Maís

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
(Frá vinstri til hægri) Teosinte, náttúruleg maísplanta og maísstöngull dagsins í dag.
Maís
Maísafbrigði
Maísafbrigði
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasættbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Ættkvísl: Zea
Tegund: Z. mays
Tvínefni
Zea mays
L.
Maísplantan
Zea mays "fraise"
Zea mays 'Ottofile giallo Tortonese'

Maís (fræðiheiti: Zea mays) er kornjurt sem fyrst var ræktuð í Mið-Ameríku og breiddist út víða um heim eftir að Evrópubúar komu þangað á 15. öld.

Maís er sú korntegund þar sem erfðabreytt afbrigði eru orðin stærstur hluti af heildaruppskerunni; árið 2009 voru 85% af öllum maís sem ræktaður er í Bandaríkjunum erfðabreytt afbrigði en maís er algengasta korntegundin þar í og ræktaður á 37% kornakra landsins. Um 40% af heimsuppskerunni eru ræktuð í Bandaríkjunum en önnur helstu maísræktarlönd eru Kína, Brasilía, Mexíkó, Indónesía, Indland og Frakkland.

Uppruni nafnsins[breyta | breyta frumkóða]

Hugtakið maís er dregið af spænsku formi frumbyggjaorðsins „tanío“ sem notað er fyrir maísframleiðsluna. Maísframleiðsan var upphaflega notuð í Bretlandi og Írlandi, þar sem hann var venjulega kallaður sykurmaís. Algengasta form á plöntunni þekkir fólk vel. Sykurmaís er safnað fyrir og er borðað sem grænmeti frekar en korn.

Annað algengt orð yfir maís er korn. Þetta var upphaflega enska hugtakið fyrir korn uppskeru í Norður Ameríku. Merking þess hefur verið takmörkuð frá 19. öld til maís, eins og það var stytt úr „Indian korn“. Hugtakið Indian korn vísar sérstaklega til marglitaðs „akurkorns“ (Flint korn) ræktunarafbrigðis.

Í vísindalegri og formlegri notkun er „maís“ venjulega notað í alþjóðlegu samhengi. Í Bretlandi, Ástralíu og öðrum enskumælandi löndum er orðið „maís“ oft notað í samhengi matreiðslu, sérstaklega í nafngiftum. Vörur eins og poppkorn, kornflögur og baby maís. „Maís“ er notað í landbúnaði og vísindum. Í Suður-Afríku er maís almennt nefndur „mielie“ eða „mealie“ frá portúgalska orðinu „milho“. Mielie er máltíð sem er tengd jörðinni.

Afurðir[breyta | breyta frumkóða]

Af maísframleiðslu í Bandaríkjunum, sem er um 40% heimsframleiðslunnar, er einungis 1/40 notaður til manneldis. Dæmi um afurðir til manneldis úr maís eru poppkorn, mjöl, olíur, korn, sýróp og ýmiss konar áfengi og mjöður. Stærstur hluti heimsframleiðslunnar er notaður í dýrafóður og í Evrópu eru afurðir úr maís jafnvel notaðar sem fiskibeita. Maís er ekki eingöngu til átu heldur má vinna úr honum plast og ýmis efni.

Á síðustu árum hefur eldsneyti verið unnið úr maís í auknum mæli. Þetta hefur orðið til þess að bændur hafa fengið betur greitt fyrir framleiðsluna og heimsmarkaðsverð á maís tifar í takt við heimsmarkaðsverð á hráolíu. Þessi eldsneytisframleiðsla og tenging við heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur áhrif á matvælaverð.

Maís er eitt af undrum landbúnaðar. Maís, eins og við þekkjum hann í dag, er ræktaður úr náttúrulegri maísplöntu og villtu plöntunni Teosinte.

Erfðamengi maísplöntunar hefur verið raðgreint að mjög stórum hluta. Erfðamengi hennar er með um 32000 gen, sem er um 7000 fleiri en það sem finna má í erfðamengi mannsins.

Ræktun[breyta | breyta frumkóða]

Maís er upprunninn í Mexíko en hefur verið ræktaður í Evrópu frá því á 15. öld. Ræktunin hefur tekið mjög miklum breytingum á síðustu áratugum og ræktunarlína maís færst norðar með hverju árinu. Ástæður þess eru breytingar á veðurfari og miklar framfarir í kynbótum og ræktun kornsins. Nú eru til afurðir í Skandinavíu sem hægt er að rækta til fullþroska maískólfa, tvo afbrigði sem annars vegar eru notuð til matjurtasölu og eins sem fóður fyrir skepnur. Á Íslandi hafa allnokkrir bændur reynt fyrir sér í maísrækt en með misjöfnum árangri þó. Þrátt fyrir að menn telji aðstæður hér ekki svo frábrugðnar aðstæðum annars staðar, til dæmis í Skotlandi, þar sem maísræktun gengur vel hefur árangurinn hérlendis látið á sér standa.

Ef einhver hefur hug á að að leggja fyrir sig maís ræktun hefur fóðurblandan tekið saman eftirfarandi tillögur að áburði á maís: Samkvæmt dönskum ráðleggingum er miðað við 145 kg köfnunarefnis (N), 35 kg fosfórs (P) og 160 kg kalíns (K) á hvern hektara í maísrækt. Þá er nauðsynlegt að áburðurinn innihaldi bæði bór (B) og brennistein (S). Mjög gott er að nota búfjáráburð til þess að uppfylla snefilefnaþarfir en í kúamykju eru til dæmis bæði bór og brennisteinn. Nokkrar leiðir eru til þess að uppfylla þessar áburðarþarfir, til að mynda má blanda saman: 45 tonnum af kúamykju, 2,80 kg fjölmóða, 145 kg köfnunarefni (N), 37 kg fosfór (P) og 162 kg kalín (K).

Þessu til viðbótar er nauðsynlegt að bera á bórax sem inniheldur 14,9% bór. Miða má við um 7-8 kg/ha með mykju en tvöfalt það magn þar sem ekki er borinn búfjáráburður á.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist