Astekar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Codex Ríos

Astekar voru nokkrir indíánaþjóðflokkar í Mið-Ameríku sem bjuggu til stórveldi þar sem nú er Mexíkó. Þeir voru þekktir fyrir mannfórnir og grimmd auk hernaðarlegra yfirburða yfir nágrannaþjóðum sínum. Þeir töluðu tungumálið nahúatl og notuðu ótrúlega nákvæmt dagatal sem taldi 365 daga auk sérstaks trúarlegs dagatals sem taldi 260 daga. Ríki asteka var í raun bandalag þriggja borgríkja: Tenochtitlán, Texcoco og Tlacopan. Stærsta borgríkið og miðpunktur ríkisins, Tenochtitlán, var staðsett í Mexíkódal. Þar stendur nú Mexíkóborg.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldamerki Mexíkó vísar til þjóðsögunnar um uppruna asteka.

Goðsögulegur Uppruni Asteka[breyta | breyta frumkóða]

Astekar voru frá stað sem kallaðist Atzlan og því kallaðir astekar. Kaldhæðnislega sóru þeir þess eið að þeir skyldu hverfa af landi brott ef þeir yrðu aftur kallaðir astekar. Sjálfir kölluðu þeir sig mexíka og dregur Mexíkó nafn sitt af þeim. Sagan segir að guð þeirra hafi sagt þeim að finna stað og byggja borg þar sem kaktus yxi upp af steini og á kaktusnum sæti örn með slöngu í gogginum. Mexíkar héldu því af stað suður að leit að merkinu sem guð þeirra hafði sagt frá. Þeir fóru inn í land tolteka og tóku upp ýmsa siði frá þeim og fleiri guði. Land tolteka var að mestu leiti byggt en þeir tóku samt vel á móti mexíkum. Upp úr farsælu sambandi þeirra slitnaði þó þegar mexíkar fórnuðu konu einni er toltekar ætluðu að gifta leiðtoga mexíka. Í kjölfarið ráku toltekar þá til vatnsins Texcoco í Mexíkódal. Þar komu þeir svo auga á merkið sem guð þeirra hafði skipað þeim að finna og á vatninu reistu þeir borgina Tenochtitlán.

Ris Astekaveldis[breyta | breyta frumkóða]

Sannur uppruni asteka er ókunnur og staðsetning Atzlan er heldur ekki þekkt. Deilt er um hvort staðurinn hafi verið einhvers staðar í norðanverðum Bandaríkjunum eða frekar stutt frá Mexíkódal en flestir fræðimenn telja að staðurinn hafi verið goðsögulegur. Almennt er talið að mexíkar hafi fyrst komið í Mexíkódalinn í kringum árið 1248

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.