Mexíkó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Mexico)
Jump to navigation Jump to search
Bandaríki Mexíkó
Estados Unidos Mexicanos
Fáni Mexíkó Skjaldarmerki Mexíkó
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Himno Nacional Mexicano
Staðsetning Mexíkó
Höfuðborg Mexíkóborg
Opinbert tungumál spænska (de facto)
Stjórnarfar lýðveldi

Forseti Andrés Manuel López Obrador
Sjálfstæði
 - - Lýst yfir 16. september 1810 
 - - Viðurkennt 27. september 1821 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
14. sæti
1.972.550 km²
2,5
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
11. sæti
130.430.282
56,9/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2011
1.661.000.000 millj. dala (11. sæti)
14.609 dalir (59. sæti)
Gjaldmiðill Pesói
Tímabelti UTC -6 til -8
Þjóðarlén .mx
Landsnúmer 52

Mexíkó (spænska: Estados Unidos Mexicanos) er lýðveldi sambandsríkja í Norður-Ameríku. Mexíkó á landamæri að Bandaríkunum í norðri, Kyrrahafinu í vestri og suðri, Mexíkóflóa og Karíbahafi í austri og Belís og Gvatemala í suðaustri. Stjórnsýslueiningar landsins eru 31 fylki, auk höfuðborgarinnar, Mexíkóborgar, sem er ein fjölmennasta borg í heimi.

Landið þekur tæplega tvær milljónir ferkílómetra og er 14. stærsta land heims að flatarmáli. Landið er það fimmta stærsta í Norður- og Suður-Ameríku. Íbúafjöldi er 114.658.000 og er landið því 11. fjölmennasta land í heiminum, fjölmennasta spænskumælandi land í heiminum og næstfjölmennasta land í Rómönsku Ameríku.

Mexikó hefur verið aðildarríki OECD síðan 1994, og er jafnframt eina aðildarríkið í Mið-Ameríku og Suður-Ameríku. Mexíkó er nýlega iðnvædd þjóð en er nú með 11. stærsta efnahag heims eftir vergri landsframleiðslu. Efnahagur landsins byggist mjög á viðskiptum við Bandaríkin í gegnum Fríverslunarsamning Norður-Ameríku (NAFTA).

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir landafundi Kristófers Kólumbusar undir lok 15. aldar var margvíslegar siðmenningar að finna í Mexíkó. Þar voru Olmekar, Toltekar, Teotihuakanar, Zapotekar, Majar og Astekar. Árið 1521 lögðu Spánverjar Mexíkó undir sig og nefndu Nýja-Spán. Mexíkóar lýstu yfir sjálfstæði 1810.

Mexíkóska byltingin hófst árið 1910 og lauk árið 1920. Hún hófst undir stjórn Francisco I. Madero og var þetta vopnuð barátta gegn Porfirio Díaz sem var þá búinn að vera langan tíma við völd. Tími Maderos á valdastóli varð mjög stuttur. Hann tók við völdum árið 1911 en árið 1913 myrtu hershöfðinginn Victoriano Huerta og hans menn Madero ásamt varaforsetanum, José María Pino Suárez.

Með tímanum varð byltingin að borgarastyrjöld. Þessi átök eru oft talin einn mikilvægasti félags- og stjórnmálalegi atburður álfunnar.

Eftir langvinna bardaga ákváðu leiðtogar hinna stríðandi fylkinga að gera nýja stjórnarskrá árið 1917. Með því átti ófriði að ljúka, en hann stóð þó yfir allt til 1920, með vægari átökum þó. Álit sagnfræðinga er að byltingunni hafi lokið með dauða Venustiano Carranza sem gerði stjórnarskrá hersins árið 1920.

Byltingin sjálf leiddi til þess að nýr stjórnarflokkur var stofnaður árið 1929 en sá hét Partido Nacional Revolucionario. Hann var svo endurnefndur árið 1946 og þá kallaður Partido Revolucionario Institucional, betur þekktur sem PRI og undir ýmsum leiðtogum hafði PRI-flokkurinn völdin í ríkinu í hendi sér allt til ársins 2000.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.