Curaçao

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Land Curaçao
Pais Kòrsou
Fáni Curaçao Skjaldarmerki Curaçao
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Himno di Kòrsou
Staðsetning Curaçao
Höfuðborg Willemstad
Opinbert tungumál hollenska, papiamentu, enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Hollandskonungur Vilhjálmur Alexander
Landstjóri Lucille George-Wout
Forsætisráðherra Gilmar Pisas
Sjálfstæði frá Hollensku Antillaeyjum
 • Stofnun 10. október 2010 
Flatarmál
 • Samtals

444 km²
Mannfjöldi
 • Samtals (2023)
 • Þéttleiki byggðar
177. sæti
148.925
349/km²
VLF (KMJ) áætl. 2021
 • Samtals 5,5 millj. dala (184. sæti)
 • Á mann 35.484 dalir (45. sæti)
VÞL (2012) 0.811
Gjaldmiðill hollenskt antillagyllini
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .cw
Landsnúmer +599

Curaçao (papiamentu: Kòrsou) er eyríki í Karíbahafi, um 65 km undan strönd Venesúela. Það var hluti af Hollensku Vestur-Indíum en fékk sjálfstjórn árið 2010 innan Konungsríkisins Hollands þegar stjórnsýslueiningin Hollensku Antillaeyjar var leyst upp. Íbúar landsins eru um 150 þúsund og búa nær allir í höfuðborginni Willemstad. Hollenska er stjórnsýslumál eyjarinnar en papiamentu, kreólamál sem byggist á portúgölsku og Afríkumálum, er það mál sem mest er talað. Notkun papiamentu í grunnskólum hófst árið 1993 en áður var aðeins kennt á hollensku. Eyríkið nær yfir megineyjuna, Curaçao, og litlu óbyggðu eyjuna Klein Curaçao. Eyjan er hluti ABC-eyja, ásamt Bonaire og Arúba, en Curaçao er þeirra stærst og fjölmennust.

Eyjan var upphaflega byggð Aravökum, en þegar Spánverjar komu þangað hnepptu þeir íbúana í þrældóm og fluttu til annarra nýlendna. Hollendingar hófu að setjast að á eyjunni árið 1634 og Hollenska Vestur-Indíafélagið stofnaði Willemstad við náttúrulega höfn á eyjunni. Höfnin varð síðan miðstöð þrælaverslunar Hollendinga á svæðinu. Saltnámur voru á eyjunni á 18. öld. Á þeim tíma var eyjan ýmist undir hollenskri, breskri og franskri stjórn. Eftir Napóleonsstyrjaldirnar 1815 varð eyjan hluti af hollensku nýlendunni Curaçao og hjálendur. Olíulindir uppgötvuðust í Maracaibo-dældinni árið 1914 og olíufyrirtækið Shell reisti olíuhreinsistöð á eyjunni. Eftir það batnaði efnahagur eyjarinnar hratt. Curaçao fékk heimastjórn árið 1954 sem hluti af Hollensku Antillaeyjum en þátttaka eyjarskeggja í stjórn var lítil framan af. Árið 1984 tók Curaçao upp fána og þjóðsöng og kröfunni um fullt sjálfstæði óx ásmegin. Þann 10. október 2010 fékk landið sjálfstjórn innan Konungsríkisins Hollands, en konungsríkið fer enn með utanríkis- og varnarmál.

Heiti[breyta | breyta frumkóða]

Heiti eyjunnar er gjarnan skýrt með því að orðið Curaçao sé dregið af heiti sem innfæddir notuðu um sig sjálfa.[1] Elstu heimildir frá Spánverjum styðja þessa skýringu þar sem þær nefna íbúana Indios Curaçaos.[2]

Frá 1525 kom eyjan fyrir á spænskum landakortum sem ýmist Curaçote, Curasaote, Curasaore eða Curacaute.[3] Á 17. öld var oftast notast við rithættina Curaçao og Curazao.[2] Á korti frá 1562 eftir Hieronymus Cock er eyjan nefnd Qúracao.[4]

Til er þjóðsaga um uppruna nafnsins sem gengur út á að sjómenn á 16. og 17. öld þjáðust oft af skyrbjúg vegna C-vítamínskorts eftir langar sjóferðir, og að veikir sjómenn hafi verið skildir eftir á eyjunni. Þegar skipin sneru aftur höfðu þeir náð sér eftir að hafa borðað C-vítamínríka ávexti á eyjunni. Eftir það hafi þeir nefnt eyjuna „lækningaeyju“ (Ilha da Curação á portúgölsku eða Isla de la Curación á spænsku).[5]

Landfræði[breyta | breyta frumkóða]

Líkt og hinar ABC-eyjarnar og Trínidad og Tóbagó, liggur Curaçao á meginlandsgrunni Suður-Afríku. Eyjan er mjó og hæðótt. Hæsti tindurinn er Christoffelberg-fjall sem er 372 metra hátt í norðvestri.[6] Vogar, víkur og heitar uppsprettur gera eyjuna að einum af mörgum baðmeðferðarstöðum svæðisins. Undan suðausturströnd eyjarinnar liggur hin flatlenda eyja Klein Curaçao.

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Curaçao er eitt af ríkjum Konungsríkisins Hollands sem er þingræði innan þingbundinnar konungsstjórnar. Hollandskonungur er þjóðhöfðingi og fulltrúi hans á Curaçao er landstjóri Curaçao, en forsætisráðherra Curaçao er stjórnarleiðtogi. Framkvæmdavaldið liggur hjá ríkisstjórn Curaçao en löggjafarvaldið er hjá stéttaþinginu.

Dómsvaldið er sjálfstætt og fangar eru vistaðir í fangelsinu Sentro di Detenshon i Korekshon Kòrsou.

Curaçao nýtur sjálfstæðis í flestum málum fyrir utan þau sem kveðið er á um í stjórnlögum hollenska konungsríkisins.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Joubert and Van Buurt, 1994
  2. 2,0 2,1 "Curaçao" Geymt 24 febrúar 2021 í Wayback Machine, Curaçao-nature.com, 2005–2016. Sótt 12 ágúst 2016
  3. „Taino Names of the Caribbean Islands“. 2. febrúar 2015.
  4. Cock's 1562 map, Library of Congress website
  5. „CIA World Factbook- Curaçao“. Sótt 15. júlí 2019.
  6. „The World Factbook – Central Intelligence Agency“. cia.gov. Afrit af upprunalegu geymt þann 10 janúar 2019. Sótt 28. nóvember 2017.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.