Andrés Ingi Jónsson
Andrés Ingi Jónsson (AIJ) | |||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||||||||||||
| |||||||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||||||
Fæddur | 16. ágúst 1979 Reykjavík | ||||||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Vinstri græn (til 2019) Píratar (eftir 2021) | ||||||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Andrés Ingi Jónsson (f. 16. ágúst 1979) er íslenskur stjórnmálamaður. Andrés var fyrst kjörinn á Alþingi fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í Alþingiskosningum árið 2016. Hann sagði sig síðar úr Vinstri grænum og gekk til liðs við Pírata.
Menntun og fyrri störf
[breyta | breyta frumkóða]Andrés lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1998 og B.A. prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2004. Hann stundaði nám í þýsku og heimspeki í Berlín 2004-2006 og lauk M.A. prófi í stjórnmálafræði við University of Sussex 2007.
Andrés starfaði sem blaðamaður hjá 24 stundum árin 2007-2008 og var nefndarritari hjá Stjórnlagaráði 2011. Hann gegndi stöðu aðstoðarmanns Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra 2010[1] og var aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, 2011-2013[2].
Stjórnmálaferill
[breyta | breyta frumkóða]Andrés hóf stjórnmálaferil sinn í Vinstri grænum í ársbyrjun 2009[3]. Hann tók fyrst sæti á lista flokksins í Alþingiskosningum það sama ár. Hann tók fyrst sæti á þingi sem varamaður í forföllum Steinunnar Þóru Árnadóttur í júní 2015[4] en var síðan kjörinn þingmaður í Alþingiskosningum 2016 og endurkjörinn 2017.
Þann 27. nóvember árið 2019 sagði Andrés sig úr þingflokki Vinstri grænna og tilkynnti að hann myndi sitja sem óháður þingmaður út kjörtímabilið.[5] Ástæða hans var óánægja með stjórnarsamstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, en Andrés hafði áður kosið gegn stjórnarsáttmála flokkanna.[6]
Þann 10. febrúar 2021 gekk Andrés til liðs við þingflokk Pírata[7] og var síðan kjörinn þingmaður fyrir Pírata í Alþingiskosningunum 2021.
Hann hefur átt sæti í umhverfis- og samgöngunefnd síðan 2021 og var áður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2019 til 2021, allsherjar- og menntamálanefnd frá 2017 til 2019 og velferðarnefnd frá 2017 til 2019. [8]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Andrés aðstoðar Álfheiði“. sunnlenska.is. 1. maí 2010. Sótt 13. ágúst 2019.
- ↑ „Andrés aðstoðar Svandísi“. sunnlenska.is. 1. september 2011. Sótt 13. ágúst 2019.
- ↑ „Andrés Ingi Jónsson“. RÚV. 14. október 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. september 2021. Sótt 18. mars 2020.
- ↑ „Andrés Ingi tók sæti á þingi“. sunnlenska.is. 30. júní 2015. Sótt 18. mars 2020.
- ↑ Ingvar Þór Björnsson (27. nóvember 2019). „Andrés Ingi segir sig úr þingflokki Vinstri grænna“. RÚV. Sótt 27. nóvember 2019.
- ↑ Ingvar Þór Björnsson (27. nóvember 2019). „„Heildarmyndin var orðin óvinnandi"“. RÚV. Sótt 27. nóvember 2019.
- ↑ Kristín Ólafsdóttir (10. febrúar 2021). „Andrés Ingi genginn til liðs við Pírata“. Vísir. Sótt 10. febrúar 2021.
- ↑ „Nefnd“.