Clipperton-eyja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Clipperton-eyju

Clipperton-eyja (franska: Île de Clipperton eða Île de la Passion) er óbyggt 9 km² hringrif í austurhluta Kyrrahafs, 1080 km suðvestan við Mexíkó og 2424 km vestan við Níkaragva. Eyjan heyrir undir Frakkland.

Eyjan heitir eftir enska sjóræningjanum John Clipperton sem barðist við spænsk skip á 18. öld og er sagður hafa komið þangað. Um tíma hafa gúanósafnarar búið á eyjunni og 1914 bjuggu þar um 100 manns. Íbúar voru háðir vistum frá Akapúlkó og þegar átök hörðnuðu í mexíkósku byltingunni hættu sendingar að berast. Árið 1917 voru allir karlmenn eyjarinnar dánir, margir úr skyrbjúg, en sá síðasti var drepinn af konu sem hann hafði nauðgað. Sama ár var eftirlifandi konum og börnum bjargað af bandarísku skipi. Eftir það hefur enginn haft fasta búsetu á Clipperton-eyju.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.