Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Kjördæmi Suðurkjördæmi

Flatarmál
 – Samtals
16. sæti
2.227,1 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
40. sæti
690 (2018)
0,31/km²
Sveitarstjóri Kristófer Tómasson

Þéttbýliskjarnar Brautarholt og Árnes
Sveitarfélagsnúmer 8720
Póstnúmer 801
Vefsíða sveitarfélagsins
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Skeiða- og Gnúpverjahreppur er sveitarfélag í austanverðri Árnessýslu. Hann tók til starfa 9. júní 2002 eftir að íbúar Skeiðahrepps og Gnúpverjahrepps samþykktu sameiningu hreppanna í kosningum þá um vorið.

Náttúrufar[breyta | breyta frumkóða]

Skeiða- og Gnúpverjahreppur er austasta sveitarfélag í Árnessýslu ofanverðri og liggur hreppurinn upp með Þjórsá allt inn að Hofsjökli. Að vestanverður marka Hvítá hreppamörk. Náttúrufar er margbreytilegt, allt frá flatlendi Skeiðanna þar sem ágangur Hvítár og Þjórsár hafa mótað landið með flóðum sínum, til holta í Gnúpverjahreppi og fjallendi afréttanna.

Stjórnsýsla[breyta | breyta frumkóða]

Sveitarfélaginu stjórnar 5 manna sveitarstjórn sem valin er í sveitarstjórnarkosningum fjórða hvert ár. Hún hefur aðsetur í Árnesi. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2010 eiga þrír listar menn í sveitarstjórn. Þeir eru:

  • K-listi Farsælir framfarasinnar - með 3 kjörna fulltrúa

• N-listi Nýir tímar nýtt afl - með 1 kjörinn fulltrúa • E-listi Einingar - með 1 kjörinn fulltrúa Þá eru 5 varamenn í sveitarstjórn. Að auki situr sveitarstjóri sveitarstjórnarfundi, en hann er framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.