Navassaeyja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gervihnattamynd af Navassaeyju

Navassaeyja er lítil óbyggð eyja í Karíbahafi, hún er ein af smáeyjum Bandaríkjanna og sú eina þeirra sem ekki er í Kyrrahafinu. Ríkisstjórn Bandaríkjanna gerir tilkall til yfirráða yfir eyjunni og bandaríska fiska- og dýralífsstofnunin hefur umsjón með henni. Kalifornískur athafnamaður að nafni Bill Warren gerir einnig tilkall til eyjunnar, samkvæmt bandarísku Gúanóeyjalögunum. Haítí gerir einnig tilkall til eyjunnar.

Landafræði[breyta | breyta frumkóða]

Navassaeyja er u.þ.b. 5,2 km² að flatarmáli. Hún er í Jamaíkasundi, um 160 km suður af bandarísku herstöðinni við Guantanamo-flóa á Kúbu og fremur skammt frá strönd Haítí eða u.þ.b. ¼ leiðarinnar frá Haítí til Jamaíka um áðurnefnt sund. Hnit hennar eru 18° 24′0″N og 75° 0′30″V.

Landslag eyjunnar einkennist fyrst og fremst af berum klettum, en þó er nægilegt graslendi fyrir geitahjarðir.

  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.