Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1921
Upplýsingar móts | |
---|---|
Mótshaldari | Argentína |
Dagsetningar | 2. til 30. október |
Lið | 4 |
Leikvangar | 1 |
Sætaröðun | |
Meistarar | Argentína (1. titill) |
Í öðru sæti | Brasilía |
Í þriðja sæti | Úrúgvæ |
Í fjórða sæti | Paragvæ |
Tournament statistics | |
Leikir spilaðir | 6 |
Mörk skoruð | 14 (2,33 á leik) |
Markahæsti maður | Julio Libonatti (3 mörk) |
Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1921 var fimmsta Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu. Hún var haldin í Buenos Aires í Argentínu dagana 2. til 30. október. Keppnisliðin fjögur mættu hvert öðru í einfaldri umferð. Heimamenn urðu meistarar í fyrsta sinn og unnu alla sína leiki.
Leikvangurinn
[breyta | breyta frumkóða]Buenos Aires |
---|
Estadio Sportivo Barracas |
Fjöldi sæta: 30.000 |
Sagan
[breyta | breyta frumkóða]Keppnin fór fram í skugga harðra deilna milli Argentínska knattspyrnusambandins og nýstofnaðs Knattspyrnusambands argentínskra áhugamanna sem hafði á að skipa flestum sterkustu félagsliðum landsins öðrum en Boca Juniors. Síðarnefndu samtökin höfðu fengið boð frá Knattspyrnusambandi Síle um að senda úrvalslið á mót þar í landi. Boðið var hrein ögrun í garð Argentínska knattspyrnusambandsins sem krafðist þess af álfusambandinu CONMEBOL að Sílemönnum yrði harðlega refsað.
Eftir mikið þóf varð niðurstaðan sú að Síle þurfti ekki að sæta refsingu en lið þeirra tók ekki þátt í keppninni í Argentínu. Það sama gilti um aðildarfélög Knattspyrnusambands áhugamanna sem stofnað höfðu til sinnar eigin deildarkeppni sem fór fram samhliða mótinu, til að mynda var heil umferð í deildinni sett niður sama dag og úrslitaleikur mótsins.
Þrátt fyrir andstöðu stórs hóps argentínska knattspyrnusamfélagsins sló mótið í gegn og fjöldi áhorfenda mætti á leikina. Ríkjandi meistarar Brasilíu mættu til leiks með mun lakara lið en árið áður, en að kröfu forseta landsins höfðu þeldökkir leikmenn verið bannaðir í liðinu, þar á meðal skærasta stjarnan Arthur Friedenreich.
Óvænt tap Úrúgvæ gegn nýliðum Paragvæ gerði það að verkum að úrúgvæska liðið varð að vinna heimamenn í lokaleiknum til að knýja fram oddaleik. Leiknum lauk með sigri Argentínu og að leik loknum ruddust áhorfendur inn á völlinn og báru leikmenn beggja liða á gullstól. Sigurinn gerði það að verkum að argentínska þjóðin tók ástfóstri við landsliðið, en liðin sem sniðgengið höfðu keppnina urðu fyrir hörðu ámæli.
Keppnin
[breyta | breyta frumkóða]Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Argnetína | 3 | 3 | 0 | 0 | 5 | 0 | +5 | 6 | |
2 | Brasilía | 3 | 1 | 0 | 2 | 4 | 3 | +1 | 2 | |
3 | Úrúgvæ | 3 | 1 | 0 | 2 | 3 | 4 | -1 | 2 | |
4 | Paragvæ | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 | 7 | -5 | 2 |
2. október | |||
Argentína | 1-0 | Brasilía | Áhorfendur: 30.000 Dómari: Ricardo Vallarino, Úrúgvæ |
Libonatti 27 |
9. október | |||
Paragvæ | 2-1 | Úrúgvæ | Dómari: Gerónimo Rapossi, Argentínu |
Rivas 9, López 66 | Piendibene, 83 |
12. október | |||
Brasilía | 3-0 | Paragvæ | Dómari: Ricardo Vallarino, Úrúgvæ |
Machado 21, 44, Candiota 46 |
16. október | |||
Argentína | 3-0 | Paragvæ | Dómari: Ricardo Vallarino, Úrúgvæ |
Libonatti 1, Saruppo 71, Echeverría, 76 |
23. október | |||
Úrúgvæ | 2-1 | Brasilía | Dómari: Víctor Cabañas Saguier, Paragvæ |
Romano 1, 8 | Zezé 53 |
30. október | |||
Argentína | 1-0 | Úrúgvæ | Áhorfendur: 40.000 Dómari: Pedro Santos, Brasilíu |
Libonatti 57 |
Markahæstu leikmenn
[breyta | breyta frumkóða]- 3 mörk
- 2 mörk
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- RSSSF, Suður-Ameríkukeppnin 1921 úrslitagrunnur
- Fyrirmynd greinarinnar var „1921 South American Championship“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. desember 2023.