Fara í innihald

Margrét Tryggvadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Margrét Tryggvadóttir (f. 20. maí 1972) er íslenskur stjórnmálamaður og rithöfundur. Margrét var kosin á þing árið 2009 fyrir Borgarahreyfinguna (síðar Hreyfingin)) og sat á þingi 2009-2013. Árið 2013 bauð hún sig fram fyrir Dögun en náði ekki kjöri. Í Alþingiskosningunum árið 2016 bauð Margrét sig fram fyrir Samfylkinguna í 1-2. sæti í Suðvesturkjördæmi.

Margrét er með BA í bókmenntafræði og MA í menningarstjórnun hefur starfað sem fræðimaður, ritstjóri, þýðandi, rekið gallerí og skrifað bækur, einkum fyrir börn.

Helstu ritverk:

  • Íslandbók barnanna, ásamt Lindu Ólafsdóttur, 2016.
  • Útistöður, 2014.
  • Drekinn sem varð bálreiður, ásamt Halldóri Baldurssyni, 2007.
  • Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinsum hennar, ásamt Halldóri Baldurssyni, 2006.
  • Skoðum myndlist – heimsókn á Listasafn Reykjavíkur, ásamt Önnu C. Leplar, í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur, 2006.
  • Íslensk bókmenntasaga, V bindi, 2006. Ein af höfundum.
  • „Kinderbuchillustration, Entstehung einer Tradition“, Mehr als Trolle. Eis und Feuer. 1997.
  • Islande de Glace et de feu, 2004. Ein af höfundum.
  • Raddir barnabókanna, Mál og menning, 1999 (endurútg. 2005) höfundur þriðjungs efnis.

Auk þess ýmsar greinar í tímaritum, blöðum og bloggi og þýðingar, einkum á barnabókum.

Verðlaun og styrkir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir bókina Sterk.[1]
  • Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna fyrir Íslandsbók barnanna 2016.
  • Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Íslandsbók barnanna 2016.
  • Tilnefning til barnabókaverðlauna Reykjavíkur fyrir Íslandsbók barnanna 2017.
  • Starfsstyrkur Hagþenkis vegna ritunar Íslandsbókar barnanna 2016.
  • Bókin Skoðum myndlist var styrkt af Barnamenningarsjóði, Barnavinafélaginu Sumargjöf og *Menningarsjóði Íslandsbanka og Sjóvár. Bókin hlaut einnig Fjöruverðlaunin árið 2007.
  • Bókin Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2006.
  • Bókin Kóralína eftir Neil Gaiman í þýðingu Margrétar var valin önnur besta þýdda barnabókin árið 2004 af Félagi starfsfólks bókaverslana.
  1. Kolbeinn Tumi Daðason (27. maí 2021). „Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur“. Sótt 4. júní 2024.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.