Alþingiskosningar 2017

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Herbergi fyrir utankjörfundar-atkvæðagreiðslu sem sýnir kjörkassa og kjörklefa í Smáralind fyrir Alþingiskosningar 2017.

Alþingiskosningar voru boðaðar haustið 2017 eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar klofnaði þann 15. september í kjölfar hneykslismála vegna uppreistar æru kynferðisafbrotamanna.[1] Björt framtíð ákvað að yfirgefa stjórnarsamstarfið, í yfirlýsingu var ástæðan sögð „alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar“.[2] Nokkrum dögum síðar tilkynnti Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að hans niðurstaða væri að engar reglur um trúnað hefðu verið brotnar í tengslum við málið.[3]

Kosningar voru haldnar þann 28. október.[4] Þetta voru 23. kosningar til Alþingis frá lýðveldisstofnun. Þessi ríkisstjórn hafði aðeins setið í um ár eða frá Alþingiskosningum 2016.

Framboð[breyta | breyta frumkóða]

Sjö flokkar áttu fulltrúa á þingi sem buðu fram í kosningunum og voru þeir: Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Píratar. Framboð sem ekki áttu mann á þingi sem nú buðu fram voru: Dögun, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Alþýðufylkingin.

Alþýðufylkingin[breyta | breyta frumkóða]

Alþýðufylkingin bauð fram í þriðja sinn. Flokkurinn hefur ekki áður fengið þingmann kjörinn og fékk 0,3% atkvæða í síðustu kosningum. Um miðjan september biðlaði Alþýðufylkingin til stuðningsmanna sinna að leggja hönd á plóg og bjóða sig fram undir þeirra formerkjum.[5] Alþýðufylkingin býður fram í fjórum kjördæmum, Reykjavíkurkjördæmi norður, Reykjavíkurkjördæmi suður, Norðausturkjördæmi og Suðvesturkjördæmi. Degi fyrir kosningarnar sendi Alþýðufylkingin út yfirlýsingu og fordæmdi þau vinnubrögð RÚV að bjóða ekki formanni Alþýðufylkingarinnar að taka þátt í leiðtogakappræðum sama dag.[6]

Björt framtíð[breyta | breyta frumkóða]

Björt framtíð bauð fram í þriðja sinn. Flokkurinn hafði fengið 8,2% og 6 þingmenn kjörna í síðustu kosningum.[7] Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum.

Dögun[breyta | breyta frumkóða]

Dögun bauð fram í þriðja sinn. Flokkurinn hefur ekki áður náð manni á þing og hafði fengið 1,7% atkvæða í síðustu kosningum. Dögun tilkynnti 1. október að hún mundi ekki bjóða fram á landsvísu en eftirléti svæðisfélögum að bjóða fram T-lista ef þau vildu. Dögun býður fram í einu kjördæmi, Suðurkjördæmi.[8]

Flokkur fólksins[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur fólksins bauð fram í annað sinn. Flokkurinn hefur ekki áður náð manni á þing og fékk 3,5% atkvæða í síðustu kosningum. Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum.[9]

Framsókn[breyta | breyta frumkóða]

Framsóknarflokkurinn hefur tekið þátt í öllum 23 Alþingiskosningum sem farið hafa fram frá lýðveldisstofnun. Flokkurinn fékk 11,% í síðustu kosningum og 8 þingmenn kjörna. Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum.

Miðflokkurinn[breyta | breyta frumkóða]

Miðflokkurinn, nýtt stjórnmálaafl Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar, bauð fram í öllum kjördæmum.[10][11]

Vinstri græn[breyta | breyta frumkóða]

Vinstri græn buðu fram í sjöunda sinn. Landsfundur Vinstri grænna var haldinn helgina 6.-8. október.[12] Hreyfingin fékk 15,9% atkvæða í síðustu kosningum og 10 menn kjörna. Hreyfingin býður fram í öllum kjördæmum.

Píratar[breyta | breyta frumkóða]

Píratar buðu fram í þriðja sinn. Flokkurinn fékk 14,5% atkvæða í síðustu kosningum og 10 menn á þing. Píratar tilkynntu um úrslit prófkjara 30. september. Píratar munu bjóða fram í öllum kjördæmum.[13]

Samfylkingin[breyta | breyta frumkóða]

Samfylkingin bauð fram í sjöunda sinn. Flokkurinn galt afhroð í síðustu kosningum og fékk 5,7% atkvæða og þrjá þingmenn. Listar Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmin voru tilkynntir 30. september.[14] Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum.

Sjálfstæðisflokkurinn[breyta | breyta frumkóða]

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt í öllum 23 Alþingiskosningum sem farið hafa fram frá lýðveldisstofnun. Flokkurinn fékk 29,% í síðustu kosningum og 23 þingmenn kjörna. Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum.

Viðreisn[breyta | breyta frumkóða]

Viðreisn bauð fram í annað sinn. Flokkurinn fékk 10,5% atkvæða í síðustu kosningum og 7 þingmenn kosna.[15] Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum.

Framboð sem ekki buðu fram[breyta | breyta frumkóða]

Sósíalistaflokkur Íslands sem varð til þann 1. maí á sama ári ákvað á almennum félagsfundi að bjóða ekki fram.[16]

Íslenska þjóðfylkingin hafði tilkynnt og framboð og skilað inn meðmælendalistum þegar í ljós kom að sumar undirskriftir voru falsaðar. Í kjölfarið voru listarnir afturkallaðir, hætt við framboðin og hlutaðeigandi tilkynntir til lögreglu. [1] [2] [3]

Frelsisflokkurinn tilkynnti í lok september að hann mundi ekki bjóða fram.

Skoðanakannanir[breyta | breyta frumkóða]

Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna sýndu Vinstri græna og Sjálfstæðisflokkinn sterkustu flokkana. [4] [5] [6] [7] [8]

Í könnun sem Félagsvísindastofnun birti þann 7.október kom fram að VG var stærsti flokkurinn með 29% fylgi, en Sjálfstæðisflokkurinn með 24% fylgi.[17]

Úrslit Alþingiskosninga 2017[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Formenn Atkvæði % +/- Þingmenn % +/-
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson 49.543 25,3 -3,8 16 25,4 -5
Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð Katrín Jakobsdóttir 33.155 16,9 +1 11 17.5 +1
Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin Logi Már Einarsson 23.652 12,1 +6,4 7 11,1 +4
Miðflokkurinn.svg Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 21.335 10,9 +10,9 7 11,1 +7
Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson 21.016 10,7 -0,8 8 12,7 0
Merki Pírata Píratar - 18.051 9,2 -5,3 6 9,5 -4
Flokkur fólksins Inga Sæland 13.502 6,9 +3,4 4 6,3 +4
Viðreisn Þorgerður K. Gunnarsdóttir 13.122 6,7 -3,8 4 6,3 -3
Merki Bjartrar framtíðar, fjólublár skjöldur Björt framtíð Óttarr Proppé 2.394 1,2 -6 -4
Merki Alþýðufylkingarinnar Alþýðufylkingin Þorvaldur Þorvaldsson 375 0,2 -0,1
merki framboðsins Dögunar, kría á kringlóttum grunni sem líkist sólarupprás Dögun Helga Þórðardóttir 101 0,1 -1,6

Umfjöllun erlendis[breyta | breyta frumkóða]

Fjölmiðlar erlendis lögðu áherslu á óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum þar sem þetta voru aðrar kosningar á aðeins ársbili sem haldnar væru á Íslandi eftir fall ríkisstjórnar.[18][19][20][21]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrir:
Alþingiskosningar 2016
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 2021