Sergio Agüero

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sergio Agüero
Sergio Agüero 2018.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn Sergio Leonel Agüero
Fæðingardagur 2. júní 1988 (1988-06-02) (33 ára)
Fæðingarstaður    Buenos Aires, Argentína
Hæð 1,72 m
Leikstaða framherji
Núverandi lið
Núverandi lið FC Barcelona
Yngriflokkaferill
1997–2003 Club atletico Independiente
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2003-2006
2006–2011
2011-2021
2021-
CA Independiente
Atletico Madrid
Manchester City
FC Barcelona
54 (23)
175 (74)
275 (184)
0 (0)   
Landsliðsferill2
2004
2005-2007
2008
2006-
Argentína U-17
Argentína U-20
Argentína U-23
Argentína
5 (3)
7 (6)
5 (2)
97 (41)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært maí 2021.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
mars 2021.

Agüero árið 2014.

Sergio Leonel „Kun“ Agüero (fæddur 2. júní 1988) er argentínskur knattspyrnumaður sem spilar sem framherji fyrir spænska liðið FC Barcelona og argentínska landsliðið.

Knattspyrnuferill[breyta | breyta frumkóða]

Agüero hóf ferilinn hjá Independiente í heimalandinu. Hann var yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild þar; 15 ára og 35 daga gamall. Fyrra metið átti Diego Maradona. Árið 2006 hélt hann til Evrópu, nánar tiltekið Atletico Madrid. Þar vakti hann athygli en liðið vann Evrópudeildina og UEFA Super Cup árið 2010.

Manchester City[breyta | breyta frumkóða]

Agüero hélt til Manchester City árið 2011. Þar var hann mikill markahrókur og varð hæsti markaskorari liðsins frá upphafi og sá markahæsti utan Englands í úrvalsdeildinni. Tímabilið 2013-2014 skoraði hann á 82 mínútna fresti að meðaltali. Í einum leik sinn skoraði hann 5 mörk á 23 mínútum sem er met.

Í byrjun árs 2020 bætti Agüero met Alan Shearers yfir þrennur í úrvalsdeildinni eða 12 talsins. Einnig varð hann 4. markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann fór fram úr Thierry Henry og Frank Lampard. Tímabilið 2020-2021 var Aguero þjakaður af meiðslum megnið af tímabilinu og settur á bekkinn og eftir 10 ár hjá félaginu var hann orðaður frá því. [1]

Aguero yfirgaf félagið sumarið 2021. Hann skoraði tvennu í lokaleik sínum gegn Everton þegar hann kom inn sem varamaður í seinni hálfleik. Hann vann deildina 5 sinnum með City og 10 bikartitla. Alls skoraði hann 260 mörk í 390 leikjum.

Barcelona[breyta | breyta frumkóða]

Í lok maí var tilkynnt að Aguero hefði gert samning við Barcelona. Hann er til tveggja ára. [2]

Einkahagir[breyta | breyta frumkóða]

Agüero á barn með Gianinna Maradona, dóttur Diego Maradona. Gælunafnið Kun kemur úr æsku þegar hann var með viðurnefni eftir teiknimyndapersónu.

Titlar og viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

Atlético Madrid[breyta | breyta frumkóða]

 • UEFA Europa League: 2009–10
 • UEFA Super Cup: 2010

Manchester City[breyta | breyta frumkóða]

 • Premier League: 2011–12, 2013–14, 2017–18, 2018–19, 2020–21
 • FA Cup: 2018–19
 • EFL Cup: 2013–14, 2015–16, 2017–18, 2018–19, 2019–20, 2020–21
 • FA Samfélagsskjöldurinn: 2012, 2018, 2019
 • Meistaradeild Evrópu: Annað sæti 2020–21

Argentína[breyta | breyta frumkóða]

 • HM U-20 : 2005, 2007
 • Argentína U23: Ólympíugull: 2008
 • HM: Annað sæti 2014
 • Copa América: Annað sæti 2015, 2016

Einstaklingsverðlaun[breyta | breyta frumkóða]

 • HM U-20 gullskórinn: 2007
 • Premier League gullskórinn: 2014–15
 • Manchester City leikmaður ársins: 2011–12, 2014–15
 • Premier League leikmaður mánaðarins: Október 2013, nóvember 2014, janúar 2016, apríl 2016, janúar 2018, febrúar 2019, janúar 2020

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Sergio Aguero: Is Argentine entering final months of Manchester City career? BBC, skoðað 5. mars, 2021
 2. Sergio Aguero: Barcelona to sign Manchester City striker on two-year deal BBC, skoðað 2. 6. 2021