Alþjóðaknattspyrnusambandið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá FIFA)
Jump to navigation Jump to search
Alþjóðaknattspyrnusambandið
FIFA Logo (2010).svg
World Map FIFA.svg
Kort af álfusamböndum FIFA.
SkammstöfunFIFA
EinkennisorðFor the game. For the world.
Stofnun21. maí 1904 (1904-05-21) (118 ára)
GerðÍþróttasamtök
HöfuðstöðvarFáni Sviss Zurich, Sviss
Hnit47°22′53″N 8°34′28″A / 47.38139°N 8.57444°A / 47.38139; 8.57444
Opinber tungumálenska, franska, þýska, spænska
Vefsíðawww.fifa.com

Alþjóðaknattspyrnusambandið (franska: Fédération Internationale de Football Association, skammstöfun FIFA) er alþjóðlegur yfirumsjónaraðili knattspyrnu, futsal og strandfótbolta. Aðilar að sambandinu eru sex knattspyrnusambönd í öllum álfum heimsins.

FIFA skipuleggur alþjóðlegar knattspyrnukeppnir, þar á meðal Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Heimsmeistaramótið var fyrst haldið 1930 og var haldið í tuttugasta og fyrsta skipti í Rússlandi 2018.

Sambandið var stofnað 21. maí 1904 í París. Stofnfélagar voru knattspyrnusambönd Belgíu, Danmerkur, Frakklands, Hollands, Spánar, Svíþjóðar og Sviss. Höfuðstöðvar félagsins eru í Zürich, Sviss. 1908 varð Knattspyrnusamband Suður-Afríku fyrsta sambandið utan Evrópu sem sóttist eftir aðild. Núverandi forseti sambandsins er Gianni Infantino.

Forsetar FIFA[breyta | breyta frumkóða]

Fjórir forsetar hafa látist í embætti eða verið vikið frá störfum. Staðgenglar sem leystu þá af hólmi eru ekki taldir upp í listanum.