Sveitarfélagið Vogar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélag
The harbour at Vogar (4501375860).jpg
Höfnin við Voga
Skjaldarmerki Vatnsleysustrandarhrepps.png
Merki
Sveitarfélagið Vogar Loc.svg
Staðsetning Sveitarfélagsins Voga
Hnit: 63°58′0″N 22°23′3″V / 63.96667°N 22.38417°A / 63.96667; 22.38417
KjördæmiSuðurkjördæmi
Flatarmál
– Samtals
50. sæti
164 km²
Mannfjöldi
– Samtals
Þéttleiki
28. sæti
1.331 (2021)
8,12/km²
BæjarstjóriÁsgeir Eiríksson
ÞéttbýliskjarnarVogar
Sveitarfélagsnúmer2506
Póstnúmer190
vogar.is

Sveitarfélagið Vogar áður Vatnsleysustrandarhreppur er sveitarfélag á norðanverðum Reykjanesskaga. Flestir íbúar sækja vinnu annars staðar, t.d til Reykjavíkur eða Keflavíkur en áður byggðist atvinnulífið að mestu á sjósókn. Í sveitarfélaginu er byggðarlagið Vogar, þar búa 1.161 manns. Víkin sem þorpið stendur í heitir Vogavík en þorpið hét áður Kvíguvogar og Vogastapi sunnan þorpsins hét Kvíguvogabjörg. Í Stakksfirði undan Vogastapa voru góð fiskimið, sem hétu Gullkistan. Vogar eru í 14km fjarlægð frá Reykjanesbæ og 25km fjarlægð frá Hafnarfirði. Meiri hluti í búa býr í bæjarkjarnanum Vogar en ca 100 mans í dreifbíli

Staðhættir Voga eru þeir að byggðin er á mjórri ræmu meðfram ströndinni, þó ekki samfelld. Nokkrir bændur voru nokkuð á undan sinni samtíð og urðu brautryðjendur á ýmsan hátt. Bóndi nokkur í Vogum keypti hafskip, sendi það til Spánar með fisk og keypti útgerðarvörur í staðinn. Þá var annar bóndi á Vatnsleysuströnd sem kom fyrstur manna fram með þá hugmynd að friða Faxaflóa fyrir erlendum fiskveiðiskipum.

Strax á landnámsöld kemur staðurinn við sögu. Jörðin Stóru-Vogar var höfuðból um aldir og fylgdu því mörg smábýli. Á öldum áður var hálfkirkja í Vogum en sóknarkirkja sveitarinnar er á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd.

Margir fallegir staðir eru í nágrenni Voga svo sem Kálfatjarnarkirkja, Staðarborg, Vogastapi og Vogatjörn.

Kálfatjarnarkirkja er sóknarkirkja Vogabúa og er hún á Vatnsleysuströnd. Kirkjan var vígð þann 13.júní árið 1893 og var ein stærsta sveitakirkja á landinu en hún rúmaði öll sóknarbörnin í einu. Umhverfi hennar á sér merka sögu en hlaðan Skjaldbreið sem hlaðin var snemma á 19.öld stendur á hlaðinu við kirkjuna. Kirkjan þykir mikil völundarsmíð en Guðmundur Jakobsson húsasmíðameistari (1860-1933) var forsmiður og Þorkell Jónsson bóndi í Móakoti sá um tréverk og útskurð. Nikolaj Sófus Bertelsen (1855-1915) sá um að mála kirkjuna en hann málaði einnig Iðnó og Dómkirkjuna. Altaristaflan er eftirmynd af altaristöflu Dómkirkjunnar en Sigurður Guðmundsson (1833-1874) málaði hana árið 1866. Upprisan er á altaristöflu Kálfatjarnarkirkju. Talið er að kirkja hafi verið á Kálfatjörn frá upphafi en Kálfatjarnarkirkja er talin upp í kirknatali Páls biskups frá 1200. Kirkjan er friðuð.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Árni Óla (1961). Strönd og Vogar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík.
  • Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.