Fara í innihald

Mýrasýsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning Mýrasýslu.

Mýrasýsla (einnig Mýrar) var ein af sýslum Íslands. Sýslur eru ekki lengur stjórnsýslueining á Íslandi, en nafnið er enn notað til að vísa til svæðisins.

Mýrarsýsla er á Vesturlandi og nær frá Hvítá í BorgarfirðiHítará. Sýslan er alls 3.270 km².

Náttúrufar[breyta | breyta frumkóða]

Úti fyrir strönd Mýrasýslu eru ótal sker og er aðgrunnt að ströndinni. Mestur hluti sýslunnar er láglendur og kallast hann einu nafni Mýrar og ná þær allt inn að Norðurá og Gljúfurá meðfram Hvítá. Mýrarnar eru víða illar yfirferðar, með lágum klapparholtum inn á milli. Holt þessi eru mörg hver vaxin birkikjarri. Upp af Mýrunum ganga síðan dalir inn í hálendið; helstu dalir eru Hítardalur, Hraundalur með Langavatnsdal, Norðurárdalur og Þverárhlíð austust.

Mýrasýslan er öll gróðursæl og er gróðurlendið útbreiddast á Mýrum. Afréttir eru einnig grösugir. Í Mýraeldum vorið 2006 skemmdist þó nokkurt gróðurlendi en líklegt er talið að það muni ná sér á einhverjum áratugum.

Stjórnsýsla[breyta | breyta frumkóða]

Mýrasýsla er í lögsagnarumdæmi með Borgarfjarðarsýslu og hefur sýslumaður aðsetur sitt í Borgarnesi. Sveitarfélög innan Mýrasýslu eru tvö, Borgarbyggð og Hvítársíðuhreppur.

Kjördæmið[breyta | breyta frumkóða]

Mýrarsýsla var kjördæmi í Alþingiskosningum fram til 1959, er Vesturlandskjördæmi var myndað.

Nr. Þing Þingmaður Mýrasýslu Tímabil Flokkur
1. 1. lögþ. Hjálmur Pétursson 1875-1880
2. lögþ.
3. lögþ.
2. 4. lögþ. Egill Egilsson 18801885
5. lögþ.
6. lögþ.
3. 7. lögþ. aukaþing Árni Jónsson 18861892
8. lögþ.
9. lögþ.
10. lögþ.
4. 11. lögþ. Benedikt Kristjánsson 1893
5. 12. lögþ. aukaþing Halldór Daníelsson 1894 –1900
13. lögþ.
14. lögþ.
15. lögþ.
6. 16. lögþ. Magnús Andrésson 1900 –1908
17. lögþ. aukaþing
18. lögþ.
19. lögþ.
20. lögþ.
7. 21. lögþ. Jón Sigurðsson 1908 –1911 Sjálfstæðisflokki
22. lögþ.
8. 23. lögþ. Magnús Andrésson 1908 –1911 Sambandsflokki
24. lögþ.
9. 25. lögþ. aukaþing Jóhann Eyjólfsson 1914-1915 Heimastjórnarflokki
26. lögþ.
10. 27. lögþ. aukaþing Pétur Þórðarson 1916-1927 Sjálfstæðisflokki þvers
28. lögþ.
29. lögþ. aukaþing
30. lögþ. aukaþing
31. lögþ.
32. lögþ. aukaþing
33. lögþ.
34. lögþ. Sparnaðarbandalagi
35. lögþ.
36. lögþ.
37. lögþ.
38. lögþ. Framsóknarflokki
39. lögþ.
11. 40. lögþ. Bjarni Ásgeirsson 1927-1951
41. lögþ.
42. lögþ.
43. lögþ.
44. lögþ. aukaþing
45. lögþ.
46. lögþ.
47. lögþ. aukaþing
48. lögþ.
49. lögþ.
50. lögþ.
51. lögþ. aukaþing
52. lögþ.
53. lögþ.
54. lögþ.
55. lögþ.
56. lögþ.
57. lögþ. aukaþing
58. lögþ. aukaþing
59. lögþ.
60. lögþ.
61. lögþ.
62. lögþ.
63. lögþ.
64. lögþ.
65. lögþ.
66. lögþ.
67. lögþ.
68. lögþ.
69. lögþ.
70. lögþ.
12. 71. lögþ. Andrés Eyjólfsson 1951-1956
72. lögþ.
73. lögþ.
74. lögþ.
75. lögþ.
13. 76. lögþ. Halldór E. Sigurðsson 1956-1959
77. lögþ.
78. lögþ.
79. lögþ. aukaþing

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.