Fara í innihald

San Luis Potosí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.

San Luis Potosí er fylki í mið- og austur-Mexíkó. Það er 61,137 km2 að flatarmáli og liggur aðallega á mexíkönsku hásléttunni. Íbúar eru um 2,8 milljón og er höfuðborgin er San Luis Potosí. Fylkið byggðist upp á silfur- og gullvinnslu. Nafnið vísar til Loðvíks 9. Frakkakonungs og Potosí í Bólivíu þar sem sambærilegar málmnámur voru.