Fara í innihald

Carlos Tévez

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Carlos Tévez í leik með Manchester United

Carlos Alberto Tévez (fæddur Carlos Alberto Martínez 5. febrúar 1984 í Ciudadela, Buenos Aires) er argentínskur fyrrum knattspyrnumaður. Hann hóf feril sinn með Boca Juniors 16 ára gamall en fór til Corinthians í Brasilíu árið 2005. Árið eftir gerði hann samning við West Ham United og lék með liðinu eitt ár áður en hann fór sem lánsmaður til tveggja ára til Manchester United. Síðan spilaði með Manchester City 2009-2013. Eftir það hélt hann til Juventus 2013-2015 og ýmissa liða í Kína áður en hann fór til uppeldisfélagsins Boca Juniors.

Carlos Tévez spilaði 76 leiki með argentínska karlalandsliðinu.