Fara í innihald

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2013 2021  Suður  Framsóknarfl.
Persónulegar upplýsingar
Fædd16. desember 1973 (1973-12-16) (50 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurFramsóknarflokkurinn
MakiÞröstur Sigmundsson
Börn3
MenntunSagnfræði (BA) og alþjóðaviðskipti (MIB)
HáskóliHáskóli Íslands
Háskólinn á Bifröst
Æviágrip á vef Alþingis

Silja Dögg Gunnarsdóttir (f. 16. desember 1973) er þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi frá árinu 2013 til ársins 2021.

Silja Dögg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1993, BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og meistaraprófi í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst árið 2017.

Áður en Silja settist á þing starfaði hún í sumarvinnu sem lögreglumaður í Keflavík, var skrifta á fréttastofu Ríkisútvarpsins frá 1997-1998, leiðbeinandi við Njarðvíkurskóla frá 1998-1999, blaðamaður og fréttastjóri Víkurfrétta frá 1999-2001, blaðamaður á tímaritunum Vikunni og Hús og híbýli frá 2001-2003, var framkvæmdastjóri Hraunlistar frá 2003-2005, starfaði í móttöku Flughótels í Keflavík frá 2004-2005 og var skjalastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjórnar HS Orku frá 2008-2013.[1]

Í októberlok árið 2019 var Silja Dögg kjörin í embætti forseta Norðurlandaráðs fyrir árið 2020.[2]

  1. Alþingi, Æviágrip - Silja Dögg Gunnarsdóttir (skoðað 24. júlí 2019)
  2. Frettabladid.is, „Silja Dögg kjörin forseti Norðurlandaráðs“ (skoðað 1. nóvember 2019)