Ásahreppur
Ásahreppur | |
![]() | |
![]() | |
Kjördæmi | Suðurkjördæmi
|
Flatarmál – Samtals |
13. sæti 2.965,9 km² |
Mannfjöldi – Samtals – Þéttleiki |
59. sæti 251 (2020) 0,08/km² |
Oddviti |
|
Þéttbýliskjarnar | Engir |
Sveitarfélagsnúmer | 8610 |
Póstnúmer | 851 |
Vefsíða sveitarfélagsins |
Ásahreppur er hreppur vestast í Rangárvallasýslu. Hann varð til 11. júlí 1892 þegar Holtamannahreppi var skipt í tvennt, í Holtahrepp hið efra og Ásahrepp hið neðra. Ásahreppi sjálfum var skipt í tvennt 1. janúar 1938 og varð neðri hlutinn að Djúpárhreppi en sá efri hélt nafninu óbreyttu.
Áshreppingar hafa atvinnu af landbúnaði, verslun og öðrum þjónustugreinum. Náttúran er mjög fjölbreytt, mýrlent á köflum en ásar og holt á milli þar sem bændabýlin standa 3 - 5 í þyrpingum eða hverfum, sem einkenna byggðamynstur sveitafélagsins. Stærsta varpland grágæsar á Íslandi er við Frakkavatn. Þjórsá rennur við hreppamörkin og sýslumörkin í vestri. Afréttur Ásahrepps er 4/7 hlutar af Holtamannaafrétti á móti 3/7 eignarhluta Rangárþings ytra. Holtamannaafréttur nær meðal annar yfir austurhluta Þjórsárvera, og vesturhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Um Holtamannaafrétt liggur Sprengisandsvegur milli Suður- og Norðurlands.
