Querétaro (borg)
Útlit
Santiago de Querétaro eða Querétaro-borg er höfuðborg Querétaro-fylkis í mið-Mexíkó. Hún liggur á mexíkósku hásléttunni í 1.900 metra hæð. Íbúar eru um 800.000 í borginni en 1,6 milljón á stórborgarsvæðinu (2020). Miðbærinn er á heimsminjaskrá UNESCO.
Maximilian 1. Mexíkókeisari var handsamaður og líflátinn í borginni ásamt hershöfðingjum sínum árið 1867.