Nuevo León
Útlit
Nuevo León er fylki í norðaustur-Mexíkó. Fylkið þekur 64.555 ferkílómetra og eru íbúar um 5,8 milljónir (2020).
Nuevo León á landamæri að fylkjunum Tamaulipas í austri, Coahuila í vestri og Zacatecas og San Luis Potosí í suðri. Í norðri á það landamæri að Texas í Bandaríkjunum. Sierra Madre Oriental-fjallgarðurinn liggur um suður og vesturhluta fylkisins. Loftslag í Nuevo León er fremur þurrt.
Monterrey er stærsta borgin í fylkinu og er með næststærsta stórborgarsvæði í landinu. Ein mesta landsframleiðsla landsins er í fylkinu og eru lífskjör með þeim betri.