Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) | |||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||||||||||||
| |||||||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||||||
Fædd | 6. maí 1987 Akranes | ||||||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Píratar | ||||||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (f. 6. maí 1987) er íslenskur stjórnmálamaður og mannréttindalögfræðingur [1]. Þórhildur var þingmaður Alþingis frá 2016 til 2024 og sat á þingi fyrir Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þrátt fyrir að hafa ekki formann þá var Þórhildur Sunna þingflokksformaður flokksins og einskonar leiðtogi og birtist hún oftast í kappræðum og umræðuþáttum sem formaður.
Þórhildur útskrifaðist með mastersgráðu í mannréttindum og alþjóðlegum refsirétti frá Háskólanum í Utrecht árið 2013. Árið 2014 starfaði hún sem starfsnemi hjá Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu.
Þann 25. febrúar árið 2018 lét Þórhildur þau orð falla í viðtali í sjónvarpsþættunum Silfrinu að „rökstuddur grunur“ væri á að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé úr almannasjóðum í formi akstursgreiðsla til þingmanna.[2] Tilefni ummæla Þórhildar var það að Ásmundur hafði frá árinu 2013 fengið tæpar 23,5 milljónir íslenskra króna endurgreiddar á Alþingi fyrir aksturskostnað, þar á meðal fyrir akstursferðir á vegum sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN.[3][4] Ásmundur kvartaði í kjölfarið yfir Þórhildi til siðanefndar Alþingis, sem komst þann 17. júní 2018 að þeirri niðurstöðu að Þórhildur hefði brotið gegn siðareglum með því að skaða ímynd þingsins með órökstuddum aðdróttunum um refsiverða háttsemi þingmanna.[5] Forsætisnefnd staðfesti þá ályktun þann 26. júní 2019.[6]
Í desember 2019 sendi Ásmundur bréf til Liliane Maury Pasquier, forseta Evrópuráðsþingsins, þar sem hann benti á brot Þórhildar gegn siðareglum Alþingis og lagði til að Þórhildur yrði svipt réttindum sínum á Evropuráðsþinginu.[7] Í svari sínu til Ásmundar sagðist Pasquier ekkert munu aðhafast þar sem ekkert við atferli Þórhildar benti til spillingar eða brota á reglum Evrópuráðsþingsins.[8]
Hún ásamt öllum þingflokki Pírata datt út af þingi í alþingiskosningunum 2024.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Geymt 18 október 2016 í Wayback Machine Píratar. Skoðað 3. nóv, 2016.
- ↑ Birgir Olgeirsson (25. febrúar 2018). „Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé“. Vísir. Sótt 18. desember 2019.
- ↑ Bára Huld Beck (9. febrúar 2018). „Ásmundur hefur fengið tæpar 23,5 milljónir í aksturskostnað á eigin bíl“. Kjarninn. Sótt 18. desember 2019.
- ↑ „Ásmundur Friðriksson ók fyrir 25 milljónir á 6 árum – Rukkaði fyrir að skutla tökufólki ÍNN“. Hringbraut. 17. maí 2019. Sótt 18. desember 2019.
- ↑ Freyr Gígja Gunnarsson (17. júní 2019). „Þórhildur Sunna sögð hafa brotið siðareglur“. RÚV. Sótt 18. desember 2019.
- ↑ Aðalheiður Ámundadóttir (19. júní 2019). „Brot Þórhildar Sunnu staðfest í forsætisnefnd“. Fréttablaðið. Sótt 18. desember 2019.
- ↑ Oddur Ævar Gunnarsson (18. desember 2019). „Sendi forseta Evrópuráðsþingsins erindi vegna Þórhildar“. Fréttablaðið. Sótt 18. desember 2019.
- ↑ Alexander Kristjánsson (20. desember 2019). „Lagði til að Þórhildur yrði svipt réttindum“. mbl.is. Sótt 20. desember 2019.