General Motors

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Höfuðstöðvar GM í Detroit.

General Motors Company (skammstafað GM) er bandarískt fjölþjóðlegt bílaframleiðslufyrirtæki með höfuðstöðvar í Detroit, Michigan, Bandaríkjunum.[1] Fyrirtækið er stærsti bílaframleiðandi í Bandaríkjunum og einn sá stærsti í heiminum.[2] Það var stærsti bílaframleiðandi heims í 77 ár samfleytt, frá 1931 þegar það tók fram úr Ford Motor Company, til 2008, þegar Toyota tók fram úr því.[3][4]

General Motors er í 22. sæti á Fortune 500-listanum yfir stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna miðað við heildartekjur.[5]

Fyrirtækið er með verksmiðjur í 8 löndum.[6] Fjögur helstu bílamerki fyrirtækisins eru Chevrolet, Buick, GMC og Cadillac. Það á líka hlut í kínversku vörumerkjunum Wuling Motors og Baojun sem og DMAX í gegnum samrekstur. BrightDrop er kerfi fyrir létta vöruflutninga í eigu GM.[7] GM Defense framleiðir herbíla fyrir bandaríska varnarmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið.[8] OnStar er öryggis-, og upplýsingaþjónusta fyrir ökutæki. ACDelco er bílavarahlutadeild fyrirtækisins. Fyrirtækið veitir bílafjármögnun í gegnum GM Financial. General Motors er að þróa sjálfkeyrandi bíla í gegnum meirihlutaeign í Cruise LLC.

GM hyggst hætta framleiðslu og sölu ökutækja með brunahreyflum, þar á meðal tvinnbílum og tengiltvinnbílum, fyrir árið 2035 og áætlar að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.[9] GM býður upp á fleiri sveigjanlega bíla, sem geta annað hvort gengið fyrir E85-etanóleldsneyti eða bensíni, eða blöndu af hvoru tveggja, en nokkur annar bílaframleiðandi.[10]

Fyrirtækið rekur uppruna sinn til eignarhaldsfélags fyrir Buick sem var stofnað 16. september 1908 af William C. Durant, stærsta söluaðila hestvagna á þeim tíma.[11] Núverandi rekstur var myndaður eftir gjaldþrot fyrirtækisins árið 2009.[12]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „General Motors | History, Deals, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 2. maí 2022.
 2. „Biggest Car Manufacturers in the USA“. www.thomasnet.com (enska). Sótt 2. maí 2022.
 3. Bunkley, Nick (21. janúar 2009). „Toyota Ahead of G.M. in 2008 Sales“. The New York Times.
 4. „U.S. light vehicle market share by automotive manufacturers“. Statista.
 5. „Fortune 500: General Motors“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. júní 2020.
 6. „Plants & Facilities“. General Motors. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. febrúar 2020.
 7. „GM Starts BrightDrop Electric Delivery Van Production, Expands Lineup“. Motor Trend. 20. september 2021.
 8. Wayland, Michael (9. október 2017). „General Motors establishing new military defense division“. Automotive News. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. október 2020.
 9. Boudette, Neal E.; Davenport, Coral (28. janúar 2021). „G.M. Will Sell Only Zero-Emission Vehicles by 2035“. The New York Times.
 10. „2020 Vehicle Models Bring Good News for E15, Bad News for Flex Fuels“. CS News. 20. desember 2019.
 11. „William Durant creates General Motors“. HISTORY (enska). Sótt 2. maí 2022.
 12. Bigman, Dan. „How General Motors Was Really Saved: The Untold True Story Of The Most Important Bankruptcy In U.S. History“. Forbes (enska). Sótt 2. maí 2022.