Fara í innihald

Puebla (fylki)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.

Puebla er fylki í mið-Mexíkó. Íbúar eru um 6,6 milljónir og er stærð fylkisins 34.306 km2. Höfuðborgin er Puebla ein stærsta borg landsins. Puebla er milli fjallgarðanna Sierra Nevada og Sierra Madre Oriental . Meðal eldfjalla eru Citlaltépetl (5.747 m.), Popocatépetl (5.452 m.) og Iztaccíhuatl (5.286 m.).

Í Puebla eru ýmsir frumbyggjahópar og er nahúatl algengasta tungan. Ýmsar hátíðir eru haldnar í fylkinu, þar á meðal Dagur hinna dauðu (Día de los Muertos).