleg Salenko deildu gullskó FIFA með sex mörk skoruð. Alls skipti 81 leikmaður á milli sín 141 marki, eitt þeirra var sjálfsmark.

6 mörk
5 mörk
4 mörk