Fara í innihald

Nahúatl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Nahúamál)
Útbreiðsla, grænn; útbreiðsla áður en Spánverjar komu til Mexíkó, rautt; útbreiðsla í dag.

Nahúatl er amerískt frumbyggjamál, talað um mið- og vesturhluta Mexíkó af um 1,7 milljón manns. Nahúatl var tungumál Tolteka og Asteka og fleiri frumbyggja. Varðveist hefur talsvert af rituðu efni frá 16. öld á latínuletri sem virðist að mestu komið frá spænskum trúboðum. Nahúatl flokkast til aztek-tanóískra mála ásamt um 30 öðrum tungumálum.

Orð úr nahúatl sem hafa orðið alþjóðleg eru m.a. avókadó, chili, chipotle, súkkulaði og tómatur.


  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.