Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1916
Upplýsingar móts | |
---|---|
Mótshaldari | Argentína |
Dagsetningar | 2.–17. júlí |
Lið | 4 |
Sætaröðun | |
Meistarar | Úrúgvæ (1. titill) |
Í öðru sæti | Argentína |
Í þriðja sæti | Brasilía |
Í fjórða sæti | Síle |
Tournament statistics | |
Leikir spilaðir | 6 |
Mörk skoruð | 18 (3 á leik) |
Markahæsti maður | Isabelino Gradín (3 mörk) |
Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1916 var fyrsta skiptið sem Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu, sem síðar fékk nafnið Copa América. Hún var haldin í Buenos Aires í Argentínu daga 2.-17. júlí, til að fagna hundrað ára sjálfstæðisafmæli landsins. Fjórar þjóðir sendu landslið til keppni sem léku öll hvert við annað. Úrúgvæ fór með sigur af hólmi.
Leikvangarnir
[breyta | breyta frumkóða]Buenos Aires | Avellaneda |
---|---|
Gimnasia y Esgrima | Estadio Racing Club |
Fjöldi sæta: 18.000 | Fjöldi sæta: 30.000 |
Keppnin
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta markið í sögu Suður-Ameríkukeppninnar skoraði Úrúgvæmaðurinn José Piendibene í leik gegn Síle. Leikjafyrirkomulagið var óhefðbundið, til að mynda voru fyrstu þrír leikir mótsins allir með Síle. Þjálfari síleska liðsins tók svo að sér dómgæslu í þeim viðureignum sem eftir voru.
Úrúgvæska liðið innihélt þeldökka leikmenn, þar á meðal markakónginn Isabelino Grandín. Önnur lið álfunnar voru á þessum tíma einvörðungu skipuð hvítum leikmönnum og urðu svörtu leikmennirnir fyrir ýmis konar aðkasti og fordómum.
Eftir að Argentínumönnum mistókst að vinna sigur á Brasilíu í næstsíðasta leik keppninnar varð ljóst að Úrúgvæ nægði jafntefli í lokaleiknum til að verða meistari. Liðin mættu fyrst 16. júlí en flauta þurfti leikinn af eftir ólæti áhorfenda. Daginn eftir öttu þau kappi að nýju og gerðu markalaust jafntefli.
Sæti | Lið | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Úrúgvæ | 3 | 2 | 1 | 0 | 6 | 1 | +5 | 5 | |
2 | Argentína | 3 | 1 | 2 | 0 | 7 | 2 | +5 | 4 | |
3 | Brasilía | 3 | 0 | 2 | 1 | 3 | 4 | -1 | 2 | |
4 | Síle | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 | 11 | -9 | 1 |
2. júlí 1916 | |||
Úrúgvæ | 4-0 | Síle | Gimnasia y Esgrima, Buenos Aires Dómari: Hugo Gronda, Argentínu |
Piendibene 44, 75, Gradín 55, 70 |
6. júlí 1916 | |||
Argentína | 6-1 | Síle | Gimnasia y Esgrima, Buenos Aires Dómari: Sidney Pullen, Brasilíu |
Ohaco 2, 75, J.D. Brown 60 (vítasp.), 62 (vítasp.), Marcovecchio 67, 81 | Báez 44 |
8. júlí 1916 | |||
Brasilía | 1-1 | Síle | Gimnasia y Esgrima, Buenos Aires Dómari: León Peyrou, Úrúgvæ |
Demóstenes 29 | Salazar 85 |
8. júlí 1916 | |||
Argentína | 1-1 | Brasilía | Gimnasia y Esgrima, Buenos Aires Áhorfendur: 15.000 Dómari: Carlos Fanta, Síle |
Laguna 10 | Alencar 23 |
12. júlí 1916 | |||
Úrúgvæ | 2-1 | Brasilía | Gimnasia y Esgrima, Buenos Aires Dómari: Carlos Fanta, Síle |
Gradín 58, Tognola 77 | Friedenreich 8 |
17. júlí 1916 | |||
Úrúgvæ | 0-0 | Argentína | Estadio Racing Club, Avellaneda Dómari: Carlos Fanta, Síle |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „1916 South American Championship“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. nóvember 2023.