Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1974
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1974 eða HM 1974 var haldið í Vestur-Þýskalandi dagana 13. júní til 7. júlí. Þetta var tíunda heimsmeistarakeppnin. Heimamenn urðu heimsmeistarar eftir sigur á Hollendingum í úrslitaleik. Keppt var um nýjan verðlaunagrip en Brasilíumenn höfðu unnið þann fyrri til eignar á HM 1970.
Val á gestgjöfum[breyta | breyta frumkóða]
Á FIFA-þinginu árið 1966 var tekin ákvörðun um staðsetningu keppnanna árin 1974, HM 1978 og HM 1982. Fyrir lá að fyrsta og síðasta keppnin yrðu í Evrópu en miðkeppnin í Norður- eða Suður-Ameríku. Auk Vestur-Þjóðverja höfðu Spánverjar, Ítalir og Hollendingar lýst áhuga á að halda mótið 1974. Tvær síðarnefndu þjóðirnar drógu sig til baka og í kjölfarið ákváðu Spánverjar að gera slíkt hið sama gegn loforði um stuðning við að fá mótið 1982. Vestur-Þýskaland varð því sjálfkjörið í hlutverk gestgjafa.
Undankeppni[breyta | breyta frumkóða]
99 lið kepptu um 14 laus sæti í úrslitakeppninni, auk gestgjafa og ríkjandi meistara. Norður-Ameríkukeppnin 1973, sem fram fór á Haítí, var látin gilda sem forkeppni HM og komu heimamenn þar mjög á óvart með því að fara með sigur af hólmi. Mexíkó sat eftir þrátt fyrir að hafa keppt í sex undanförnum úrslitakeppnum. Saír varð fulltrúi Afríku í fyrsta og eina skiptið. Ástralir komust sömuleiðis í fyrsta sinn í úrslitakeppni eftir lokaeinvígi gegn Suður-Kóreu sem endaði með oddaleik í Hong Kong.
Úrúgvæ og Argentína unnu sína riðla í Suður-Ameríkukeppninni og komust áfram ásamt Síle sem fór líklega auðveldustu leið allra liða í úrslitin. Eftir þriggja leikja einvígi við Perú komust Sílemenn í umspil við Sovétríkin, fulltrúa Evrópu. Leikurinn átti að fara fram rétt í kjölfar valdaránsins 1973, Sovétmenn neituðu að mæta til leiks og voru dæmdir úr keppni.
Svíar þurftu oddaleik til sigurs gegn Austurríkismönnum þar sem markamunur liðanna í riðlakeppninni var sá sami, Ungverjar hlutu jafnmörg stig en sátu eftir. Stórsigrar Hollendinga á Norðmönnum (9:1) og Íslendingum (8:0) dugðu þeim til að slá út Belga á markatölu. Englendingar náðu bara jafntefli gegn Pólverjum á heimavelli í lokaleiknum og sátu eftir. Spánverjar og Frakkar féllu sömuleiðis úr leik gegn Júgóslövum og Sovétmönnum.
Lukkudýr[breyta | breyta frumkóða]
Tip & Tap voru einkennistákn keppninnar. Það voru tveir teiknimyndadrengir í treyju sem svipaði til búnings þýska landsliðsins með skammstöfunina WM74 áletraða.
Þátttökulið[breyta | breyta frumkóða]
Sextán þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum.
|
Leikvellir[breyta | breyta frumkóða]
Vestur-Berlín | München, Bæjaralandi | Stuttgart, Baden-Württemberg |
---|---|---|
Ólympíuleikvangurinn | Ólympíuleikvangurinn | Neckarstadion |
Capacity: 86,000 | Capacity: 77,573 | Capacity: 72,200 |
![]() |
![]() |
![]() |
Gelsenkirchen, Norðurrín-Vestfalíu | Düsseldorf, Norðurrín-Vestfalíu | Frankfurt, Hessen |
Parkstadion | Rheinstadion | Waldstadion |
Capacity: 72,000 | Capacity: 70,100 | Capacity: 62,200 |
![]() |
![]() |
![]() |
Hamburg | Hanover, Neðra Saxlandi | Dortmund, Norðurrín-Vestfalíu |
Volksparkstadion | Niedersachsenstadion | Westfalenstadion |
Capacity: 61,300 | Capacity: 60,400 | Capacity: 53,600 |
![]() |
![]() |
![]() |
Keppnin[breyta | breyta frumkóða]
Riðlakeppnin[breyta | breyta frumkóða]
Keppt var í fjórum riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í milliriðla.
Riðill 1[breyta | breyta frumkóða]
Það voru blendin viðbrögð þegar Vestur- og Austur-Þýskaland drógust saman í riðil. Þetta reyndist eini landsleikur liðanna tveggja í sögunni. Sárafáir Austur-Þjóverjar, flestir framámenn í Kommúnistaflokknum, fengu að fylgja liði sínu vestur yfir landamærin og sáu gríðarlega óvæntan sigur sinna manna á gestgjöfunum, 1:0. Austur-Þjóðverjar náðu því toppsætinu en Vestur-Þýskaland mátti sætta sig við annað sætið á undan Sílebúum og Áströlum. Vestur-Þjóðverjum þótti sárt að tapa fyrir nágrönnum sínum en gátu þó huggað sig við að annað sætið gaf þeim umtalsvert auðveldari milliriðil en ella hefði verið.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | ![]() |
Austur-Þýskaland | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 | 1 | +3 | 5 |
2 | ![]() |
Vestur-Þýskaland | 3 | 2 | 0 | 1 | 4 | 1 | +3 | 4 |
3 | ![]() |
Síle | 3 | 0 | 2 | 1 | 1 | 2 | -1 | 2 |
4 | ![]() |
Ástralía | 3 | 0 | 1 | 2 | 0 | 5 | -5 | 1 |
14. júní - Ólympíuleikvangurinn, Berlín
14. júní - Volksparkstadion, Hamborg
18. júní - Volksparkstadion, Hamborg
18. júní - Ólympíuleikvangurinn, Berlín
22. júní - Ólympíuleikvangurinn, Berlín
22. júní - Volksparkstadion, Hamborg
Riðill 2[breyta | breyta frumkóða]
Skotar sátu eftir með sárt ennið í riðli 2 og féllu úr leik þrátt fyrir að vera eina liðið í keppninni sem tapaði ekki leik. Landslið Saír reyndist algjör eftirbátur annarra liða og 9:0 tapið gegn Júgóslavíu varð eitt það stærsta í sögu keppninnar. Brasilíumenn gerðu tvö markalaus jafntefli og þóttu leika leiðinlegan og varnarsinnaðan bolta í hrópandi mótsögn við sigurlið þeirra fjórum árum fyrr.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | ![]() |
Júgóslavía | 3 | 1 | 2 | 0 | 10 | 1 | +9 | 4 |
2 | ![]() |
Brasilía | 3 | 1 | 2 | 0 | 3 | 0 | +3 | 4 |
3 | ![]() |
Skotland | 3 | 1 | 2 | 0 | 3 | 1 | +2 | 4 |
4 | ![]() |
Saír | 3 | 0 | 0 | 3 | 0 | 14 | -14 | 0 |
13. júní - Waldstadion, Frankfurt
Brasilía 0 : 0
Júgóslavía
14. júní - Westfalenstadion, Dortmund
18. júní - Waldstadion, Frankfurt
Skotland 0 : 0
Brasilía
18. júní - Parkstadion, Gelsenkirchen
Júgóslavía 9 : 0
Saír
22. júní - Waldstadion, Frankfurt
Skotland 1 : 1
Júgóslavía
22. júní - Parkstadion, Gelsenkirchen
Saír 0 : 3
Brasilía
Riðill 3[breyta | breyta frumkóða]
Riðill 3 var talinn sá erfiðasti í keppninni, þar sem Svíþjóð var almennt álitið langsterkasta liðið úr neðsta styrkleikaflokki, sem að öðru leyti innihélt lið utan Evrópu og Suður-Ameríku. Búlgarir kepptu í sinni fjórðu úrslitakeppni í röð og líkt og í fyrri tilraunum mistókst þeim að vinna leik. Hollendingar og Svíar skildu jafnir í innbyrðisleik sínum og komust áfram í milliriðil.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | ![]() |
Holland | 3 | 2 | 1 | 0 | 6 | 1 | +5 | 5 |
2 | ![]() |
Svíþjóð | 3 | 1 | 2 | 1 | 3 | 0 | +3 | 4 |
3 | ![]() |
Búlgaría | 3 | 0 | 2 | 1 | 2 | 5 | +3 | 2 |
4 | ![]() |
Úrúgvæ | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 | 6 | -5 | 1 |
15. júní - Niedersachsenstadion, Hanover
15. júní - Rheinstadion, Düsseldorf
19. júní - Niedersachsenstadion, Hanover
19. júní - Westfalenstadion, Dortmund
23. júní - Westfalenstadion, Dortmund
23. júní - Rheinstadion, Düsseldorf
Riðill 4[breyta | breyta frumkóða]
Haítí tók þátt í úrslitakeppni HM í fyrsta og eina sinn í sögunni. Lið þeirra fékk óskabyrjun þegar það komst yfir á móti Ítölum, en fram að því hafði Dino Zoff haldið hreinu í 1.143 mínútur með landsliðinu, sem var heimsmet. Gleðin varð skammvinn og Haítí tapaði öllum þremur leikjum sínum og lauk keppni með markatöluna 14:2. Munaði þar mestu um 7:0 skell gegn Pólverjum, sem varð til þess að leikmenn óttuðust um líf sitt vegna reiði einræðisherrans Jean-Claude Duvalier. Best var frammistaða leikmanna Haítí gegn Ítölum sem unnu þá einungis með tveggja marka mun. Það reyndist dýrkeypt þeim síðarnefndu því Ítalir sátu eftir í riðlinum á kostnað Argentínu á markatölu. Pólverjar unnu alla þrjá leiki sína.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | ![]() |
Pólland | 3 | 0 | 0 | 0 | 12 | 3 | +5 | 6 |
2 | ![]() |
Argentína | 3 | 1 | 1 | 1 | 7 | 5 | +2 | 3 |
3 | ![]() |
Ítalía | 3 | 1 | 1 | 1 | 5 | 4 | +1 | 3 |
4 | ![]() |
Haítí | 3 | 0 | 0 | 3 | 2 | 14 | -6 | 0 |
15. júní - Ólympíuleikvangurinn, München
15. júní - Neckarstadion, Stuttgart
19. júní - Neckarstadion, Stuttgart
19. júní - Ólympíuleikvangurinn, München
23. júní - Ólympíuleikvangurinn, München
23. júní - Neckarstadion, Stuttgart
Milliriðlar[breyta | breyta frumkóða]
Keppt var í tveimur fjögurra liða riðlum. Sigurliðin fóru í úrslitaleikinn en liðin í öðru sæti léku um bronsverðlaunin.
A riðill[breyta | breyta frumkóða]
Holland og Brasilía unnu bæði tvo fyrstu leiki sína í riðlinum, sem þýddi að liðin mættust í hreinum úrslitaleik um hvort þeirra kæmist í úrslitaleikinn. Hollendingar reyndust sterkari með mörkum frá Neeskens og Cruyff. Sigur Hollendinga á Argentínumönnum í fyrstu umferðinni þótti sérstaklega öruggur og snerti hollenski markvörðurinn boltann aðeins einu sinni allan leikinn.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | ![]() |
Holland | 3 | 3 | 0 | 0 | 8 | 0 | +8 | 6 |
2 | ![]() |
Brasilía | 3 | 2 | 0 | 1 | 3 | 3 | 0 | 4 |
3 | ![]() |
Austur-Þýskaland | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 | 4 | -3 | 1 |
4 | ![]() |
Argentína | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 | 7 | -5 | 1 |
26. júní - Parkstadions, Gelsenkirchen
26. júní - Westfalenstadion, Hanover
Brasilía 1 : 0
Austur-Þýskaland
30. júní - Parkstadion, Gelsenkirchen
30. júní - Westfalenstadion, Hanover
Austur-Þýskaland 0 : 2
Holland
3. júlí - Parkstadion, Gelsenkirchen
Argentína 1 : 1
Austur-Þýskaland
3. júlí - Westfalenstadion, Hanover
B riðill[breyta | breyta frumkóða]
Líkt og í A-riðlinum var hreinn úrslitaleikur í lokaumferðinni eftir að Vestur-Þjóðverjar og Pólverjar unnu báða fyrstu leiki sína. Mark frá Gerd Müller skildi liðin af og heimamenn komust í úrslitaleikinn.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | M.munur | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | ![]() |
Vestur-Þýskaland | 3 | 3 | 0 | 0 | 7 | 2 | +5 | 6 |
2 | ![]() |
Pólland | 3 | 2 | 0 | 1 | 3 | 2 | +1 | 4 |
3 | ![]() |
Svíþjóð | 3 | 1 | 0 | 2 | 4 | 6 | -2 | 2 |
4 | ![]() |
Júgóslavía | 3 | 0 | 0 | 3 | 2 | 6 | -4 | 0 |
26. júní - Rheinstadion, Düsseldorf
Júgóslavía 0 : 2
Vestur-Þýskaland
26. júní - Neckarstadion, Stuttgart
Svíþjóð 0 : 1
Pólland
30. júní - Waldstadion, Frankfurt
Pólland 2 : 1
Júgóslavía
30. júní - Rheinstadion, Düsseldorf
Vestur-Þýskaland 4 : 2
Svíþjóð
3. júlí - Waldstadion, Frankfurt
Pólland 0 : 1
Vestur-Þýskaland
3. júlí - Rheinstadion, Düsseldorf
Svíþjóð 2 : 1
Júgóslavía
Bronsleikur[breyta | breyta frumkóða]
Pólverjar hlutu þriðja sætið, eftir sigur á Brasilíu. Í fyrsta sinn í sögu Heimsmeistarakeppninnar gilti sú regla að gripið hefði verið til vítaspyrnukeppni ef leiknum hefði lyktað með jafntefli eftir framlengingu í stað þess að liðin mættust að nýju. Ekki reyndi á þá reglu.
6. júlí - Ólympíuleikvangurinn í München, áh. 77.100
Úrslit[breyta | breyta frumkóða]
Hollendingar fengu óskabyrjun í úrslitaleiknum í Berlín þegar Johan Neeskens skoraði úr vítaspyrnu eftir aðeins einnar mínútu leik. Paul Breitner jafnaði metin, einnig úr vítaspyrnu, eftir nærri hálftíma leik. Skömmu fyrir leikhlé skoraði svo Gerd Müller það sem reyndist sigurmarkið. Upphaf leiksins tafðist vegna þess að vallarverðir höfðu gleymt að setja upp hornfána.
6. júlí - Ólympíuleikvangurinn í Berlín, áh. 75.200
Markahæstu leikmenn[breyta | breyta frumkóða]
97 mörk voru skoruð í keppninni og skiptust þau niður á 53 leikmenn, þar af voru þrjú sjálfsmörk.
7 mörk
5 mörk
4 mörk