Sergio Agüero

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sergio Agüero
Sergio Agüero 2018.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn Sergio Leonel Agüero
Fæðingardagur 2. júní 1988 (1988-06-02) (31 árs)
Fæðingarstaður    Buenos Aires, Argentína
Hæð 1,72 m
Leikstaða framherji
Núverandi lið
Núverandi lið Manchester City
Númer 10
Yngriflokkaferill
1997–2003 Club atletico Independiente
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2003-2004
2004–2005
2004-
CA Independiente
Atletico Madrid
Manchester City
54 (23)
175 (74)
239 (164)   
Landsliðsferill2
2004
2005-2007
2008
2006-
Argentína U-17
Argentína U-20
Argentína U-23
Argentína
5 (3)
7 (6)
5 (2)
89 (39)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært maí 2019.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
okt 2018.

Agüero árið 2014.

Sergio Leonel „Kun“ Agüero (fæddur 2. júní 1988) er argentínskur knattspyrnumaður sem spilar sem framherji fyrir enska úrvalsdeildarliðið Manchester City og argentínska landsliðið.

Agüero hóf ferilinn hjá Independiente í heimalandinu. Hann var yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild þar; 15 ára og 35 daga gamall. Fyrra metið átti Diego Maradona. Árið 2006 hélt hann til Evrópu, nánar tiltekið Atletico Madrid. Þar vakti hann athygli en liðið vann Evrópudeildina og UEFA Super Cup árið 2010.

Agüero hélt til Manchester City árið 2011. Þar hefur honum gengið vel og er hæsti markaskorari liðsins frá upphafi með 178 mörk (9. febrúar 2018) og sá markahæsti utan Evrópu í úrvalsdeildinni. Tímabilið 2015-2016 skoraði hann á 106 mínútna fresti að meðaltali. Í einum leik sinn skoraði hann 5 mörk á 23 mínútum sem er met.

Í byrjun árs 2019 jafnaði Agüero met Alan Shearers yfir þrennur í úrvalsdeildinni eða 11 talsins.

Agüero á barn með Gianinna Maradona, dóttur Diego Maradona. Gælunafnið Kun kemur úr æsku þegar hann var með viðurnefni eftir teiknimyndapersónu.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.