Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2018

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá HM 2018)

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2018 var haldið í Rússlandi dagana 14. júní til 15. júlí 2018. Frakkland sigraði mótið.

Val á gestgjöfum[breyta | breyta frumkóða]

Rússland sótti árið 2009 formlega um að halda HM í knattspyrnu 2018. Alþjóðaknattspyrnusambandið ákvað að úthluta keppnunum 2018 og 2022 samtímis. Níu umsóknir bárust og voru úrskurðaðar gildar. Fljótlega tilkynntu öll umsóknarlöndin utan Evrópu að þau sæktust aðeins eftir að halda mótið 2020. Vegna reglna Alþjóðaknattspyrnusambandsins um að ekki skyldi halda mótið í sömu heimsálfu tvisvar í röð var því ljóst að evrópsku umsóknirnar fjórar kæmu einvörðungu til greina fyrir 2018 keppnina.

Auk Rússa sóttust Englendingar eftir hnossinu en einnig bárust tvær sameiginlegar umsóknir, annars vegar frá Belgíu og Hollandi en hins vegar frá Portúgal og Spáni. Kosið var milli umsækjendanna í höfuðstöðvum Alþjóðaknattspyrnusambandsins og úrslit tilkynnt þann 2. desember 2010. Engin umsókn fékk hreinan meirihluta í fyrstu umferð, þar sem Rússar fengu 9 atkvæði, Portúgal/Spánn 7, Belgía/Holland 4 og Englendingar ráku lestina með 2 atkvæði. Í annarri umferð var kosið milli þriggja efstu og hlutu Rússar þá 13 atkvæði og þar með gestgjafaréttinn.

Þátttökulið[breyta | breyta frumkóða]

32 þjóðir mættu til leiks frá sex heimsálfum.

Knattspyrnuvellir[breyta | breyta frumkóða]

Sankti Pétursborg
Krestovsky leikvangurinn
(Saint Petersburg Stadium)
Heildarfjöldi: 68,134
Kasan
Kazan leikvangurinn
Heildarfjöldi: 45,379
Samara
Cosmos leikvangurinn
(Samara Arena)
Heildarfjöldi: 44,918
(nýr leikvangur)
Saransk
Mordovia leikvangurinn
Heildarfjöldi: 44,442
(nýr leikvangur)
Kalíníngrad
Kaliningrad leikvangurinn
Heildarfjöldi: 35,212[1]
(nýr leikvangur)
Nizjny Novgorod
Nizhny Novgorod leikvangurinn
Heildarfjöldi: 44,899
(nýr leikvangur)
Volgograd
Volgograd leikvangurinn
Heildarfjöldi: 45,568
(endurbyggður)
Jekaterinburg
Central leikvangurinn
(Ekaterinburg Arena)
Heildarfjöldi: 35,696[1]
(uppfærður)
Moskva
Luzhniki-leikvangurinn Otkrytiye Arena
(Spartak Stadium)
Heildarfjöldi: 81,000 Heildarfjöldi: 45,360
Rostov við Don Sotsjí
Rostov leikvangurinn Fisht Olympic leikvangurinn
(Fisht Stadium)
Heildarfjöldi: 45,000
(nýr leikvangur)
Heildarfjöldi: 47,659

Keppnin[breyta | breyta frumkóða]

Riðlakeppnin[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit.

A-riðill[breyta | breyta frumkóða]

Heimamenn Rússar byrjuðu með látum og unnu 5:0 sigur á Sádi-Aröbum í opnunarleik mótsins. Það var stærsti sigur heimaþjóðar í fyrsta leik frá því að Ítalir unnu Bandaríkin 7:1 á HM 1934. Rússneska liðið bætti um betur og tryggði sér sæti í næstu umferð með 3:1 sigri á Egyptum. Afríska liðið hafði mætt til leiks með miklar væntingar en meiðsli stjörnu þeirra, Mohamed Salah skömmu fyrir mótið setti strik í reikninginn. Úrúgvæ sýndi engan stjörnuleik í 1:0 sigrum á Sádum og Egyptum, en tryggðu sér svo toppsætið í riðlinum með 3:0 sigri á gestgjöfunum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig Útsláttarkeppni
1 Fáni Úrúgvæ Úrúgvæ 3 3 0 0 5 0 +5 9 16 liða úrslit
2 Fáni Rússlands Rússland 3 2 0 1 8 4 +4 6 16 liða úrslit
3 Fáni Sádí-Arabíu Sádí-Arabía 3 1 0 2 2 7 -5 3
4 Fáni Egyptalands Egyptaland 3 0 0 3 2 6 -4 0
14. júní 2018 15:00
Rússland Fáni Rússlands 5:0 Fáni Sádí-Arabíu Sádi-Arabía Luzhniki-leikvangurinn, Moskva
Gazinsky 12, Cheryshev 43, 90+1, Dzyuba 71, Golovin 90+4
15. júní 2018 12:00
Egyptaland Fáni Egyptalands 0:1 Fáni Úrúgvæ Úrúgvæ Jekaterinburgska Huvudska stadion, Jekaterinburg
Giménez 89
19. júní 2018 18:00
Rússland Fáni Rússlands 3:1 Fáni Egyptalands Egyptaland Krestovsky stadion, Sankti Pétursborg
Fathy 47 (sjálfsm.), Cheryshev 59, Dzyuba 62 Salah 73 (víti)
20. júní 2018 15:00
Úrúgvæ Fáni Úrúgvæ 1:0 Fáni Sádí-Arabíu Sádi-Arabía Rostov Arena, Rostov við Don
Suárez 23
25. júní 2018 14:00
Úrúgvæ Fáni Úrúgvæ 3:0 Fáni Rússlands Rússland Kosmos Arena, Samara
Suárez 10, Cheryshev 23 (sjálfsm.), Cavani 90
25. júní 2018 14:00
Sádi-Arabía Fáni Sádí-Arabíu 2:1 Fáni Egyptalands Egyptaland Volgograd Arena, Volgograd
Al-Faraj 45+6 (víti). Al-Dawsari 90+5 Salah 22

B-riðill[breyta | breyta frumkóða]

Spánn og Portúgal mættust í fyrstu umferð riðilsins í viðureign sem var almennt talin úrslitaleikurinn. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3:3 jafntefli og jafnaði metin undir lok leiksins. Í hinni viðureigninni tryggði sjálfsmark andstæðings á sjöttu mínútu uppbótartíma Írönum öll stigin þrjú. Evrópsku liðin unnu bæði 1:0 sigra á mótherjum sínum í annarri umferðinni. Portúgal virtist ætla að næla sér í toppsætið þegar komið var fram í uppbótartíma í lokaleikjunum tveimur. Þá jöfnuðu Íranir gegn Portúgölum og Spánverjar björguðu eigin skinni og efsta sætinu með því að jafna 2:2 gegn Marokkó.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig Útsláttarkeppni
1 Fáni Spánar Spánn 2 1 2 0 6 5 +1 5 16 liða úrslit
2 Fáni Portúgals Portúgal 2 1 2 0 5 4 +1 5 16 liða úrslit
3 Fáni Íran Íran 3 1 1 1 2 2 0 4
4 Fáni Marokkó Marokkó 3 0 1 2 2 4 -2 1
15. júní 2018 15:00
Marokkó Fáni Marokkó 0:1 Fáni Íran Íran Krestovsky stadion, Sankti Pétursborg
Bouhaddouz 90+5 (sjálfsm.)
15. júní 2018 18:00
Portúgal Fáni Portúgals 3:3 Fáni Spánar Spánn Fisjt Olympiska stadion, Sotsjí
Ronaldo 4 (víti), 44, 88 Costa 24, 55, Nacho 58
20. júní 2018 12:00
Portúgal Fáni Portúgals 1:0 Fáni Marokkó Marokkó Luzhniki-leikvangurinn, Moskva
Ronaldo 4
20. júní 2018 18:00
Íran Fáni Íran 0:1 Fáni Spánar Spánn Kazan Arena, Kasan
Costa 54
25. júní 2018 18:00
Íran Fáni Íran 1:1 Fáni Portúgals Portúgal Mordovia Arena, Saransk
Ansarifard 90+3 (víti) Quaresma 45
25. júní 2018 18:00
Spánn Fáni Spánar 2:2 Fáni Marokkó Marokkó Kaliningrad stadion, Kalíníngrad
Isco 19, Aspas 90+1 Boutaïb 14, En-Nesyri 81

C-riðill[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta vítaspyrnan á grunni myndbandsdómgæslu var dæmd í viðureign Frakka og Ástrala. Frakkar og Danir höfnuðu í tveimur efstu sætunum og luku keppni með markalausu jafntefli. Perú og Ástraía sátu eftir með þrjú og eitt stig.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig Útsláttarkeppni
1 Fáni Frakklands Frakkland 3 2 1 0 3 1 +2 7 16 liða úrslit
2 Fáni Danmerkur Danmörk 3 1 2 0 2 1 +1 5 16 liða úrslit
3 Fáni Perú Perú 3 1 0 2 2 2 0 3
4 Fáni Ástralíu Ástralía 3 0 1 2 2 5 -3 1
16. júní 2018 10:00
Frakkland Fáni Frakklands 2:1 Fáni Ástralíu Ástralía Kazan Arena, Kasan
Griezmann 58 (víti), Behich 81 (sjálfsm.) Jedinak 62 (víti)
16. júní 2018 16:00
Perú Fáni Perú 0:1 Fáni Danmerkur Danmörk Mordovia Arena, Saransk
Poulsen 59
21. júní 2018 12:00
Danmörk Fáni Danmerkur 1:1 Fáni Ástralíu Ástralía Kosmos Arena, Samara
Eriksen 7 Jedinak 38 (víti)
21. júní 2018 15:00
Frakkland Fáni Frakklands 1:0 Fáni Perú Perú Jekaterinburgska Huvudska stadion, Jekaterinburg
Mbappé 34
26. júní 2018 14:00
Danmörk Fáni Danmerkur 0:0 Fáni Frakklands Frakkland Luzhniki-leikvangurinn, Moskva
26. júní 2018 14:00
Ástralía Fáni Ástralíu 0:2 Fáni Perú Perú Fisjt Olympiska stadion, Sotsjí
Carrillo 18, Guerrero 50

D-riðill[breyta | breyta frumkóða]

Íslendingar hófu keppni sína á HM með óvæntu jafntefli gegn Argentínu þar sem Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Íslenska liðinu tókst ekki að fylgja eftir þessari góðu byrjun og mátti sætta sig við töp í tveimur seinni leikjunum. Vandræði Argentínumanna jukust enn eftir 3:0 skell gegn Króötum í öðrum leik sínum og þurftu sigurmark á lokamínútunum gegn Nígeríu til að skríða áfram ásamt Króötum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig Útsláttarkeppni
1 Fáni Króatíu Króatía 3 3 0 0 7 1 +6 9 16 liða úrslit
2 Fáni Argentínu Argentína 3 1 1 1 3 5 -2 4 16 liða úrslit
3 Fáni Nígeríu Nígería 3 1 0 2 3 4 -1 3
4 Fáni Íslands Ísland 3 0 1 2 2 5 -3 1
16. júní 2018 13:00
Argentína Fáni Argentínu 1:1 Fáni Íslands Ísland Otkrjtije Arena, Moskva
Dómari: 44190
Agüero 19 [1] Alfreð Finnbogason 23
16. júní 2018 19:00
Króatía Fáni Króatíu 2:0 Fáni Nígeríu Nígería Kaliningrad stadion, Kalíníngrad
Etebo 32 (sjálfsm.) Modrić 71 (víti)
21. júní 2018 18:00
Argentína Fáni Argentínu 0:3 Fáni Króatíu Króatía Nizjny Novgorod stadion, Nizjny Novgorod
Rebić 53, Modrić 80, Rakitić 90+1
22. júní 2018 15:00
Nígería Fáni Nígeríu 2:0 Fáni Íslands Ísland Volgograd Arena, Volgograd
Musa 49, 75
26. júní 2018 18:00
Nígería Fáni Nígeríu 1:2 Fáni Argentínu Argentína Krestovsky stadion, Sankti Pétursborg
Moses 51 (víti) Messi 14, Rojo 86
26. júní 2018 18:00
Ísland Fáni Íslands 1:2 Fáni Króatíu Króatía Rostov Arena, Rostov við Don
Gylfi Þór Sigurðsson 76 (víti) Badelj 53, Perišić 90

E-riðill[breyta | breyta frumkóða]

Brasilíumenn unnu riðilinn eins og búist var við. Þeir komust þó í hann krappann gegn Kosta Ríka en skoruðu tvívegis í uppbótartíma. Serbar unnu fyrsta leik sinn og virtust ætla að ná jafntefli gegn Svisslendingum en sigurmark þeirra síðarnefndu fór langleiðina með að tryggja liðinu annað sætið í riðlinum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig Útsláttarkeppni
1 Fáni Brasilíu Brasilía 3 2 1 0 5 1 +4 7 16 liða úrslit
2 Fáni Sviss Sviss 3 1 2 0 5 4 +1 5 16 liða úrslit
3 Fáni Serbíu Serbía 3 1 0 2 2 4 -2 3
4 Fáni Kosta Ríka Kosta Ríka 3 0 1 2 2 5 -3 1
17. júní 2018 12:00
Kosta Ríka Fáni Kosta Ríka 0:1 Fáni Serbíu Serbía Kosmos Arena, Samara
Kolarov 56
17. júní 2018 18:00
Brasilía Fáni Brasilíu 1:1 Fáni Sviss Sviss Rostov Arena, Rostov við Don
Coutinho 20 Zuber 50
22. júní 2018 12:00
Brasilía Fáni Brasilíu 2:0 Fáni Kosta Ríka Kosta Ríka Krestovsky stadion, Sankti Pétursborg
Coutinho 90+1, Neymar 90+7
22. júní 2018 18:00
Serbía Fáni Serbíu 1:2 Fáni Sviss Sviss Kaliningrad stadion, Kalíníngrad
Mitrović 5 Xhaka 52, Shaqiri 90
27. júní 2018 18:00
Serbía Fáni Serbíu 0:2 Fáni Brasilíu Brasilía Otkrjtije Arena, Moskva
Paulinho 36, Thiago Silva 68
27. júní 2018 18:00
Sviss Fáni Sviss 2:2 Fáni Kosta Ríka Kosta Ríka Nizjny Novgorod stadion, Nizjny Novgorod
Džemaili 31, Drmić 88 Waston 56, Sommer 90+3 (sjálfsm.)

F-riðill[breyta | breyta frumkóða]

Þjóðverjar bættust í hóp ríkjandi heimsmeistara sem mistókst að komast upp úr riðlakeppninni á næsta heimsmeistaramóti. Eftir að hafa herjað út sigur gegn Svíum í öðrum leik sínum virtust meistararnir ætla að sleppa með skrekkinn og dugði sigur í lokaumferðinni gegn Suður-Kóreu sem fallin var úr keppni. Eftir stífa sókn þýska liðsins skoruðu Kóreumennirnir tvívegis í uppbótartíma. Niðurstaðan varð sú að Svíar og Mexíkóar komust upp úr riðlinum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig Útsláttarkeppni
1 Fáni Svíþjóðar Svíþjóð 3 2 0 1 5 2 +3 6 16 liða úrslit
2 Fáni Mexíkós Mexíkó 3 2 0 1 3 4 -1 6 16 liða úrslit
3 Fáni Suður-Kóreu Suður-Kórea 3 1 0 2 3 3 0 3
4 Fáni Þýskalands Þýskaland 3 1 0 2 2 4 -2 3
17. júní 2018 15:00
Þýskaland Fáni Þýskalands 0:1 Fáni Mexíkós Mexíkó Luzhniki-leikvangurinn, Moskva
Lozano 35
18. júní 2018 12:00
Svíþjóð Fáni Svíþjóðar 1:0 Fáni Suður-Kóreu Suður-Kórea Nizjny Novgorod stadion, Nizjny Novgorod
Granqvist 65 (víti)
23. júní 2018 15:00
Suður-Kórea Fáni Suður-Kóreu 1:2 Fáni Mexíkós Mexíkó Rostov Arena, Rostov við Don
Son Heung-min 90+3 Vela 26 (víti), Hernández 66
23. júní 2018 18:00
Þýskaland Fáni Þýskalands 2:1 Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Fisjt Olympiska stadion, Sotsjí
Reus 48, Kroos 90+5 Toivonen 32
27. júní 2018 14:00
Suður-Kórea Fáni Suður-Kóreu 2:0 Fáni Þýskalands Þýskaland Kazan Arena, Kasan
Kim Young-gwon 90+3, Son Heung-min 90+6
27. júní 2018 14:00
Mexíkó Fáni Mexíkós 0:3 Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Jekaterinburgska Huvudska stadion, Jekaterinburg
Augustinsson 50, Granqvist 62 (víti), Álvarez 74 (sjálfsm.)

G-riðill[breyta | breyta frumkóða]

Panama tapaði öllum leikjunum á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, þar á meðal 6:1 gegn Englendingum sem reyndist vera stærsti sigurinn á mótinu. Markasúpan dugði Englendingum þó aðeins til annars sætisins á eftir Belgum sem unnu innbyrðisviðureignina í Kaliningrad.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig Útsláttarkeppni
1 Fáni Belgíu Belgía 3 3 0 0 9 2 +7 9 16 liða úrslit
2 Fáni Englands England 3 2 1 0 8 3 +5 6 16 liða úrslit
3 Fáni Túnis Túnis 3 1 0 2 5 8 -3 3
4 Fáni Panama Panama 3 0 0 3 2 11 -9 0
18. júní 2018 15:00
Belgía Fáni Belgíu 3:0 Fáni Panama Panama Fisjt Olympiska stadion, Sotsjí
Mertens 47, Lukaku 69, 75
18. júní 2018 18:00
Túnis Fáni Túnis 1:2 Fáni Englands England Volgograd Arena, Volgograd
Sassi 35 (víti) Kane 11, 90+1
23. júní 2018 12:00
Belgía Fáni Belgíu 5:2 Fáni Túnis Túnis Otkrjtije Arena, Moskva
E. Hazard 6 (víti), 51, Lukaku 16, 45+3, Batshuayi 90 Bronn 18, Khazri 90+3
24. júní 2018 12:00
England Fáni Englands 6:1 Fáni Panama Panama Nizjny Novgorod stadium, Nizjny Novgorod
Stones 8, 40, Kane 22 (víti), 45+1 (víti), 62, Lingard 36 Baloy 78
28. júní 2018 18:00
England Fáni Englands 0:1 Fáni Belgíu Belgía Kaliningrad stadion, Kalíníngrad
Januzaj 51
28. júní 2018 18:00
Panama Fáni Panama 1:2 Fáni Túnis Túnis Mordovia Arena, Saransk
Meriah 33 (sjálfsm.) F. Ben Youssef 51, Khazri 66

H-riðill[breyta | breyta frumkóða]

Kólumbía tapaði upphafsleik sínum en náði samt toppsæti riðilsins. Pólverjar úr efsta styrkleikaflokki ollu stuðningsmönnum sínum miklum vonbrigðum, töpuðu tveimur fyrstu leikjunum og enduðu að lokum neðstir. Japan og Senegal urðu jöfn að stigum og með nákvæmlega sömu markatölu í öðru og þriðja sæti. Þá þurfti að grípa til háttvísisstiga og þar höfðu Japanir betur og komust í næstu umferð. Sú niðurstaða þótti sérlega kaldhæðnisleg í ljósi þess að japanska liðið lagði árar í bát síðustu mínúturnar í lokaleiknum gegn Pólverjum, reyndi ekki að jafna metin heldur gættu þess eins að næla sér ekki í fleiri spjöld. Fram komu kröfur um að FIFA refsaði Japönum fyrir þetta en við slíku var ekki orðið.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig Útsláttarkeppni
1 Fáni Kólumbíu Kólumbía 3 2 0 1 5 2 +3 6 16 liða úrslit
2 Fáni Japan Japan (*) 3 1 1 1 4 4 0 4 16 liða úrslit
3 Fáni Senegal Senegal 3 1 1 1 4 4 0 4
4 Fáni Póllands Pólland 3 1 0 0 0 2 5 3

(*) Japan komst í 16-liða úrslit út á færri gul spjöld en Senegal.

19. júní 2018 12:00
Kólumbía Fáni Kólumbíu 1:2 Fáni Japan Japan Mordovia Arena, Saransk
Quintero 39 Kagawa 6 (víti), Osako 73
19. júní 2018 15:00
Pólland Fáni Póllands 1:2 Fáni Senegal Senegal Otkrjtije Arena, Moskva
Krychowiak 86 Cionek 37 (sjálfsm.), Niang 60
24. júní 2018 15:00
Japan Fáni Japan 2:2 Fáni Senegal Senegal Jekaterinburgska Huvudska stadion, Jekaterinburg
Inui 34, Honda 78 Mané 11, Wagué 71
24. júní 2018 18:00
Pólland Fáni Póllands 0:3 Fáni Kólumbíu Kólumbía Kazan Arena, Kasan
Mina 40, Falcao 70, Ju. Cuadrado 75
28. júní 2018 14:00
Japan Fáni Japan 0:1 Fáni Póllands Pólland Volgograd Arena, Volgograd
Bednarek 59
28. júní 2018 14:00
Senegal Fáni Senegal 0:1 Fáni Kólumbíu Kólumbía Kosmos Arena, Samara
Mina 74

Útsláttarkeppni[breyta | breyta frumkóða]

16 liða úrslit 8 liða úrslit 4 liða úrslit Úrslit
                           
30. júní – Sochi            
 Fáni Úrúgvæ Úrúgvæ  2
6. júlí – Nizhny Novgorod
 Fáni Portúgals Portúgal  1  
 Fáni Úrúgvæ Úrúgvæ  0
30. júní – Kazan
   Fáni Frakklands Frakkland  2  
 Fáni Frakklands Frakkland  4
10. júlí – Sánti Pétersborg
 Fáni Argentínu Argentína  3  
 Fáni Frakklands Frakkland  1
2. júlí – Samara
   Fáni Belgíu Belgía  0  
 Fáni Brasilíu Brasilía  2
6. júlí – Kazan
 Fáni Mexíkós Mexíkó  0  
 Fáni Brasilíu Brasilía  1
2. júlí – Rostov-na-Donu
   Fáni Belgíu Belgía  2  
 Fáni Belgíu Belgía  3
15. júlí – Moskva (Luzhniki)
 Fáni Japan Japan  2  
 Fáni Frakklands Frakkland  
1. júlí – Moskva (Luzhniki)
   Fáni Króatíu Króatía  
 Fáni Spánar Spánn  1(3)
7. júlí – Sochi
 Fáni Rússlands Rússland (vítak.)  1(4)  
 Fáni Rússlands Rússland  2(3)
1. júlí – Nizhny Novgorod
   Fáni Króatíu Króatía (vítak.)  2(4)  
 Fáni Króatíu Króatía (vítak.)  1(3)
11. júlí – Moskva (Luzhniki)
 Fáni Danmerkur Danmörk  1(2)  
 Fáni Króatíu Króatía (vítak.)  2
3. júlí – Sankti Pétursborg
   Fáni Englands England  1   Umspil um þriðja sæti
 Fáni Svíþjóðar Svíþjóð  1
7. júlí – Samara 14. júlí – Sankti Pétursborg
 Fáni Sviss Sviss  0  
 Fáni Svíþjóðar Svíþjóð  0  Fáni Belgíu Belgía  
3. júlí – Moskva (Otkrytiye)
   Fáni Englands England  2    Fáni Englands England  
 Fáni Kólumbíu Kólumbía  1(3)
 Fáni Englands England (vítak.)  1(4)  

16 liða úrslit[breyta | breyta frumkóða]

Argentínumenn komust í 2:1 í æsilegum sjö marka leik gegn Frökkum sem höfðu að lokum betu, 4:3. Mark Benjamin Pavard var síðar kosið það fallegasta í keppninni. Edinson Cavani skoraði tvisvar í sigurleik gegn Portúgal, en meiddist og þar með var þátttöku hans lokið á mótinu. Velgengni heimaþjóðarinnar hélt áfram, Rússar slógu Spánverja úr leik eftir vítaspyrnukeppni. Einnig þurfti að grípa til vítaspyrna til að knýa fram úrslit í viðureign Króata og Dana þar sem þeir fyrrnefndu reyndust sterkari. Brasilía og Mexíkó mættust í fimmta sinn í sögu úrslitakeppni HM og sem fyrr héldust Brasilíumenn ósigraðir. Það stefndi í gríðarlega óvænt úrslit í viðureign Belgíu og Japan þar sem Asíubúarnir komust tveimur mörkum yfir en Belgar svöruðu með þremur mörkum, því síðasta í uppbótartíma. Svíar unnu Svisslendinga í tilþrifalitlum leik. Kólumbía jafnaði gegn Englandi í blálokin en enska liðið hafði betur í vítaspyrnukeppni.

30. júní 2018 14:00
Frakkland Fáni Frakklands 4 - 3 Fáni Argentínu Argentína Kazan Arena, Kasan
*Griezmann 13 (víti) *Di María 41
30. júní 2018 18:00
Úrúgvæ Fáni Úrúgvæ 2 - 1 Fáni Portúgals Portúgal Fisht Olympic Stadium, Sotsjí
*Cavani 7,62 *Pepe 55
1. júlí 2018 14:00
Spánn Fáni Spánar 1 - 1 Fáni Rússlands Rússland Luzhniki-leikvangurinn, Moskva
*Ignashevich 12 (sjálfsm.) *Dzyuba 41 (víti)

Snið:Straffesparksboks

1. júlí 2018 18:00
Króatía Fáni Króatíu 1 - 1 Fáni Danmerkur Danmörk Nizhny Novgorod Stadium, Nízhníj Novgorod
*Mandžukić 4 *M. Jørgensen 1

Snið:Straffesparksboks

2. júlí 2018 14:00
Brasilía Fáni Brasilíu 2 - 0 Fáni Mexíkós Mexíkó Cosmos Arena, Samara
*Neymar 51
2. júlí 2018 18:00
Belgía Fáni Belgíu 3 - 2 Fáni Japan Japan Rostov Arena, Rostov við Don
*Vertonghen 69 *Haraguchi 48
3. júlí 2018 14:00
Svíþjóð Fáni Svíþjóðar 1 - 0 Fáni Sviss Sviss Krestovsky Stadium, Sankti Pétursborg
Forsberg 66
3. júlí 2018 18:00
Kólumbía Fáni Kólumbíu 1 - 1 Fáni Englands England Otkrjtije Arena, Moskva
Mina 90+3 Kane 57 (víti)

Snið:Straffesparksboks

Fjórðungsúrslit[breyta | breyta frumkóða]

6. júlí 2018 14:00
Úrúgvæ Fáni Úrúgvæ 0-2 Fáni Frakklands Frakkland Nizhny Novgorod Stadium, Nízhníj Novgorod
*Varane 40
6. júlí 2018 18:00
Brasilía Fáni Brasilíu 1-2 Fáni Belgíu Belgía Kazan Arena, Kasan
*Renato Augusto 76 *Fernandinho 13(átogol)
7. júlí 2018 14:00
Svíþjóð Fáni Svíþjóðar 0-2 Fáni Englands England Cosmos Arena, Samara
*Maguire 30
7. júlí 2018 18:00
Rússland Fáni Rússlands 2-2 Fáni Króatíu Króatía Fisht Olympic Stadium, Sotsjí
*Cheryshev 31 *Kramarić 39

Undanúrslit[breyta | breyta frumkóða]

Belgar töpuðu sínum fyrsta leik frá því í september 2016 þegar Frakkar unnu þá 1:0 og komust í sinn fyrsta HM-úrslitaleik. Í hinni undanúrslitaviðureigninni komust Englendingar yfir snemma leiks en Króatar jöfnuðu og skoruðu svo sigurmark í seinni hálfleik framlengingarinnar.

10. júlí 2018 18:00
Frakkland Fáni Frakklands 1-0 Fáni Belgíu Belgía Krestovsky stadion, Sankti Pétursborg
Umtiti 51
11. júlí 2018 18:00
Króatía Fáni Króatíu 2-1 Fáni Englands England Luzhniki-leikvangurinn, Moskva
Perišić 68, Mario Mandžukić 109 Kieran Trippier 5

Bronsleikur[breyta | breyta frumkóða]

Belgar höfðu best náð fjórða sæti á HM 1986 en gerði einu betur með því að tryggja sér bronsverðlaunin með 2:0 sigur á þreyttu ensku liði. Tíu leikmenn skoruðu fyrir belgíska liðið í keppninni.

14. júlí 2018 14:00
Belgía Fáni Belgíu 2-0 Fáni Englands England Krestovsky stadion, Sankti Pétursborg

Úrslitaleikur[breyta | breyta frumkóða]

Króatíska liðið hafði í þrígang þurft að fara í gegnum framlengingu í útsláttarkeppninni og þreytan var farin að segja til sín í úrslitunum. Eftir að hafa lent undir snemma leiks með sjálfsmarki tókst Króötunum að jafna en lentu svo 4:1 undir og tókst ekki að klóra sig aftur inn í leikinn þrátt fyrir að minnka muninn þegar um tuttugu mínútur voru eftir. Úrhellisrigning braust út í leikslok og meðan á verðlaunaafhendingunni stóð.

11. júlí 2018 18:00
Frakkland Fáni Frakklands 4-2 Fáni Króatíu Króatía Luzhniki-leikvangurinn, Moskva

Markahæstu leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

Harry Kane hreppti gullskó FIFA með sex mörk skoruð, tveimur meira en næstu menn. Alls voru 169 mörk skorað, þar af voru tólf sjálfsmörk sem var nýtt met.

6 mörk
4 mörk

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Capacity at 2 of Russia's stadiums to be reduced“. The Oklahoman (via Associated Press). 26. september 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 19 október 2014. Sótt 28. september 2014.