Curaçao

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Land Curaçao
Pais Kòrsou
Fáni Curaçao Skjaldamerki Curaçao
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
'Himno di Kòrsou'
Staðsetning Curaçao
Höfuðborg Willemstad
Opinbert tungumál hollenska, papiamentu, enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn
Willem-Alexander
Lucille George-Wout
Ivar Asjes
Sjálfstæði
 - Stofnun 10. október 2010 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
195. sæti
444 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
193. sæti
152.760
344/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2008
2,84 millj. dala (177. sæti)
20.567 dalir (46. sæti)
Gjaldmiðill hollenskt antillagyllini
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .cw
Landsnúmer +599 9

Curaçao (papiamentu: Kòrsou) er eyríki í Karíbahafi, undan strönd Venesúela. Það var hluti af Hollensku Vestur-Indíum en fékk sjálfstæði árið 2010 innan Konungsríkisins Hollands þegar Hollensku Antillaeyjar voru leystar upp. Íbúar landsins eru um 150 þúsund og búa nær allir í höfuðborginni Willemstad. Hollenska er stjórnsýslumál eyjarinnar en papiamentu, kreólamál sem byggist á portúgölsku og Afríkumálum, er það mál sem mest er talað. Notkun papiamentu í grunnskólum hófst árið 1993 en áður var aðeins kennt á hollensku.

Eyjan var upphaflega byggð Aravökum en þegar Spánverjar komu þangað hnepptu þeir íbúana í þrældóm og fluttu til annarra nýlendna. Hollendingar hófu að setjast að á eyjunni árið 1634 og Hollenska Vestur-Indíafélagið stofnaði Willemstad við náttúrulega höfn á eyjunni. Höfnin varð síðan miðstöð þrælaverslunar Hollendinga á svæðinu. Saltnámur voru unnar á eyjunni á 18. öld. Á þeim tíma var eyjan ýmist undir hollenskri, breskri og franskri stjórn. Eftir Napóleonsstyrjaldirnar 1815 varð eyjan hluti af hollensku nýlendunni Curaçao og hjálendur. Olíulindir uppgötvuðust í Maracaibo-dældinni árið 1914 og olíufyrirtækið Shell reisti olíuhreinsistöð á eyjunni. Eftir það óx efnahagur eyjarinnar hratt. Curaçao fékk heimastjórn árið 1954 sem hluti af Hollensku Antillaeyjum en þátttaka eyjarskeggja í stjórn var lítil framan af. Árið 1984 var tekinn upp fáni og þjóðsöngur og þrýstingur á fullt sjálfstæði óx. Þann 10. október 2010 fékk landið sjálfstæði innan Konungsríkisins Hollands, en konungsríkið fer enn með utanríkis- og varnarmál.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.