Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu
Merki landsliðsins
GælunafnLa Celeste (Það himinbláa); Charrúarnir
ÍþróttasambandAUF
ÁlfusambandCONMEBOL
ÞjálfariMarcelo Bielsa
FyrirliðiDiego Godin
LeikvangurEstadio Centenario
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
15 (26. okt. 2023)
2 (júní 2012)
76 (desember 1998)
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
2-3 gegn Argentínu 16. maí 1901
Stærsti sigur
9–0 gegn Bólivíu 9. nóvember 1927
Mesta tap
0-6 gegn Argentínu 20. júlí 1902
Heimsmeistaramót
Keppnir21 (fyrst árið 1930)
Copa América
Keppnir44 (fyrst árið 1916)
Besti árangurMeistarar (1916, 1917, 1920, 1923, 1924, 1926, 1935, 1942, 1956, 1959, 1967, 1983, 1987, 1995, 2011)

Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu (spænska: Selección de fútbol de Uruguay) er landslið Úrúgvæ í knattspyrnu. Því er stjórnað af úrúgvæska knattspyrnusambandinu. Þeir eru gjarnan kallaðir la Celeste (Það himinbláa). Liðið hefur unnið Suður-Ameríkubikarinn Copa América alls 15 sinnum, meira en nokkurt annað lið, síðast árið 2011. Það hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari, meðal annars á fyrsta Heimsmeistaramótinu sem haldið var HM 1930 þar sem það var gestgjafi. Úrúgvæ tókst að sigra nágranna sína í Argentínu 4–2 í úrslitaleiknum. Það vann seinni titilinn árið 1950 með því að sigra Brasilíu í úrslitaleiknum 2–1. Úrúgvæ hefur einnig unnið tvö ólympíugull þ.e árið 1924 og 1928.

Árangur þeirra þykir merkilegur í ljósi smæðar landsins en íbúar Úrúgvæ eru einungis 3,4 milljónir. Þekktir knattspyrnukappar koma frá Úrúgvæ, nægir þar að nefna Diego Forlán, Diego Godin, Luis Suárez og Edinson Cavani.

Diego Forlán Rekur knöttinn áfram, hann á 112 landsleiki á árunum 2002-2014 á bakinu og reyndist liðinu gríðarlega dýrmætur.

Leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

Leikjahæstu leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

# Leikmaður Ferill Leikir
1 Diego Godín 2005–2022 159
2 Luis Suárez 2007– 137
3 Edinson Cavani 2008– 135
4 Fernando Muslera 2009– 133
5 Maxi Pereira 2005–2018 125
6 Martín Cáceres 2007– 116
7 Diego Forlán 2002–2014 112
8 Cristian Rodríguez 2003–2018 110
9 Diego Lugano 2003–2014 95
10 Egidio Arévalo Ríos 2006–2017 90

Markahæstu leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

# Leikmaður Ferill Mörk Leikir Markahlutfall
1 Luis Suárez 2007– 68 133 0.52
2 Edinson Cavani 2008– 58 133 0.43
3 Diego Forlán 2002–2014 36 112 0.32
4 Héctor Scarone 1917–1930 31 51 0.61
5 Ángel Romano 1913–1927 28 69 0.41
6 Óscar Míguez 1950–1958 27 39 0.69
7 Sebastián Abreu 1996–2012 26 70 0.37
8 Pedro Petrone 1923–1930 24 28 0.86
9 Fernando Morena 1971–1983 22 53 0.42
Carlos Aguilera 1982–1997 22 64 0.34

Titlar og verðlaun[breyta | breyta frumkóða]