Norðurlandskjördæmi eystra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Norðurlandskjördæmi eystra, náði frá Ólafsfirði í vestri til Langaness í austri. Í kjördæminu voru Eyjafjarðarsýsla, Suður-Þingeyjarsýsla og Norður-Þingeyjarsýsla. Frá 1987 til 1995 voru sjö þingmenn í kjördæminu en annars sex. Í 40 ár, frá 1959 til 1999 hafði Framsóknarflokkurinn 1. þingmann kjördæmisins. Lengi vel hafði Sjálfstæðisflokkurinn 2. þingmann kjördæmisins, að árunum 1979-1983 og 1999-2003 slepptum þegar Framsóknarflokkurinn hlaut 2. þingmann kjördæmisins, í fyrra skiptið hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 3. þingmanninn og í seinna skiptið þann fyrsta. 1987 buðu Samtök um jafnrétti og félagshyggju, einungis fram í Norðurlandskjördæmi eystra og fengu einn mann kjörinn á þing.

Við breytingu á kjördæmaskipan árið 1999 voru Norðurlandskjördæmi eystra og Austurlandskjördæmi sameinuð í eitt Norðausturkjördæmi, utan hvað Siglufjörður varð hluti Norðausturkjördæmis, en hafði áður verið í Norðurlandskjördæmi vestra, og Austur-Skaftafellssýsla, sem verið hafði hluti af Austurlandskjördæmi, varð hluti af Suðurkjördæmi.

Ráðherrar af Norðurlandi eystra[breyta | breyta frumkóða]

Magnús Jónsson, Björn Jónsson, Bragi Sigurjónsson, Ingvar Gíslason, Guðmundur Bjarnason, Steingrímur J. Sigfússon, Halldór Blöndal, Valgerður Sverrisdóttir og Tómas Ingi Olrich voru einnig ráðherrar hluta þess tíma sem þau sátu á þingi fyrir kjördæmið.

Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra[breyta | breyta frumkóða]

Þing Þingsetutími 1. þingmaður Fl. 2. þingmaður Fl. 3. þingmaður Fl. 4. þingmaður Fl. 5. þingmaður Fl. 6. þingmaður Fl. 7. þingmaður Fl.
80. lögþ. 1959 - 1960 Karl Kristjánson B Jónas G. Rafnar D Gísli Guðmundsson B Garðar Halldórsson B Björn Jónsson G Magnús Jónsson D
81. lögþ. 1960-1961
82. lögþ. 1961-1962 Ingvar Gíslason
83. lögþ. 1962-1963
84. lögþ. 1963-1964 Björn Jónsson G Ingvar Gíslason B
85. lögþ. 1964-1965
86. lögþ. 1965-1966
87. lögþ. 1966-1967
88. lögþ. 1967-1968 Gísli Guðmundsson Ingvar Gíslason B Björn Jónsson G Stefán Valgeirsson
89. lögþ. 1968-1969
90. lögþ. 1969-1970
91. lögþ. 1970-1971
92. lögþ. 1971-1972 Magnús Jónsson Stefán Valgeirsson B Lárus Jónsson D Björn Jónsson I
93. lögþ. 1972-1973
94. lögþ. 1973-1974 Ingvar Gíslason Stefán Valgeirsson Jónas Jónsson
95. lögþ. 1974 Jón G. Sólnes Lárus Jónsson D Stefán Jónsson G Ingi Tryggvason B
96. lögþ. 1974-1975
97. lögþ. 1975-1976
98. lögþ. 1976-1977
99. lögþ. 1977-1978
100. lögþ. 1978-1979 Bragi Sigurjónsson A Stefán Jónsson G Stefán Valgeirsson B Lárus Jónsson D
101. lögþ. 1979
102. lögþ. 1979-1980 Stefán Valgeirsson B Lárus Jónsson D Guðmundur Bjarnason Árni Gunnarsson A
103. lögþ. 1980-1981
104. lögþ. 1981-1982
105. lögþ. 1982-1983
106. lögþ. 1983-1984 Lárus Jónsson D Stefán Valgeirsson B Steingrímur J. Sigfússon Halldór Blöndal D Guðmundur Bjarnason B
107. lögþ. 1984-1985 Halldór Blöndal Björn Dagbjartsson
108. lögþ. 1985-1986
109. lögþ. 1986-1987
110. lögþ. 1987-1988 Guðmundur Bjarnason Árni Gunnarsson A Valgerður Sverrisdóttir B Stefán Valgeirsson J Málfríður Sigurðardóttir V
111. lögþ. 1988-1989
112. lögþ. 1989-1990
113. lögþ. 1990-1991
114. lögþ. 1991 Valgerður Sverrisdóttir B Tómas Ingi Olrich D Jóhannes Geir Sigurgeirsson B Sigbjörn Gunnarsson A
115. lögþ. 1991-1992
116. lögþ. 1992-1993
117. lögþ. 1993-1994
118. lögþ. 1994-1995
119. lögþ. 1995 Svanfríður Jónasdóttir J
120. lögþ. 1995-1996
121. lögþ. 1996-1997
122. lögþ. 1997-1998
123. lögþ. 1998-1999 U S
124. lögþ. 1999 Halldór Blöndal D Valgerður Sverrisdóttir B Steingrímur J. Sigfússon U Svanfríður Jónasdóttir S Árni Steinar Jóhannsson U
125. lögþ. 1999-2000
126. lögþ. 2000-2001
127. lögþ. 2001-2002
128. lögþ. 2002-2003