Norðurlandskjördæmi vestra
Útlit
Norðurlandskjördæmi vestra, náði frá Hrútafirði í vestri til Siglufjarðar í austri. Í kjördæminu voru Skagafjarðarsýsla, Austur-Húnavatnssýsla og Vestur-Húnavatnssýsla. Í kjördæminu voru fimm þingmenn.
Við breytingu á kjördæmaskipan árið 1999 varð Norðurlandskjördæmi vestra hluti af Norðvesturkjördæmi, ásamt Vestfjarðakjördæmi og Vesturlandskjördæmi.
Ráðherrar af norðurlandi vestra
[breyta | breyta frumkóða]Ólafur Jóhannesson, Pálmi Jónsson, Ragnar Arnalds og Páll Pétursson voru einnig ráðherrar hluta þess tíma sem þeir sátu á þingi fyrir kjördæmið.