Reykjanesbær

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Reykjanesbær
Reykjanesbær séður frá hafi úti.
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Sveitarfélagsnúmer 2000
Kjördæmi Suðurkjördæmi
Flatarmál
 – Samtals
60. sæti
144,6 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
5. sæti
14.924 (2015)
103,21/km²
Bæjarstjóri Kjartan Már Kjartansson
Þéttbýliskjarnar Keflavík (íb. 8.169)
Njarðvík (íb. 4.398)
Ásbrú (íb. 539)
Hafnir (íb. 150)
Póstnúmer 230, 232, 233, 235, 260
Vefsíða sveitarfélagsins

Reykjanesbær er sveitarfélag á utanverðum Reykjanesskaga, hið fimmta fjölmennasta á Íslandi, með 14.231 íbúa (2013 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands). Sveitarfélagið var stofnað 11. júní 1994 við sameiningu þriggja sveitarfélaga: Keflavíkurkaupstaðar, Njarðvíkurkaupstaðar og Hafnahrepps. Einnig er hverfið Ásbrú hluti bæjarins. Ásamt fleiri byggðarlögum á Reykjanesskaga telst Reykjanesbær vera hluti af Suðurnesjum.

Keflavík og Njarðvík voru fyrst og fremst útgerðar- og fiskvinnslustaðir fyrr á tímum, en síðan hefur margt breyst. Kvótinn hefur flust annað og útgerð er nú svipur hjá sjón miðað við það sem var og fiskvinnsla lítil eða engin. Nú er Reykjanesbær þjónustubær (verslun, skólar, heilbrigðisþjónusta, hótel o. fl.) og iðnaðarbær.

Árlega er haldin hátíð í Reykjanesbæ, sem kallast Ljósanótt. Þetta er mikil menningarhátíð með margs konar sýningum, tónleikum og samkomum af öllu tagi. Hátíðin er haldin fyrstu helgina í september frá fimmtudegi til sunnudags. Hápunktur hátíðarinnar er á laugardagskvöldinu, en þá er flugeldasýning og í lok hennar er kveikt á ljósum, sem lýsa upp Bergið (Keflavíkurberg, Hólmsberg).

Efnahagur[breyta | breyta frumkóða]

Undir lok sumars 2010 var fjallað um bága fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar í kjölfar þess að það fréttist að sveitarfélagið ætti í erfiðleikum með að endurfjármagna 1,8 milljarða króna lán hjá þýskum banka.[1] Til þess að bregðast við bágu fjárhagsástandi voru lagðar fram tillögur um 450 milljóna króna niðurskurð í útgjöldum sveitarfélagsins á ársgrundvelli. Meðal þess sem skera á niður eru laun starfsmanna með lækkun á starfshlutfalli, viðhald á fasteignum og útgjalda vegna styrkveitinga.[2][3] Í nóvember 2013 seldi Reykjanesbær 16,5% hlut bæjarins í HS Veitum til eignarhaldsfélags í eigu Heiðars Más Guðjónssonar.[4]

Vinabæir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist