Vilhjálmur Árnason (heimspekingur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Vilhjálmur Árnason)
Jump to navigation Jump to search
Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.
Íslensk heimspeki
Heimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Nafn: Vilhjálmur Árnason
Fædd/ur: 6. janúar 1953 (1953-01-06) (68 ára)
Skóli/hefð: Samræðusiðfræði
Helstu ritverk: Siðfræði lífs og dauða; Broddflugur
Helstu viðfangsefni: siðfræði, siðspeki, stjórnspeki
Markverðar hugmyndir: mannhelgi, samræðusiðfræði, greinarmunur á leikreglum og lífsgildum, sjálfræði
Áhrifavaldar: Immanuel Kant, Jürgen Habermas, Jean-Paul Sartre, John Rawls

Vilhjálmur Árnason (fæddur 6. janúar 1953 í Neskaupstað á Íslandi) er íslenskur heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands.

Vilhjálmur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1973, B.A.-gráðu í heimspeki og bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1978 og hlaut kennsluréttindi árið 1979. Að loknu námi við Háskóla Íslands hélt Vilhjálmur utan í nám. Hann hlaut M.A.-gráðu í heimspeki frá Purdue háskóla í Indiana fylki í Bandaríkjunum árið 1980 og Ph.D.-gráðu frá sama skóla árið 1982. Hann var Alexander von Humboldt styrkþegi í Berlín árið 1993.

Veturinn 1976-1977 kenndi Vilhjálmur íslensku við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað. Hann var stundakennari í heimspeki við Menntaskólann við Sund veturinn 1977-1978 og var auk þess leiðbeinandi í heimspekilegum forspjallsvísindum við Háskóla Íslands. Á árunum 1983-1988 var Vilhjálmur stundakennari í heimspeki við Heimspekideild, Guðfræðideild og Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann varð lektor í heimspeki við sama skóla árið 1989, dósent árið 1990 og prófessor árið 1996. Vilhjálmur er Visiting fellow við Clare Hall í Cambridge University á Englandi á vormisseri 2006.

Vilhjálmur hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var formaður Siðaráðs Landlæknis árin 1998-2000 og hefur verið formaður stjórnar Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 1997. Vilhjálmur var varaformaður stjórnar Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands árin 1995-1997. Hann er fulltrúi hugvísindasviðs í háskólaráði Háskóla Íslands.

Vilhjálmur var ritstjóri Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags frá 1997-2003 (ásamt Ólafi Páli Jónssyni frá 2002) og ritstjóri Skírnis árin 1987-1994 (ásamt Ástráði Eysteinssyni frá 1989).

Vilhjálmur fæst einkum við siðfræði, bæði fræðilega og hagnýtta siðfræði. Hann hefur birt fræðilegar greinar um þau efni víða, bæði á íslensku og erlendum málum. Bók hans Siðfræði lífs og dauða var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Forseta Íslands árið 1993. Hún var gefin út aukin og endurbætt 2003 og kom út í þýskri þýðingu 2005 hjá LIT–Verlag undir heitinu Dialog und Menschenwürde. Ethik im Gesundheitswesen.

Helstu ritverk[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Kristján Karlsson og Sigurður Líndal
Ritstjóri Skírnis
(19871994)
Eftirmaður:
Jón Karl Helgason og Róbert H. Haraldsson