Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir (KFrost) | |
Fæðingardagur: | 12. maí 1988 |
---|---|
Fæðingarstaður: | Reykjavík |
3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður | |
Flokkur: | ![]() |
Nefndir: | Fjárlaganefnd 2021–2023, efnahags- og viðskiptanefnd 2023 og fjárlaganefnd 2023– |
Þingsetutímabil | |
2021 - | í Reykv. s. fyrir Samf. |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
2022 - | Formaður Samfylkingarinnar |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis |
Kristrún Mjöll Frostadóttir (fædd 12. maí 1988) er íslenskur hagfræðingur og núverandi formaður Samfylkingarinnar. Hún situr á Alþingi fyrir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Menntun[breyta | breyta frumkóða]
Kristrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðafræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum, með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál og meistaragráðu í hagfræði frá Boston-háskóla í Bandaríkjunum.
Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]
Kristrún er fyrrverandi hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og fyrrum aðalhagfræðingur Kviku banka.
Kristrún hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu og verið starfsmaður greiningardeildar Arion banka. Hún starfaði sem sérfræðingur í greiningardeild bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley, fyrst í New York og síðan í London en hélt þaðan til starfa sem aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands í mars árið 2017.[1] Í janúar 2018 tók hún við starfi aðalhagfræðings Kviku banka[2] en sagði starfinu upp þegar hún sóttist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í janúar 2021.[3]
Stjórnmálaferill[breyta | breyta frumkóða]
Innkoma Kristrúnar inn á hið pólitíska svið vakti mikla athygli í aðdraganda kosninga. Hún var sá frambjóðandi Samfylkingarinnar sem var einna mest áberandi í kosningabaráttunni og m.a. spratt fjölmiðlaumræða um hvort Kristrún hefði í starfi sínu hjá Kviku banka fengið tugmilljóna króna kaupaaukagreiðslur. Kristrún vísaði þeim fullyrðingum á bug.[4]
Árið 2022 ákvað Kristrún að bjóða sig fram sem formaður Samfylkingarinnar.[5] Þar sem engin önnur framboð bárust var Kristrún sjálfkjörin formaður á landsþingi flokksins þann 28. október.[6]
Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]
Maki Kristrúnar er Einar B. Ingvarsson og þau eiga tvær dætur fæddar árið 2019 og 2023.[7]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Vi.is, „Kristrún nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs“ (skoðað 13. febrúar 2021)
- ↑ Visir.is, „Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku“ (skoðað 13. febrúar 2021)
- ↑ Mbl.is, „Kristrún lætur af störfum hjá Kviku“ (skoðað 13. febrúar 2021)
- ↑ Dv.is, „Kristrún neitar að hafa þegið tugmilljóna króna kaupaukagreiðslur: „Þetta er algjör lágkúra í fjölmiðlun““ (skoðað 27. september 2021)
- ↑ Það er hægt að stjórna landinu betur Vísir, sótt 19/8 2022
- ↑ Þórður Snær Júlíusson (28. október 2022). „Kristrún Frostadóttir orðin formaður Samfylkingarinnar“. Kjarninn. Sótt 28. október 2022.
- ↑ Xs.is, „Kristrún Mjöll Frostadóttir“[óvirkur tengill] (skoðað 13. febrúar 2021)