Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu
| Gælunafn | Vatreni (Þeir Jakkaklæddur) Kockasti (Ferniningarnir) | ||
|---|---|---|---|
| Álfusamband | UEFA | ||
| Þjálfari | Zlatko Dalić | ||
| Fyrirliði | Luka Modrić | ||
| Leikvangur | Breytilegt | ||
| FIFA sæti Hæst Lægst | 7 (6. apríl 2023) 3 ((janúar 1999)) 125 ((mars 1994)) | ||
| |||
| Fyrsti landsleikur | |||
| 4-0 gegn | |||
| Stærsti sigur | |||
| 10-0 gegn | |||
| Mesta tap | |||
| 0-6 gegn | |||
| Heimsmeistaramót | |||
| Keppnir | 6 (fyrst árið 1998) | ||
| Besti árangur | 2. sæti (2018) | ||
| Evrópukeppni | |||
| Keppnir | 6 (fyrst árið 1996) | ||
| Besti árangur | Undanúrslit(1996, 2008) | ||
Króatíska karlandsliðið í knattspyrnu (Króatíska: Hrvatska nogometna reprezentacija) er fulltrúi Króatíu í alþjóðlegri knattspyrnu. Landsliðinu er stjórnað af króatíska knattspyrnusambandinu. Besti árangur króatíska landsliðsins á FIFA heimsmeistarakeppninni var á heimsmeistaramótinu HM 2018 þar sem þeir náðu 2.sæti.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Króatía lék sinn fyrsta alþjóðlega leik sem land 2. apríl 1940. Við stríðslok 1945 varð Króatía aftur hluti af Júgóslavíu. Næstu áratugi spiluðu króatískir leikmenn fyrir júgóslavneska karlandsliðið í knattspyrnu. Eftir að Króatía varð aftur sjálfstætt ríki hóf liðið að spila aftur í alþjóðafótbolta. Króatía lék sinn fyrsta landsleik gegn Bandaríkjunum í Zagreb 17. október 1990, þó að landið hafi enn tilheyrt Júgóslavíu á þeim tíma. Þann leik vann Króatía 2-1.
Árið 1996 tókst Króötum að tryggja sig á EM 1996 í Englandi, sem var fyrsta stórmót liðsins. Eftir sigra gegn ríkjandi Evrópumeisturum Dana 3-0 og 1-0 sigur gegn Tyrklandi í fjórðungsúrslitum tapaði liðið gegn Þýskalandi 1-2. Króatíski framherjinn Davor Šuker gerði eitt af fallegri mörkum mótsins í í leiknum gegn Danmörku. Árið 1998 tóku Króatar þá á sínu fyrsta heimsmeistarmóti HM 1998 þar gerðu þeir sér lítið fyrir og nældu sér í brons. í liðinu voru margir frægir leikmenn í alþjóðafótbolta eins og Davor Šuker og Zvonimir Boban. Davor Šuker var markahæsti leikmaður mótsins með sex mörk.
Króatía spilaði til úrslita á HM 2018 á móti Frakklandi og náðu 2. sæti. Á HM 2022 náði Króatía 3. sæti. Luka Modric var lykilmaður og hreppti hann í gullknöttinn 2018.
EM í knattspyrnu
[breyta | breyta frumkóða]| Ár | Gestgjafar | Árangur |
|---|---|---|
| EM1996 | 8. liða úrslit | |
| EM 2000 | Tóku ekki þátt | |
| EM 2004 | Riðlakeppni | |
| EM 2008 | 8. liða úrslit | |
| EM 2012 | Riðlakeppni | |
| EM 2016 | 16. liða úrslit | |
| EM 2021 | 16. liða úrslit | |
| EM 2024 | Riðlakeppni |
HM árangur
[breyta | breyta frumkóða]| Ár | Gestgjafar | Árangur |
|---|---|---|
| HM 1998 | Brons | |
| HM 2002 | Riðlakeppni | |
| HM 2006 | Riðlakeppni | |
| HM 2010 | Tóku ekki þátt | |
| HM 2014 | Riðlakeppni | |
| HM 2018 | Silfur | |
| HM 2022 | Brons |

Þjóðadeildin
[breyta | breyta frumkóða]2023: Silfur
Þjálfarar
[breyta | breyta frumkóða]| Þjálfari | Ár |
|---|---|
| Dražan Jerković | 1990–1991 |
| Stanko Poklepović | 1992 |
| Vlatko Marković | 1993 |
| Miroslav Blažević | 1994–2000 |
| Mirko Jozić | 2000–2002 |
| Otto Barić | 2000–2002 |
| Zlatko Kranjčar | 2004–2006 |
| Slaven Bilić | 2006–2012 |
| Igor Štimac | 2012–2013 |
| Niko Kovač | 2013–2015 |
| Ante Čačić | 2015–2017 |
| Zlatko Dalić | 2017– |
Leikmenn
[breyta | breyta frumkóða]Leikmannahópur (EM 2021)
[breyta | breyta frumkóða]Markverðir
[breyta | breyta frumkóða]- Lovre Kalinić (Hajduk Split)
- Dominik Livaković (Dinamo Zagreb)
- Simon Sluga (Luton Town)
Varnarmenn
[breyta | breyta frumkóða]- Borna Barišić (Glasgow Rangers)
- Domagoj Vida (Besiktas)
- Duje Ćaleta-Car(Olympique de Marseille)
- Mile Škorić (Osijek)
- Dejan Lovren (Zenit Pétursborg)
- Dino Perić (Dinamo Zagreb)
- Josip Juranović (Hajduk Split)
- Domagoj Bradaric (Lille)
- Josko Gvardiol (Dinmo Zagreb)
Miðjumenn
[breyta | breyta frumkóða]- Mateo Kovačić (Chelsea F.C.)
- Marcelo Brozović (Internazionale)
- Milan Badelj (Genoa)
- Luka Ivanusec (Dinamo Zagreb)
- Mario Pašalić (Atalanta)
- Nikola Vlašić(CSKA Moskva)
- Luka Modric (Real Madrid)
Sóknarmenn
[breyta | breyta frumkóða]- Ivan Perišić (FC Bayern München)
- Ante Rebić(AC Milan)
- Andrej Kramaric (1899 Hoffenheim)
- Antej Budimir (Osasuna)
- Bruno Petković (Young Boys)
- Josip Brekalo (Vfl Wolfsburg)
- Mislav Oršić (Dinamo Zagreb)
Leikjahæstu og markahæstu Leikmenn
[breyta | breyta frumkóða]Flestir leikir
[breyta | breyta frumkóða]Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Mögulega er vandamálið við síðuna skráð á Wikipedia:Stílviðmið. |