Tvítugakerfi
Útlit
Tvítugakerfi er talnakerfi sem byggist á tölunni 20, eins og tugakerfi byggist á 10 og tylftarkerfi byggist á 12. Í tvítugakerfi eru þannig sértákn fyrir hverja tölu upp í 20. Tvítugakerfi er að finna víða í Afríku og sum staðar í Asíu og í sumum Evrópumálum er miðað við 20, eins og til dæmis frönsku quatre-vingts (80) og ensku three score (60). Talnakerfi Maja og Asteka voru tvítugakerfi.