Tlaxcala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.

Tlaxcala er minnsta fylki Mexíkó og er í miðju landsins. Íbúar eru um 1,3 milljónir (2020) og er flatarmál rúmir 4.000 ferkílómetrar. Fylkið er nefnt eftir Tlaxcala, borg frumbyggja Tlaxcala sem unnu með Spánverjum að sigra Astekaveldið. La Malinche-eldfjallið er hæsti punkturinn, 4.461 metrar.