Kristrún Frostadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kristrún Frostadóttir (KFrost)
Fæðingardagur: 12. maí 1988 (1988-05-12) (35 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður
Flokkur: Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin
Nefndir: Fjárlaganefnd 2021–2023, efnahags- og viðskiptanefnd 2023 og fjárlaganefnd 2023–
Þingsetutímabil
2021 - í Reykv. s. fyrir Samf.
= stjórnarsinni
Embætti
2022 - Formaður Samfylkingarinnar
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Kristrún Mjöll Frostadóttir (fædd 12. maí 1988) er íslenskur hagfræðingur og núverandi formaður Samfylkingarinnar. Hún situr á Alþingi fyrir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Kristrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðafræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum, með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál og meistaragráðu í hagfræði frá Boston-háskóla í Bandaríkjunum.

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Kristrún er fyrrverandi hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og fyrrum aðalhagfræðingur Kviku banka.

Kristrún hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu og verið starfsmaður greiningardeildar Arion banka. Hún starfaði sem sérfræðingur í greiningardeild bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley, fyrst í New York og síðan í London en hélt þaðan til starfa sem aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands í mars árið 2017.[1] Í janúar 2018 tók hún við starfi aðalhagfræðings Kviku banka[2] en sagði starfinu upp þegar hún sóttist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í janúar 2021.[3]

Stjórnmálaferill[breyta | breyta frumkóða]

Innkoma Kristrúnar inn á hið pólitíska svið vakti mikla athygli í aðdraganda kosninga. Hún var sá frambjóðandi Samfylkingarinnar sem var einna mest áberandi í kosningabaráttunni og m.a. spratt fjölmiðlaumræða um hvort Kristrún hefði í starfi sínu hjá Kviku banka fengið tugmilljóna króna kaupaaukagreiðslur. Kristrún vísaði þeim fullyrðingum á bug.[4]

Árið 2022 ákvað Kristrún að bjóða sig fram sem formaður Samfylkingarinnar.[5] Þar sem engin önnur framboð bárust var Kristrún sjálfkjörin formaður á landsþingi flokksins þann 28. október.[6]

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Maki Kristrúnar er Einar B. Ingvarsson og þau eiga tvær dætur fæddar árið 2019 og 2023.[7]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Vi.is, „Kristrún nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs“ (skoðað 13. febrúar 2021)
  2. Visir.is, „Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku“ (skoðað 13. febrúar 2021)
  3. Mbl.is, „Kristrún lætur af störfum hjá Kviku“ (skoðað 13. febrúar 2021)
  4. Dv.is, „Kristrún neitar að hafa þegið tugmilljóna króna kaupaukagreiðslur: „Þetta er algjör lágkúra í fjölmiðlun““ (skoðað 27. september 2021)
  5. Það er hægt að stjórna landinu betur Vísir, sótt 19/8 2022
  6. Þórður Snær Júlíusson (28. október 2022). „Kristrún Frostadóttir orðin formaður Samfylkingarinnar“. Kjarninn. Sótt 28. október 2022.
  7. Xs.is, „Kristrún Mjöll Frostadóttir“[óvirkur tengill] (skoðað 13. febrúar 2021)