Þingeyjarsýsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þingeyjarsýsla er sýsla á Norðurlandi eystra og nær frá botni EyjafjarðarBakkaflóa sunnan Langaness. Sýslumaður hefur aðsetur á Húsavík. Upphaf sýslunnar má rekja til Jónsbókar þar sem talað er um Þingeyjarþing.

Kjördæmi[breyta | breyta frumkóða]

Þingeyjarsýsla var sérstakt kjördæmi frá 1844 til 1877 þegar henni var skipt í tvö einmenningskjördæmi, Suður-Þingeyjarsýslu og Norður-Þingeyjarsýslu. Þessi skipting hélst til 1959 þegar þau urðu bæði hluti af Norðurlandskjördæmi eystra. Nú er sýslan hluti Norðausturkjördæmis.